Fara í efni

Úttektir á leik- og grunnskólum

Málsnúmer 1008322

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 527. fundur - 09.09.2010

Lagt fram til kynningar erindi frá mennta- og menningarmálaráðuneyti þar sem tilkynnt er að það hyggist láta gera stofnanaúttektir á þremur leikskólum og þremur grunnskólum á haustmisseri 2010, sbr.lög nr. 90/2008, 91/2008 og gildandi reglugerðir um mat og eftirlit. Auglýst er eftir sveitarfélögum sem hafa áhuga á því að fram fari úttekt á starfi leik- og/eða grunnskóla inna þeirra. Umsóknarfrestur er til 16. september nk.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 268. fundur - 21.09.2010

Afgreiðsla 527. fundar byggðaráðs staðfest á 268. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 62. fundur - 13.10.2010

Lagt fram bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, þar sem tilkynnt er að Árskóli sé meðal þeirra þriggja grunnskóla sem valdir hafa verið til ytri úttektar. 38 umsóknir frá 17 sveitarfélögum bárust um úttekt sem fara á fram á tímabilinu október til desember.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 271. fundur - 02.11.2010

Afgreiðsla 62. fundar fræðslunefndar staðfest á 271. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.