Fara í efni

Klórgeymslur í sundlaugum - leiðbeiningar

Málsnúmer 0801077

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 118. fundur - 21.01.2008

Vegna gildistöku nýrrar reglugerðar og breyttra reglna um geymslu klórs í sundlaugum óskar félags-og tómstundanefnd eftir heimild byggðaráðs til að gera klórgeymslu Sundlaugar Sauðárkróks þannig úr garði að hún uppfylli þessar reglur. Frístundastjóra falið að vinna málið ásamt tæknideild. Nefndin samþykkir einnig að óska eftir því við Byggðarráð að keypt verði þrjú hjartastuðtæki í sundlaugar og íþróttamannvirki í eigu sveitarfélagsins í Skagafirði. Kostnaður nemur 420.000 kr.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 157. fundur - 23.03.2010

Á fundinn kom Guðmundur Þór Guðmundsson frá Tæknideild. Í sundlaug Sauðárkróks eru áætlaðar 6,3 milljónir í viðhald, búið að setja upp klórtank en vantar stýribúnað. Áætlaður kostnaður um 3,0 milljónir. Í sundlauginni í Varmahlíð eru áætlaðar 6,3 milljónir í viðhald. Þar er erfiðara og dýrara að koma fyrir fullnægjandi búnaði. Í Sundlauginni á Steinsstöðum er enginn klórbúnaður og óvíst hver kostnaður við lagfæringar er. Óskað er eftir kostnaðaráætlun vegna verksins frá Tæknisviði. Sundlaugin að Sólgörðum, þar eru komnar klórstýringar en vantar klórtanka. Áætlaður kostnaður er óverulegur. Guðmundur Þór vék af fundi.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 261. fundur - 30.03.2010

Afgreiðsla 157. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 261. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 158. fundur - 04.05.2010

Íþróttafulltrúi upplýsir nefndina um stöðu framkvæmda við sundlaugarnar á Sauðárkróki, Varmahlíð og Sólgörðum. Klórstýribúnaður verður kominn í allar laugarnar fyrir árslok. Sundlaugin á Steinsstöðum hefur verið sett í söluferli.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 263. fundur - 18.05.2010

Afgreiðsla 155. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 263. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.