Fara í efni

Samstarf sveitarfélagsins Skagafjarðar og Skagafjarðarhraðlestarinnar í Atvinnumálum

Málsnúmer 0909085

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og ferðamálanefnd - 51. fundur - 17.09.2009

Rætt um framhald á samstarfi Skagafjarðarhraðlestarinnar og sveitarfélagsins í atvinnumálum. Til fundarins komu Matthildur Ingólfsdóttir, Viggó Jónsson, Gunnar Gestsson og Þórólfur Gíslason.
Ákveðið að vinna málið áfram og taka ákvörðun um framhaldið sem fyrst.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 252. fundur - 06.10.2009

Afgreiðsla 51. fundar Atvinnu og ferðamálanefndar staðfest á 252. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Atvinnu- og ferðamálanefnd - 57. fundur - 25.02.2010

Lögð fram drög að samningi milli sveitarfélagsins og Skagafjarðarhraðlestarinnar um samstarf í atvinnumálum.

Afgreiðslu málsins frestað.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 259. fundur - 02.03.2010

Afgreiðsla 57. fundar atvinnu og ferðamálanefndar staðfest á 259. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 261. fundur - 30.03.2010

Samningur lagður fram til samþykktar á ný, samþykkt á síðasta sveitarstjórnarfundi var ógild þar sem drög að samningi voru fyrir mistök send út í fundargögnum og borin upp á fundinum.

Gísli Árnason tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu:

Undirritaður leggur til að í stað 1. og 2. mgr. 2. gr. samningsins, Hlutverk Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sem hljóðar svo;

"Sveitarfélagið Skagafjörður ræður til starfa verkefnisstjóra sem vinnur að framgangi þeirra verkefna sem stýrihópur ákveður. Dagleg umsjón með starfi verkefnisstjóra er í höndum sviðsstjóra Markaðs- og þróunarsviðs.

Sveitarfélagið leggur verkefnisstjóra ennfremur til vinnuaðstöðu með tölvu á samningstímanum.?,

komi textinn,

"Sveitarfélagið Skagafjörður leggur fram vinnuframlag verkefnastjóra frá Markaðs- og þróunarsviði sveitarfélagsins, sem vinnur að framgangi þeirra verkefna sem stýrihópur ákveður.?

Gísli Árnason

Til máls tóku Páll Dagbjartsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Gísli Árnason

Tillaga Gísla Árnasonar borin undir atkvæði og felld með 8 atkvæðum gegn 1.

Samningurinn um samstarf Sveitarfélagins Skagafjarðar og Skagafjarðarhraðlestarinnar borinn undir atkvæði og samþykktur með 8 atkvæðum og einn sat hjá.