Verklagsreglur vegna afsláttar
Málsnúmer 2202110
Vakta málsnúmerFræðslunefnd - 6. fundur - 18.10.2022
Drög að verklagsreglum vegna afsláttar á dvalargjöldum í leikskólum, frístund og daggæslu í heimahúsum í Skagafirði lögð fram. Ekki eru gerðar efnislegar breytingar á reglunum en þær uppfærðar með hliðsjón af sameinuðu sveitarfélagi.Fræðslunefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til sveitarstjórnar.
Byggðarráð Skagafjarðar - 19. fundur - 26.10.2022
Lagðar fram verklagsreglur vegna afsláttar á dvalargjöldum í leikskólum, frístund og daggæslu í heimahúsum í Skagafirði lögð fram. Ekki eru gerðar efnislegar breytingar á reglunum en þær uppfærðar með hliðsjón af sameinuðu sveitarfélagi. Vísað frá 7. fundi fræðslunefndar.
Byggðarráð samþykkir að vísa reglunum aftur til afgreiðslu fræðslunefndar.
Byggðarráð samþykkir að vísa reglunum aftur til afgreiðslu fræðslunefndar.
Fræðslunefnd - 8. fundur - 14.11.2022
Drög að verklagsreglum vegna afsláttar í leikskólum, frístund og daggæslu lagðar fram. Reglurnar hafa verið uppfærðar með hliðsjón af sameinuðu sveitarfélagi en einnig eru lagðar til efnislegar breytingar sem lúta að viðbótarniðurgreiðslum á grundvelli tekna. Breytingarnar eru gerðar með það að markmiði að niðurgreiðslur skili sér sem best til tekjulægri heimila. Fræðslunefnd felur sviðsstjóra og starfsmönnum að vinna þær áfram samhliða breytingum á viðbótarniðurgreiðslum og leggja fram á næsta fundi nefndarinnar.
Fræðslunefnd - 9. fundur - 01.12.2022
Drög að verklagsreglum vegna afsláttar í leikskólum, frístund og daggæslu lagðar fram. Reglurnar hafa verið uppfærðar með hliðsjón af sameinuðu sveitarfélagi en einnig eru lagðar til efnislegar breytingar sem lúta að viðbótarniðurgreiðslum á grundvelli tekna. Breytingarnar eru gerðar með það að markmiði að niðurgreiðslur skili sér sem best til tekjulágra einstaklinga. Fræðslunefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til byggðarráðs.
Byggðarráð Skagafjarðar - 25. fundur - 07.12.2022
Lagðar fram verklagsreglur vegna afsláttar í leikskólum, frístund og daggæslu í heimahúsum í Skagafirði sem vísað var til byggðarráðs frá 9. fundi fræðslunefndar þann 1. desember 2022.
Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn Skagafjarðar - 7. fundur - 14.12.2022
Vísað frá 25. fundi byggðarráðs frá 7. desember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Lagðar fram verklagsreglur vegna afsláttar í leikskólum, frístund og daggæslu í heimahúsum í Skagafirði sem vísað var til byggðarráðs frá 9. fundi fræðslunefndar þann 1. desember 2022. Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Framlagðar verklagsreglur bornar upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
"Lagðar fram verklagsreglur vegna afsláttar í leikskólum, frístund og daggæslu í heimahúsum í Skagafirði sem vísað var til byggðarráðs frá 9. fundi fræðslunefndar þann 1. desember 2022. Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Framlagðar verklagsreglur bornar upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
Fræðslunefnd - 24. fundur - 13.03.2024
Nefndin samþykkir samhljóða breytingar á verklagsreglum vegna afsláttar í leikskólum, frístund og daggæslu. Breytingarnar felast í því að tekinn verður út lágmarksfjöldi stunda í frístund til að njóta systkinaafsláttar. Auk þess er skýrt betur út hvar og hvernig sótt er um systkinaafslátt.