Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Niðurgreiðsla dagvistar barna á einkaheimilum
Málsnúmer 0801062Vakta málsnúmer
2.Endurskoðun leigusamn. um Íþróttahús og Sundlaug, Skr.
Málsnúmer 0801080Vakta málsnúmer
Félags-og tómstundanefnd óskar eftir því við stjórnendur Fjölbrautaskólans að leigusamningur um íþróttahús og sundlaug verði endurskoðaður. Frístundastjóra falið að kalla þá til fundar.
3.Endurskoðun samninga við Flugu hf
Málsnúmer 0801081Vakta málsnúmer
Félags-og tómstundanefnd felur Frístundastjóra að ræða við forsvarsmenn íþróttahreyfingar og Reiðhallar um nýtingu á henni miðað við gildandi samning.
4.Styrkur vegna átaksverkefnis UMFT: Fyrirmyndarfélag ÍSÍ
Málsnúmer 0801079Vakta málsnúmer
Beiðni Tindastóls um styrk 150.000.- fyrir vinnu við að gera félagið að fyrirmyndarfélagi
( samþykkt frá 2006 )( sjá meðf.bréf frá formanni Tindastóls auk fyrri samþ. Fél-og tóm frá des. 06 á heimasíðu )
Félags-og tómstundanefnd samþykkir með vísan í fyrri afgreiðslu nefndarinnar þann 9. Janúar 2007 að greiða UMFT 100.000.- króna styrk vegna frumkvæðis körfuknattleiksdeildar félagsins við að gera deildina að fyrirmyndarfélagi ÍSÍ. Styrkurinn verður greiddur þegar því takmarki er náð.
( samþykkt frá 2006 )( sjá meðf.bréf frá formanni Tindastóls auk fyrri samþ. Fél-og tóm frá des. 06 á heimasíðu )
Félags-og tómstundanefnd samþykkir með vísan í fyrri afgreiðslu nefndarinnar þann 9. Janúar 2007 að greiða UMFT 100.000.- króna styrk vegna frumkvæðis körfuknattleiksdeildar félagsins við að gera deildina að fyrirmyndarfélagi ÍSÍ. Styrkurinn verður greiddur þegar því takmarki er náð.
5.Klórgeymslur í sundlaugum - leiðbeiningar
Málsnúmer 0801077Vakta málsnúmer
Vegna gildistöku nýrrar reglugerðar og breyttra reglna um geymslu klórs í sundlaugum óskar félags-og tómstundanefnd eftir heimild byggðaráðs til að gera klórgeymslu Sundlaugar Sauðárkróks þannig úr garði að hún uppfylli þessar reglur. Frístundastjóra falið að vinna málið ásamt tæknideild. Nefndin samþykkir einnig að óska eftir því við Byggðarráð að keypt verði þrjú hjartastuðtæki í sundlaugar og íþróttamannvirki í eigu sveitarfélagsins í Skagafirði. Kostnaður nemur 420.000 kr.
Fundi slitið - kl. 10:50.
- Gunnar Sandholt vék af fundi.