Fara í efni

Unglingalandsmót 2009 - umsókn

Málsnúmer 0902023

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 137. fundur - 10.02.2009

Félags-og tómstundanefnd styður erindi Ungmennasambands Skagafjarðar og vísar því til Byggðaráðs.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 138. fundur - 17.02.2009

Frístundastjóri kynnir ákvörðun stjórnar UMFÍ um að þekkjast boð UMSS að halda Unglingalandsmót á Sauðárkróki um næstu verslunarmannahelgi. Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi UMFÍ kemur á fundinn og kynnir hver næstu skref í undirbúningi verða. Félags-og tómstundanefnd fagnar ákvörðun UMFÍ.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 242. fundur - 17.02.2009

Bjarni Jónsson lagði fram bókun:
?Undirritaður fagnar ákvörðun stjórnar Ungmennafélags Íslands um að 12. Unglingalandsmót UMFÍ í sumar fari fram á Sauðárkróki dagana 31. júlí til 2. ágúst. Alls sóttust 6 aðilar eftir að halda mótið sem allir hefðu verið vel að því komnir. Þessi ákvörðun felur því í sér mikla viðurkenningu á því góða starfi sem íþróttahreyfingin í Skagafirði hefur skilað á undanförnum árum, en hér hefur verið haldið hvert stórmótið af öðru með glæsibrag. Þá er íþróttaaðstaða fyrir flestar keppnisgreinar á Unglingalandsmóti með því ákjósanlegasta og íþróttasvæðið sem enn er óskert mun nýtast vel og skapa mótinu veglega umgjörð.?

Afgreiðsla 137. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 242. fundi sveitarstjórnar 17.02.09 með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 467. fundur - 19.02.2009

Lagt fram bréf frá Ungmennasambandi Skagafjarðar þar sem óskað er eftir stuðningi sveitarfélagsins við umsókn sambandsins um að halda Unglingalandsmót UMFÍ 2009 á Sauðárkróki. Einnig lögð fram bókun félags- og tómstundanefndar frá 137. fundi þar sem nefndin styður umsókn sambandsins.
Sveitarstjóri hefur þegar sent bréf fyrir hönd sveitarfélagsins til stuðnings umsókn UMSS til að halda unglingalandsmótið. Byggðarráð lýsir yfir ánægju með að stjórn UMFÍ hafi ákveðið að halda mótið á Sauðárkróki nú í sumar. Byggðarráð samþykkir að íþróttafulltrúi sveitarfélagsins Sævar Pétursson taki sæti í landsmótsnefnd fyrir hönd þess.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 139. fundur - 03.03.2009

Félags-og tómstundanefnd samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til Byggðaráðs.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 243. fundur - 10.03.2009

Afgreiðsla 467. fundar byggðarráðs staðfest á 243. fundi sveitarstjórnar 10.03.09 með níu atkvæðum

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 243. fundur - 10.03.2009

Afgreiðsla 138. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 243. fundi sveitarstjórnar 10.03.09 með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 243. fundur - 10.03.2009

Afgreiðsla 139. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 243. fundi sveitarstjórnar 10.03.09 með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 469. fundur - 12.03.2009

Lagður fram samstarfssamningur á milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Unglingalandsmótsnefndar UMFÍ vegna Unglingalandsmóts UMFÍ á Sauðárkróki 2009.
Byggðarráð staðfestir samninginn.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 244. fundur - 17.03.2009

Afgreiðsla 469. fundar byggðarráðs staðfest á 244. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 143. fundur - 26.05.2009

Frístundastjóri kynnir bréf frá formanni UMSS þar sem bent er á nauðsyn þess að endurnýja merkingar á frjálsíþróttavellinum fyrir Unglingalandsmótið. Stjórn Frjálsíþróttasambandsins hefur ályktað að ekki sé hægt að halda viðurkennd mót á vellinum eins og hann er merktur í dag.
Á fundinn komu Ómar Bragi Stefánsson, Halldór Halldórsson og Hjalti Þórðarson fulltrúar Unglingalandsmóts og kynntu stöðuna.
Ómar Bragi segir að UMFÍ sé tilbúið að aðstoða við að leysa málið. Frístundastjóra er falið að leita til Fjárlaganefndar og Menntamálaráðuneytis eftir stuðningi við lagfæringar á vellinum. Þar sem framkvæmdin rúmast ekki innan fjárhagsáætlunar málaflokksins er málinu vísað til Byggðaráðs.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 479. fundur - 03.06.2009

Erindi vísað frá 143. fundi félags- og tómstundanefndar varðandi endurnýjun á merkingum á frjálsíþróttavellinum.
Byggðarráð samþykkir að verja 700 þús.kr. af þeim 3 mkr. sem er áætlaður kostnaður sveitarfélagsins vegna Unglingalandsmóts UMFÍ í þetta verkefni.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 248. fundur - 09.06.2009

Afgreiðsla 479. fundar byggðarráðs staðfest á 248. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 248. fundur - 09.06.2009

Afgreiðsla 143. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 248. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.