Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Styrkbeiðni v.kaupa á bifreið f.Sambýli fatlaðra
Málsnúmer 0804081Vakta málsnúmer
Félags-og tómstundanefnd þakkar Kiwanisklúbbnum Drangey fyrir metnaðarfullt framtak og leggur til við Byggðaráð að sveitarfélagið styrki verkefnið.
2.Beiðni um bætta aðstöðu dagforeldra
Málsnúmer 0805005Vakta málsnúmer
Félags-og tómstundanefnd felur Félagsmálastjóra að vinna frekar í málinu. Þá bendir nefndin á bókun Umhverfis-og samgöngunefndar á fundi 30. apríl s.l. varðandi leikvelli á Sauðárkróki.
3.Starfsendurhæfing
Málsnúmer 0802014Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar fundargerð stofnfundar Starfsendurhæfingar Skagafjarðar ásamt samþykktum.
4.Styrkveiting til íþróttamála, tillaga frá UMSS
Málsnúmer 0804022Vakta málsnúmer
Félags-og tómstundanefnd samþykkir tillögu stjórnar UMSS um úthlutun styrkja að upphæð 10.000.000 króna til íþróttahreyfingarinnar af gjaldalið 06890.
UMF Tindastóll, rekstrarstyrkur 5.944.200.-
UMF Neisti, rekstrarstyrkur 660.000.-
UMF Smári, rekstrarstyrkur 861.300.-
UMF Hjalti, rekstrarstyrkur 198.000.-
Hestamannafélagið Léttfeti, rekstrarstyrkur 524.700.-
Hestamannafélagið Stígandi, rekstrarstyrkur 346.500.-
Hestamannafélagið Svaði, rekstrarstyrkur 237.600.-
Vélhjólaklúbbur Sauðárkróks, rekstrarstyrkur 227.700.-
UMSS, rekstrarstyrkur 1.000.000.-
Samtals kr. 10.000.000.-
Frístundastjóra er falið að innkalla þær ársskýrslur íþróttafélaga sem ekki hafa borist enda eru þær forsendur fyrir útborgun styrkja.
Félags-og tómstundanefnd frestar afgreiðslu á beiðni stjórnar UMSS um aukið framlag til íþróttamála.
UMF Tindastóll, rekstrarstyrkur 5.944.200.-
UMF Neisti, rekstrarstyrkur 660.000.-
UMF Smári, rekstrarstyrkur 861.300.-
UMF Hjalti, rekstrarstyrkur 198.000.-
Hestamannafélagið Léttfeti, rekstrarstyrkur 524.700.-
Hestamannafélagið Stígandi, rekstrarstyrkur 346.500.-
Hestamannafélagið Svaði, rekstrarstyrkur 237.600.-
Vélhjólaklúbbur Sauðárkróks, rekstrarstyrkur 227.700.-
UMSS, rekstrarstyrkur 1.000.000.-
Samtals kr. 10.000.000.-
Frístundastjóra er falið að innkalla þær ársskýrslur íþróttafélaga sem ekki hafa borist enda eru þær forsendur fyrir útborgun styrkja.
Félags-og tómstundanefnd frestar afgreiðslu á beiðni stjórnar UMSS um aukið framlag til íþróttamála.
5.Umsókn um styrk til Skákfélags Sauðárkróks
Málsnúmer 0805003Vakta málsnúmer
Félags-og tómstundanefnd samþykkir að veita Skákfélagi Sauðárkróks 70.000.- króna styrk.
6.Knattspyrnudeild Hvatar - styrkbeiðni
Málsnúmer 0804110Vakta málsnúmer
Félags-og tómstundanefnd þakkar bréf stjórnar Knattspyrnufélagsins Hvatar á Blönduósi um fjárhagsstyrk. Nefndin sér sér ekki fært að styrkja íþróttastarf utan sveitarfélagsins en óskar félaginu alls hins besta.
7.Tilaga að styrkjum til tómstundamála
Málsnúmer 0804023Vakta málsnúmer
Félags-og tómstundanefnd samþykkir eftirfarandi skiptingu styrkja til Æskulýðsmála af gjaldalið 06390 :
Hvatapeningar-sumar 1200.000.-
Styrkir til Sumar T.Í.M. 1300.000.-
Allt hefur áhrif-verkefni 100.000.-
Nálgumst í íþróttum 700.000.-
Frístundastrætó 900.000.-
Útideild 650.000.-
Frístundakort 210.000.-
Hvatapeningar-vetur 400.000.-
Hvatapeningar-sumar 1200.000.-
Styrkir til Sumar T.Í.M. 1300.000.-
Allt hefur áhrif-verkefni 100.000.-
Nálgumst í íþróttum 700.000.-
Frístundastrætó 900.000.-
Útideild 650.000.-
Frístundakort 210.000.-
Hvatapeningar-vetur 400.000.-
8.Umsókn um styrk
Málsnúmer 0805012Vakta málsnúmer
Félags-og tómstundanefnd samþykkir að veita skátafélaginu Eilífsbúum 240.000.- króna styrk. Færist af gjaldalið 06390.
9.Styrkur til leikjanámskeiðs í Fljótum
Málsnúmer 0805002Vakta málsnúmer
Félags-og tómstundanefnd samþykkir að veita 50.000.- króna styrk til íþrótta-og leikjanámskeiðs fyrir börn í Fljótum. Færist af gjaldalið 06390.
10.Foreldraráð Varmahlíðarskóla - styrkumsókn 2008
Málsnúmer 0803090Vakta málsnúmer
Nefndin felur frístundastjóra að koma á fundi með foreldraráði Varmahlíðarskóla og fræðslustjóra um verkefnið.
11.Skotfélagið Ósmann - styrkumsókn 2008
Málsnúmer 0803089Vakta málsnúmer
Afgreiðslu frestað þar til ársskýrsla og reikningar liggja fyrir.
12.Endurskoðun samninga við Flugu hf
Málsnúmer 0801081Vakta málsnúmer
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti samninginn við Flugu og vísar til Byggðaráðs,með fyrirvara um að málaflokknum verði úthlutað fjármagni sem nægir til að fullnægja styrkgreiðslu skv. 1. gr. þar sem ekki var gert ráð fyrir þessari hækkun í gildandi fjárhagsáætlun.
Jafnframt leggur nefndin áherslu á að greiðsla skv. 4. grein samningsins verði ekki tekin af fjárheimildum nefndarinnar.
Jafnframt leggur nefndin áherslu á að greiðsla skv. 4. grein samningsins verði ekki tekin af fjárheimildum nefndarinnar.
13.Tillaga að útfærslu á sundkortasölu til almennra fyrirtækja og stofnana sveitarfélagsins
Málsnúmer 0805006Vakta málsnúmer
Félags-og tómstundanefnd samþykkir og leggur til við Byggðaráð að
öllum skagfirskum fyrirtækjum og stofnunum verði boðið að kaupa 30 miða sundkort á eftirfarandi kjörum:
a)veittur er 10% afsláttur ef keypt eru 2-9 30 miðakort, þá kostar kortið 4.950.- í stað 5.500.- og hvert skipti 165.kr., 15% afsláttur ef keypt eru fleiri en 10 kort, kortið kostar þá 4.675.- og hvert skipti 156.-
b)veittur er 20% afsláttur af árskortum ? sem kosta þá 20.000.
öllum skagfirskum fyrirtækjum og stofnunum verði boðið að kaupa 30 miða sundkort á eftirfarandi kjörum:
a)veittur er 10% afsláttur ef keypt eru 2-9 30 miðakort, þá kostar kortið 4.950.- í stað 5.500.- og hvert skipti 165.kr., 15% afsláttur ef keypt eru fleiri en 10 kort, kortið kostar þá 4.675.- og hvert skipti 156.-
b)veittur er 20% afsláttur af árskortum ? sem kosta þá 20.000.
Fundi slitið - kl. 16:50.