Umhverfis- og samgöngunefnd-fjárhagsáætlun 2011
Málsnúmer 1011011
Vakta málsnúmerUmhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 63. fundur - 22.11.2010
Á dagskrá gerð fjárhagsáætlunar v 2011.
Fjárhagsáætlun 2011 fyrri umræða. Helga Gunnlaugsdóttir fór yfir liði 11090 sameiginlegir liðir, 11410 opin svæði og 11610 skreytingar. Í öllum þessum liðum er um lækkun að ræða frá þessu ári. Stefnt er að liður 11 Umhverfismál verði i heild sinni innan fjárhagsrammans 50 milljónir. Reiknað er með óbreyttu framlagi ríkisins til refa- og minnkaveiða. Liður 10 Samgöngumál, stefnt að því að þessi liður verði innan fjárlagarammans 56 milljónir. Vernharð Guðnason slökkviliðsstjóri fór yfir málaflokk 07 Brunavarnir og almannavarnir. Niðurstöðutala 49.376.052 kr og tekur sú áætlun mið af rekstri undanfarinna ára. Ramminn er 50 milljónir. Málflokkur 08 Hreinlæismál. Umhverfis- og samgöngunefnd gerir að tillögu sinni breytta gjaldskrá fyrir sorpurðun og sorphirðu sem gerir ráð fyrir auknum tekjum til að mæta auknum kostnaði við flutning á sorpi vestur í Stekkjavík. Miðað við þá breytingu sem fellst í gjaldskrártillögunni næst að hald lið 08 innan fjáhagsrammans. Þessum dagskrárlið vísað til byggðarráðs.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 272. fundur - 30.11.2010
Afgreiðsla 62. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 272. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 272. fundur - 30.11.2010
Forseti gerir tillögu um að vísa þessum lið til afgreiðslu 5. liðar á dagskrá, eða 17. liðar í þessari fundagerð, Fjárhagsáætlun 2011. Var það samþykkt samhljóða.
Afgreiðsla 63. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 272. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 64. fundur - 10.12.2010
Á dagskrá gerð fjárhagsáætlunar v 2011.
Fjárhagsáætlun 2011 fyrri umræða. Farið yfir liði 08 Hreinlætismál, 10 Samgöngumál og 11 umhverfismál. Niðurstöðutölur liður 08, tekjur kr. 60.274.000.- gjöld kr 83.230.000.- og rekstrarniðurstaða kr.22.956.000.-Niðurstöðutölur liður 10, tekjur kr. 7.000.000.- gjöld kr 62.960.000.- og rekstrarniðurstaða kr.55.960.000.-Niðurstöðutölur liður 11, tekjur kr. 2.071.000.- gjöld kr 52.069.000.- og rekstrarniðurstaða kr.49.998.000.- Þessum lið vísað til byggðaráðs.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 540. fundur - 16.12.2010
Byggðarráð samþykkir að vísa afgreiðslu þessa dagskrárliðar til afgreiðslu 22. liðar á dagskrá fundarins, 1009043 Fjárhagsáætlun 2011.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 273. fundur - 21.12.2010
Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu þessar liðar, til afgreiðslu 3. liðar á dagskrá fundarins, Fjárhagsáætlun 2011. Var það samþykkt samhljóða.
Afgreiðsla 540. fundar byggðaráðs staðfest á 273. fundi sveitarstjórnar með átta atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 273. fundur - 21.12.2010
Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu þessar liðar, til afgreiðslu 3. liðar á dagskrá fundarins, Fjárhagsáætlun 2011. Var það samþykkt samhljóða.
Afgreiðsla 64. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 273. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Helga Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri lagði fram mannafla og tækjalista vegna verkefna næsta árs og fór yfir hann og helstu verkefni. Fjárhagsáætlun rædd í framhaldi af yfirferð Helgu. Áætla þarf kostnað á umhverfisverkefnin til að auvelda forgangsröðun þeirra við gerð fjárhagsáætlunar.