Árskóli - viðbygging - framkvæmdir og fjármögnun
Málsnúmer 0906024
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 249. fundur - 30.06.2009
Páll Dagbjartsson óskar bókað að hann vísi í fyrri yfirlýsingar um að frekari lántökur af hálfu sveitarfélagsins komi ekki til greina nú. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá við afgreiðslu þessa liðar.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 483. fundur - 02.07.2009
Byggðarráð samþykkir að gerð verði úttekt skv. meðfylgjandi gögnum og felur sveitarstjóra að semja um verkefnið við KPMG á grundvelli þeirra draga, sem fyrir fundinum lágu.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 252. fundur - 06.10.2009
Sigurður Árnason vék af fundi undir þessum dagskrárlið vegna vanhæfis, inn á fundinn kom í hans stað Hafdís Skúladóttir.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir lagði fram og kynnti eftirfarandi tillögu.
"Sveitarstjórn samþykkir að gengið verði til samningaviðræðna við kaupfélag Skagfirðinga á grundvelli tilboðs þess um fjármögnun og byggingu lokaáfanga Árskóla á Sauðárkróki. Fyrir liggur hagkvæmniathugun og sérfræðiskýrsla vegna sameiningar Árskóla, unnin af KPMG og kynnt var í byggðaráði 24 september sl. Jafnhliða verði leitað til hagdeildar Sambands íslenskar sveitarfélaga og lánasjóðs sveitarfélaga um mat á verkefninu s.s. lánamöguleikum og frekari hagspá á grundvelli skýrslunnar."
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
Þórdís Friðbjörnsdóttir
Sigríður Björnsdóttir, Bjarni Jónsson, Guðmundur Guðlaugsson, Einar E Einarsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Bjarni Jónsson, Guðmundur Guðlaugsson, Gísli Sigurðsson, Einar E Einarsson, Jón Sigurðsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Sigríður Björnsdóttir, kvöddu sér hljóðs
Sigríður Björnsdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu frá fulltrúum sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar.
"Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar samþykkir að leita til hagdeildar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Lánsjóðs sveitarfélaga um mat á lánamöguleikum sveitarfélagsins til að byggja við Árskóla og áhrif slíkrar lántöku á fjárhag sveitarfélagsins. Lögð verði til grundvallar skýrsla um sameiningu Árskóla, sem unnin var af KPMG og kynnt í byggðaráði 24. september s.l. "
Bjarni Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Ljóst virðist af skýrslu KPMG að sveitarfélagið ráði ekki við þær fjárskuldbindingar nú sem stækkun Árskóla fæli í sér. Slík skuldsetning ásamt neikvæðri rekstrarniðurstöðu sveitarfélagsins gæti að óbreyttu orðið því ofviða og leitt til mikils niðurskurðar í þjónustu og torveldað möguleika á að sinna örðum verkefnum.
Frumkvæði Kaupfélags Skagfirðinga er hinsvegar lofsvert og athugandi væri hvort ekki gæti staðið vilji til þess að koma til samstarf við sveitarfélagið í smærri og viðráðanlegri verkefnum eins og t.d. viðhaldi mannvirkja í eigu sveitarfélagsins."
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir lagði fram fyrri tillögu með breytingu.
"Sveitarstjórn samþykkir að gengið verði til viðræðna við kaupfélag Skagfirðinga á grundvelli tilboðs þess um fjármögnun og byggingu lokaáfanga Árskóla á Sauðárkróki. Fyrir liggur hagkvæmniathugun og sérfræðiskýrsla vegna sameiningar Árskóla, unnin af KPMG og kynnt var í byggðaráði 24 september sl. Jafnhliða verði leitað til hagdeildar Sambands íslenskar sveitarfélaga og lánasjóðs sveitarfélaga um mat á verkefninu s.s. lánamöguleikum og frekari hagspá á grundvelli skýrslunnar."
Sigríður Björnsdóttir dró í framhaldinu tillögu frá fulltrúum sjálfstæðismanna tilbaka,
Tillaga Grétu Sjafnar Guðmundsdóttur og Þórdísar Friðbjörnsdóttur var borin undir atkvæði, samþykkt með 8 atkvæðum, Bjarni Jónsson óskaði bókað að hann sitji hjá og gerði grein fyrir atkvæði sínu.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 507. fundur - 25.02.2010
Kynning á stöðu málsins í kjölfar samþykktar 252. fundar sveitarstjórnar frá 6. október 2009. Farið yfir og kynntar viðbótarupplýsingar sem aflað hefur verið.
Framkvæmdaráð Skagafjarðar - 52. fundur - 01.03.2010
Sveitarstjóri kynnti stöðu málsins eins og hún er nú en málið hefur verið kynnt í byggðarráði og er í vinnslu á þeim vettvangi. Ekki er komið að ákvörðun enn og beðið almennrar umsagnar Hagdeildar Sambands íslenskra sveitarfélaga um þau gögn sem liggja fyrir en þau eru orðin margvísleg og ítarleg, enda málið stórt. Niðurstöðu er að vænta í málinu fljótlega.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 259. fundur - 02.03.2010
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 509. fundur - 11.03.2010
Lagt fram til kynningar minnisblað frá hag- og upplýsingasviði Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi umræðu um stækkun Árskóla.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 261. fundur - 30.03.2010
Gísli Árnason leggur fram eftirfarandi bókun:
"Erfitt er að sjá fyrir sér að við óbreyttar aðstæður hafi sveitarfélagið bolmagn til þess að standa undir 30% skuldaaukningu eða aukningu skulda um 1.400 milljónir króna, ásamt því að glíma við rekstrarhalla. Fyrirliggjandi greinargerðir og gögn segja fyrir um að miðað við "eðlilega? þróun tekna og gjalda sveitarfélagsins verði skuldabyrði þess slík að ekki verði við ráðið án verulegrar hagræðingar og niðurskurðar á öðrum sviðum eða sölu eigna."
Afgreiðsla 509. fundar byggðaráðs staðfest á 261. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Páll Dagbjartsson óskar bókað: "Ég vísa í fyrri yfirlýsingar um það að frekari lántökur af hálfu sveitarfélagsins koma ekki til greina nú, skiptir þar engu hver lánskjörin eru. Öll lán þarf að endurgreiða og tek ég því ekki afstöðu til erindis forsvarsmanna KS."
Bjarni Jónsson leggur fram bókun: "Undirritaður telur sveitarfélagið ekki nú hafa bolmagn til að ráðast í viðbótarlántöku af þeirri stærðargráðu er erindið tekur til."