Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Daggæsla-umsókn um bráðabirgðaleyfi
Málsnúmer 0903009Vakta málsnúmer
Samþykkt að veita Ástu Margréti Benediktsdóttur, Furuhlíð 8, 550 Sauðárkróki, bráðabirgðaleyfi til eins árs til að taka börn í daggæslu á heimili sínu. Leyfið gildir fyrir 4 börn að meðtöldu hennar eigin barni f. 2008.
2.Málefni dagmæðra
Málsnúmer 0901057Vakta málsnúmer
Málið tekið fyrir í framhaldi af umræðum á síðasta fundi, sjá bókun.
Formaður greinir frá fundi sem hann átti með tveimur fulltrúum dagmæðra með sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs og garðyrkjustjóra um leikvallamál. Skoðaðir eru möguleikar á lausn til skamms tíma jafnframt því sem unnið er að áætlun um leikvelli í neðri bænum til langframa.
Félagsmálastjóri gerir grein fyrir viðræðum sínum við fræðslustjóra um starfsaðstæður dagmæðra.
Félagsmálastjóra og formanni falið að leggja fram tillögur um aðgerðir á næsta fundi.
Formaður greinir frá fundi sem hann átti með tveimur fulltrúum dagmæðra með sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs og garðyrkjustjóra um leikvallamál. Skoðaðir eru möguleikar á lausn til skamms tíma jafnframt því sem unnið er að áætlun um leikvelli í neðri bænum til langframa.
Félagsmálastjóri gerir grein fyrir viðræðum sínum við fræðslustjóra um starfsaðstæður dagmæðra.
Félagsmálastjóra og formanni falið að leggja fram tillögur um aðgerðir á næsta fundi.
3.Aðgerðaáætlun - viðbrögð við mögulegu atvinnuleysi í Skagafirði
Málsnúmer 0901009Vakta málsnúmer
Málið kynnt.
4.Unglingalandsmót UMFÍ 2009
Málsnúmer 0902023Vakta málsnúmer
Félags-og tómstundanefnd samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til Byggðaráðs.
5.Umsóknir um styrki til æskulýðs-íþrótta-og forvarnamála
Málsnúmer 0902080Vakta málsnúmer
Félags-og tómstundanefnd samþykkir að auglýsa eftir umsóknum um styrki til æskulýðs-íþrótta-og forvarnamála fyrir árið 2009.
6.Ársþing KSÍ - tillaga til ályktunar
Málsnúmer 0902059Vakta málsnúmer
KSÍ hvetur sveitarfélögin til þess að efla enn frekar íþróttastarf í landinu.
Fundi slitið - kl. 10:50.