Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

265. fundur 15. júní 2010 kl. 16:00 - 17:23 í Safnahúsi við Faxatorg
Fundargerð ritaði: Helga S Bergsdóttir stjórnsýsluritari
Dagskrá

1.Kjör í skipulags- og bygginganefnd

Málsnúmer 1006094Vakta málsnúmer

Kjör í skipulags- og byggingarnefnd til fjögurra ára, þrír aðalmenn og jafnmargir til vara.

Forseti bar upp tillögu um fulltrúa í skipulags- og byggingarnefnd, aðalmenn og varamenn þeirra í sömu röð.

Aðalmenn: Viggó Jónsson, Gísli Árnason og Gísli Sigurðsson.

Varamenn: Einar Einarsson, Arnrún H. Arnórsdóttir og Ásmundur Pálmason

Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir því rétt kjörnir.

2.Tillaga um áheyrnarfulltrúa í fastanefndum sveitarfélagsins

Málsnúmer 1006136Vakta málsnúmer

Fram hefur komið tillaga frá fulltrúum Frjálslynda flokksins, Samfylkingar og Sjáfstæðisflokka um að áheyrnarfulltrúar eigi sæti í fastanefndum sveitarfélagins.

Jón Magnússon tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu;

"Sveitarstjórn samþykkir að þeir flokkar sem eiga sæti í sveitarstjórn komi jafnt að nefndarstörfum í fastanefndum sveitarfélagsins. Í því skyni er samþykkt skv. 53.grein samþykkta sveitarfélagsins að heimila þeim flokkum sem ekki hafa fengið kjörna fulltrúa í fastanefndum sveitarfélagsins, að skipa áheyrnarfulltrúa í viðkomandi nefnd. Áheyrnarfulltrúi hefur málfrelsi og tillögurétt í nefndarstörfum".

Greinargerð:

Tillaga þessi er samhljóma þeirri tillögu sem Bjarni Jónsson sveitarstjórnarfulltrúi Vg. flutti á sveitarstjórnarfundi 20. júní 2006. Ljóst er, að þriggja manna fastanefndir sveitarfélagsins gera ekki ráð fyrir aðkomu fulltrúa allra flokka sem sæti eiga í sveitarstjórn. Sökum mikilvægi þess, að í nefndarstörfum ríki samstarf og opið upplýsingaflæði, var samþykkt að mæta óskum Bjarna Jónssonar og veita áheyrnarfulltrúum aðgang að nefndarstörfum sveitarstjórnar.

Sama staða er nú uppi þar sem framboð fimm flokka fengu kjörna fulltrúa í sveitarstjórn, en sæti kjörinna fulltrúa í fastanefndum sveitarfélagsins eru aðeins þrjú. Til að tryggja samfellu í störfum sveitarstjórnar og auka veg lýðræðislegra vinnubragða, er því nauðsynlegt að veita fulltrúum allra flokka aðkomu að nefndarstörfum í fastanefndum sveitarfélagsins. Þetta verður best tryggt með því að veita þeim flokkum, sem ekki eiga kjörna fulltrúa í fastanefndum sveitarfélagsins, rétt til þess að skipa áheyrnarfulltrúa með málfrelsi og tillögurétt.

Það er ljóst, að núverandi sveitarstjórn þarf á komandi kjörtímabili að taka margar erfiðar ákvarðanir sem snerta hag íbúa sveitarfélagsins og starfsmanna þess. Slíkar ákvarðanir þarf að taka í skjóli öflugrar samstöðu allra sveitarstjórnarfulltrúa til þess að tryggja þá einingu, sem ávallt þarf að ríkja um ákvarðanir er snerta einstaklinga og hópa í okkar samfélagi.

Það er því gleðiefni, að í samkomulagi núverandi meirihluta er þess sérstaklega getið að "áhersla verði lögð á að eiga gott samstarf við fulltrúa annarra flokka í sveitarstjórninni". En í ljósi þessarar yfirlýsingar ætti samþykkt þessarar framlögðu tillögu okkar, að vera í takt við stefnumið allra þeirra fimm flokka sem eiga fulltrúa í núverandi sveitarstjórn.

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Jón Magnússon, Sigríður Svavarsdóttir og Sigurjón Þórðarson.

Stefán Vagn Stefánsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi breytingartillögu.

"Lagt er til að áfram verði gert ráð fyrir einum áheyrnarfulltrúa, tilnefndum sameiginlega af þeim framboðum eða flokkum sem ekki fá kjörinn fulltrúa í eftirtaldar fastanefndir sveitarfélagsins; skipulags- og bygginganefnd, fræðslunefnd, Félags- og tómstundanefnd, atvinnu- og ferðamálanefnd, menningar- og kynningarnefnd og umhverfis- og samgöngunefnd. Fundi þeirra nefnda sitji því einn áheyrnarfulltrúi auk 3 fastafulltrúa líkt og seinni hluta síðasta kjörtímabils.

Ennfremur verði í fyrsta skipti gert ráð fyrir einum áheyrnarfulltrúa í landbúnaðarnefnd, tilnefndum með sama hætti, sameiginlega af þeim framboðum eða flokkum sem ekki fá kjörinn fulltrúa í nefndina."

Sveitarstjórnarfulltrúar Framsóknarflokks og VG.

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Sigurjón Þórðarson kvöddu sér hljóðs.

Jón Magnússon tók til máls og bar upp tillögu um að afgreiðslu málsins verði frestað til næsta sveitarstjórnarfundar.

Bjarni Jónsson tók til máls með leyfi varaforseta, þá Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Sigriður Svavarsdóttir og Sigurjón Þórðarson.

Frestunartillaga Jóns Magnússonar var borin undir atkvæði og felld með fimm atkvæðum gegn fjórum. Jón Magnússon dró í framhaldi af þvi tillögu Frjálslynda flokks, Samfylkingar og Sjáfstæðisflokks tilbaka.

Breytingartillaga fulltrúa Framsóknar og Vinstri grænna kom því ekki til afgreiðslu.

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kvaddi sér hljóðs.

3.Tillaga um áheyrnarfulltrúa í byggðarráði

Málsnúmer 1006088Vakta málsnúmer

Fram hefur komið tillaga frá fulltrúum Framsóknarflokks og Vinstri grænna, um að áheyrnarfulltrúar eigi sæti á byggðarráðsfundum.

"Tillaga um áheyrnarfulltrúa samkvæmt 40. grein samþykkta sveitarfélagsins. Þeir flokkar eða framboð sem eiga fulltrúa í sveitarstjórn en hafa ekki fegnið kjörinn byggðarráðsmann, tilnefni áheyrnarfulltrúa til setu í byggðarráði með málfrelsi og tillögurétt."

Fulltrúar Framsóknarflokks og Vinstri grænna.

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Sigurjón Þórðarson, Jón Magnússon kvöddu sér hljóðs, þá Bjarni Jónsson með leyfi varaforseta, Sigurjón Þórðarson og Stefán Vagn Stefánsson.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Tillaga um áheyrnarfulltrúa og varamenn þeirra:

Áheyrnarfulltrúar: Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Sigurjón Þórðarson.

Varamenn: Þorsteinn Tómas Broddason og Hrefna Gerður Björnsdóttir.

Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir því rétt kjörnir.

4.Kjör fulltrúa í stjórn Skagafjarðarveitna ehf.

Málsnúmer 1006142Vakta málsnúmer

Kjör fulltrúa í stjórn Skagafjarðarveitna til fjögurra ára, þrír aðalmenn og jafnmargir til vara.

Forseti bar upp tillögu um fulltrúa í stjórn Skagafjarðarveitna, aðalmenn og varamenn þeirra í sömu röð.

Aðalmenn: Úlfar Sveinsson, Einar Gíslason og Jón Magnússon

Varamenn: Jón Ægir Ingólfsson, Viggó Jónsson og Gísli Sigurðsson.

Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir því rétt kjörnir.

5.Kjör fulltrúa á aðal- og hluthafafund Skagafjarðarveitna ehf

Málsnúmer 1006103Vakta málsnúmer

Kjör fulltrúa á aðal- og hluthafafund Skagafjarðarveitna ehf., til fjögurra ára. Níu aðalfulltrúar og jafnmargir til vara.

Forseti bar upp tillögu um fulltrúa á aðal- og hluthafafund Skagafjarðarveitna.

Aðalmenn: Stefán Vagn Stefánsson, Sigríður Magnúsdóttir, Bjarki Tryggvason, Viggó Jónsson, Bjarni Jónsson, Jón Magnússon, Sigríður Svavarsdóttir, Sigurjón Þórðarson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir. .

Varamenn: Þórdís Friðbjörnsdóttir, Einar E Einarsson, Elinborg Hilmarsdóttir, Ingi Björn Árnason, Gísli Árnason, Gísli Sigurðsson, Haraldur Þór Jóhannsson, Hefna Gerður Björnsdóttir og Þorsteinn Tómas Broddason.

Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir því rétt kjörnir.

6.Kjör í menningar- og kynningarnefnd

Málsnúmer 1006098Vakta málsnúmer

Kjör í menningar- og kynningarnefnd til fjögurra ára, þrír aðalmenn og jafnmargir til vara.

Forseti bar upp tillögu um fulltrúa í menningar- og kynningarnefnd, aðalmenn og varamenn þeirra í sömu röð.

Aðalmenn: Björg Baldursdóttir, Sigríður Magnúsdóttir og Hrefna Gerður Björnsdóttir.

Varamenn: Gísli Árnason, Ingibjörg Huld Þórðardóttir og Pálmi Sighvatsson.

Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir því rétt kjörnir.

7.Kjör í atvinnu- og ferðamálanefnd

Málsnúmer 1006097Vakta málsnúmer

Kjör í atvinnu- og ferðamálanefnd til fjögurra ára, þrír aðalmenn og jafnmargir til vara.

Forseti bar upp tillögu um fulltrúa í atvinnu- og ferðamálanefnd, aðalmenn og varamenn þeirra í sömu röð.

Aðalmenn: Bjarni Jónsson, Viggó Jónsson og Ingvar Björn Ingimundarson.

Varamenn: Harpa Kristinsdóttir, Elín Gróa Karlsdóttir og Pálmi Sighvatsson.

Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir því rétt kjörnir.

8.Kjör í umhverfis- og samgöngunefnd

Málsnúmer 1006096Vakta málsnúmer

Kjör í umhverfis- og samgöngunefnd til fjögurra ára, þrír aðalmenn og jafnmargir til vara.

Forseti bar upp tillögu um fulltrúa í umhverfis- og samgöngunefnd, aðalmenn og varamenn þeirra í sömu röð.

Aðalmenn: Sigríður Magnúsdóttir, Harpa Kristinsdóttir og Svanhildur Guðmundsdóttir.

Varamenn: Þórdís Friðbjörnsdóttir, Sigurlaug K Konráðsdóttir og Árni Gísli Brynleifsson.

Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir því rétt kjörnir.

9.Kjör í landbúnaðarnefnd

Málsnúmer 1006095Vakta málsnúmer

Kjör í landbúnaðarnefnd til fjögurra ára, þrír aðalmenn og jafnmargir til vara.

Forseti bar upp tillögu um fulltrúa í landbúnaðarnefnd, aðalmenn og varamenn þeirra í sömu röð.

Aðalmenn: Ingi Björn Árnason, Valdimar Sigmarsson og Haraldur Þór Jóhannsson

Varamenn: Einar E Einarsson, Arnþrúður Heimisdóttir og Atli Víðir Arason

Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir því rétt kjörnir.

10.Kosning forseta sveitarstjórnar

Málsnúmer 1006083Vakta málsnúmer

Kosning til forseta sveitarstjórnar til eins árs í senn.

Stefán Vagn Stefánsson bað um orðið og bar upp tillögu um forseta sveitarstjórnar, Bjarna Jónsson. Aðrar tilnefningar komu ekki fram og telst hann því rétt kjörinn.

11.Kjör í barnaverndarnefnd

Málsnúmer 1006093Vakta málsnúmer

Kjör í barnaverndarnefnd til fjögurra ára, fjórir aðalmenn og jafnmargir til vara. Forseti bar upp tillögu um fulltrúa í barnaverndarnefnd, aðalmenn og varamenn þeirra í sömu röð.

Aðalmenn: Þórdís Friðbjörnsdóttir, Hjalti Árnason, Ingimundur Guðjónsson og Árni Egilsson.

Varamenn: Karl Lúðvíksson, Ingileif Oddsdóttir, Guðrún Jóhannsdóttir og Jórunn Árnadóttir.

Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir því rétt kjörnir.

12.Kjör í félags- og tómstundanefnd

Málsnúmer 1006092Vakta málsnúmer

Kjör í félags- og tómstundanefnd til fjögurra ára, þrír aðalmenn og jafnmargir til vara.

Forseti bar upp tillögu um fulltrúa í félags- og tómstundanefnd, aðalmenn og varamenn þeirra í sömu röð.

Aðalmenn: Arnrún H. Arnórsdóttir, Bjarki Tryggvason og Þorsteinn Tómas Broddason.

Varamenn: Lína Dögg Halldórsdóttir, Elinborg Hilmarsdóttir og Guðrún Helgadóttir.

Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir því rétt kjörnir.

13.Kjör í fræðslunefnd

Málsnúmer 1006091Vakta málsnúmer

Kjör í fræðslunefnd til fjögurra ára, þrír aðalmenn og jafnmargir til vara.

Forseti bar upp tillögu um fulltrúa í fræðslunefnd, aðalmenn og varamenn þeirra í sömu röð.

Aðalmenn: Bjarki Tryggvason, Jenný Inga Eiðsdóttir og Sigríður Svavarsdóttir.

Varamenn: Elín Gróa Karlsdóttir, Úlfar Sveinsson og Málfríður Haraldsdóttir

Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir því rétt kjörnir.

14.Kosning skoðunarmanna

Málsnúmer 1006090Vakta málsnúmer

Kosning um skoðunarmenn til fjögurra ára, tvo aðalmenn og tvo til vara.

Forseti bar upp tillögu um skoðunarmenn, aðalmenn og varamenn þeirra í sömu röð.

Aðalmenn: Sigurbjörn Bogason og Gísli Gunnarsson.

Varamenn: Ásta Pálmadóttir og Anna Halldórsdóttir

Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir því rétt kjörnir.

15.Kosning í byggðarráð

Málsnúmer 1006087Vakta málsnúmer

Kosning um fulltrúa í byggðarráð til eins árs í senn, þrjá aðalmenn og þrjá til vara.

Forseti bar upp tillögu um fulltrúa í byggðarráð, aðalmenn og varamenn þeirra í sömu röð.

Aðalmenn: Stefán Vagn Stefánsson, Bjarni Jónsson og Jón Magnússon.

Varamenn: Viggó Jónsson, Gísli Árnason og Sigríður Svavarsdóttir.

Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir því rétt kjörnir.

16.Kosning skrifara sveitarstjórnar

Málsnúmer 1006086Vakta málsnúmer

Kosning skrifara sveitarstjórnar til eins árs í senn, tvo aðalmenn og tvo til vara.

Forseti bar upp tillögu um skrifara sveitarstjórnar, aðalmenn og varamenn þeirra í sömu röð.

Aðalmenn: Sigríður Magnúsdóttir og Sigríður Svavarsdóttir.

Varmenn: Bjarki Tryggvason og Sigurjón Þórðarson.

Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir því rétt kjörnir.

17.Kosning annars varaforseta sveitarstjórnar

Málsnúmer 1006085Vakta málsnúmer

Kosning annars varaforseta sveitarstjórnar til eins árs í senn.

Forseti bar upp tillögu um annan varaforseta sveitarstjórnar, Grétu Sjöfn Guðmundsdóttur. Aðrar tilnefningar komu ekki fram og telst hún því rétt kjörin.

18.Kosning fyrsta varaforseta sveitarstjórnar

Málsnúmer 1006084Vakta málsnúmer

Kosning fyrsta varaforseta sveitarstjórnar til eins árs í senn.

Nýkjörinn forseti sveitarstjórnar, Bjarni Jónsson, tók við fundarstjórn og bar upp tillögu um fyrsta varaforseta sveitarstjórnar, Sigríði Magnúsdóttur. Aðrar tilnefningar komu ekki fram og telst hún því rétt kjörin.

Fundi slitið - kl. 17:23.