Fara í efni

Byggðakvóti fiskveiðiársins 2009/2010

Málsnúmer 1002010

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og ferðamálanefnd - 57. fundur - 25.02.2010

Lagt fram erindi frá Sjávarútvegs- og Landbúnaðarráðuneyti um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2009-2010. Úthlutað var 86 þorskígildistonnum til Hofsóss og 50 þorskígildstonnum til Sauðárkróks. Nefndin sér ekki ástæðu til að óska eftir breytingum á því fyrirkomulagi sem í gildi er í lögum og reglugerðum varðandi nýtingu byggðakvóta í Skagafirði fyrir yfirstandandi fiskveiðiár.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 259. fundur - 02.03.2010

Afgreiðsla 57. fundar atvinnu og ferðamálanefndar staðfest á 259. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Atvinnu- og ferðamálanefnd - 61. fundur - 12.05.2010

Lagt fram til kynningar tölvuskeyti frá Hinrik Greipssyni í Sjávarútvegsráðuneyti þar sem hann kynnir stöðu mála varðandi úthlutun byggðakvóta til Skagafjarðar fyrir fiskveiðiárin 2008-2009 og 2009-2010, en úthlutun kvótans er á höndum ráðuneytisins.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 263. fundur - 18.05.2010

Afgreiðsla 61. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 263. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.