Kjör í landbúnaðarnefnd
Málsnúmer 1006095
Vakta málsnúmerLandbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 152. fundur - 02.07.2010
Kosning formanns, varaformanns og ritara landbúnaðarnefndar.
Tillaga kom fram um Inga Björn Árnason sem formann, Valdimar Sigmarsson sem varaformann og Harald Þór Jóhannsson sem skrifara nefndarinnar.
Samþykkt samhljóða.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 521. fundur - 08.07.2010
Afgreiðsla 152. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 521. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 529. fundur - 23.09.2010
Í framhaldi af samþykkt 268. fundar sveitarstjóranar eru eftirfarandi tilnefningar áheyrnarfulltrúa í landbúnaðarnefnd lagðar fram:
Sigurjón Þórðarson (F) og Guðný Kjartansdóttir (F) til vara.
Guðrún Helgadóttir (S) og Ingibjörg Hafstað (S) til vara.
Samþykkt samhljóða.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 271. fundur - 02.11.2010
Afgreiðsla 529. fundar byggðaráðs staðfest á 271. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 155. fundur - 16.12.2010
Tillaga um að Einar E. Einarsson taki við formennsku í landbúnaðarnefnd í ársleyfi Inga Björns Árnasonar, frá 1. desember 2010 til 1. desember 2011. Samþykkt
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 273. fundur - 21.12.2010
Afgreiðsla 155. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 273. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Kjör í landbúnaðarnefnd til fjögurra ára, þrír aðalmenn og jafnmargir til vara.
Forseti bar upp tillögu um fulltrúa í landbúnaðarnefnd, aðalmenn og varamenn þeirra í sömu röð.
Aðalmenn: Ingi Björn Árnason, Valdimar Sigmarsson og Haraldur Þór Jóhannsson
Varamenn: Einar E Einarsson, Arnþrúður Heimisdóttir og Atli Víðir Arason
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir því rétt kjörnir.