Fara í efni

Fundur með fjárlaganefnd haustið 2010

Málsnúmer 1009072

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 528. fundur - 16.09.2010

Lagt fram erindi frá fjárlaganefnd Alþingis þar sem nefndin býður fulltrúum sveitarfélaga til viðtals vegna verkefna heima í héraði. Áætlaðir fundardagar eru 27. og 28. september nk. Að auki er boðið upp á fjarfund þann 29. september. Óskað er eftir að beiðni um fund berist fyrir 17. september 2010.

Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að bóka fund þriðjudaginn 28. september nk. eh. og vinna að öflun upplýsinga til að leggja fyrir næsta byggðarráðsfund.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 268. fundur - 21.09.2010

Afgreiðsla 528. fundar byggðaráðs staðfest á 268. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 529. fundur - 23.09.2010

Lagður fram tölvupóstur þar sem tilkynnt er að fjárlaganefnd hafi frestað fundum með sveitarstjórnum um óákveðinn tíma.

Byggðarráð óskar eftir að fyrir næsta fund ráðsins liggi fyrir tillögur að erindi fyrir fjárlaganefndina.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 530. fundur - 07.10.2010

Lagður fram tölvupóstur frá nefndasviði Alþingis þar sem fram kemur að fundur fulltrúa sveitarfélagsins og fjárlaganefndar hafi verið ákveðinn föstudaginn 15. október 2010, kl. 16:40.

Samþykkt að sveitarstjóri, byggðarráðsfulltrúar og áheyrnarfulltrúar í byggðarráði sæki þennan fund.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 271. fundur - 02.11.2010

Afgreiðsla 529. fundar byggðaráðs staðfest á 271. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 271. fundur - 02.11.2010

Afgreiðsla 530. fundar byggðaráðs staðfest á 271. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.