Fara í efni

Skagafjarðarhafnir - Fjárhagsáætlun 2011

Málsnúmer 1011014

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 62. fundur - 10.11.2010

Gunnar Steingrímsson yfirhafnarvörður lagði fram tillögu að fjárhagsáætlun fyrir Hafnarsjóð Skagafjarðar. Niðurstöðutölur eru tekjur kr. 63.714.000.- og gjöld 56.878.400.- Tekjuafgangur 6.835.600.- Farið yfir tillögurnar. Samþykkt að skoða kostnað við flotbryggjur.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 272. fundur - 30.11.2010

Forseti gerir tillögu um að vísa þessum lið til afgreiðslu 5. liðar á dagskrá, eða 17. liðar í þessari fundagerð, Fjárhagsáætlun 2011. Var það samþykkt samhljóða.

Afgreiðsla 62. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 272. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 540. fundur - 16.12.2010

Byggðarráð samþykkir að vísa afgreiðslu þessa dagskrárliðar til afgreiðslu 22. liðar á dagskrá fundarins, 1009043 Fjárhagsáætlun 2011.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 273. fundur - 21.12.2010

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu þessar liðar, til afgreiðslu 3. liðar á dagskrá fundarins, Fjárhagsáætlun 2011. Var það samþykkt samhljóða.

Afgreiðsla 540. fundar byggðaráðs staðfest á 273. fundi sveitarstjórnar með átta atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá.