Stuðningur við rekstur sundlaugar
Málsnúmer 1011056
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 272. fundur - 30.11.2010
Afgreiðsla 535. fundar byggðaráðs staðfest á 272. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 540. fundur - 16.12.2010
Erindi frá fulltrúum íbúa að Hólum í Hjaltadal, Starfsmannafélags Hólaskóla og Nemendafélags Hólaskóla varðandi ósk um aðkomu sveitarfélagsins að rekstri sundlaugarinnar að Hólum. Áður tekið fyrir á 535. fundi byggðarráðs og óskað eftir frekari gögnum sem hafa nú borist.
Byggðarráð telur ekki forsendur fyrir því að taka þátt í rekstri laugarinnar umfram það sem nú er gert. Byggðarráð felur sveitarstjóra að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 273. fundur - 21.12.2010
Afgreiðsla 540. fundar byggðaráðs staðfest á 273. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Lagt fram erindi undirritað af fulltrúum íbúa að Hólum í Hjaltadal, Starfsmannafélags Hólaskóla og Nemendafélags Hólaskóla, þar sem farið er þess á leit að sveitarfélagið styrki rekstur sundlaugarinnar að Hólum yfir vetrarmánuðina með framlagi sem dugi fyrir kostnaði við kaup á laugarvatni og klór. Er það af bréfriturum talið vera um 1,2 milljónir króna fyrir tímabilið.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að óska eftir frekari gögnum varðandi rekstur sundlaugarinnar.