Fara í efni

Áframhaldandi stuðningur við áætlanaflug

Málsnúmer 1011152

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 537. fundur - 25.11.2010

Lagt fram til kynningar bréf frá sveitarstjóra til ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála varðandi ósk um áframhaldandi stuðning ríkisins við áætlunarflug til og frá Alexandersflugvelli við Sauðárkrók.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 272. fundur - 30.11.2010

Afgreiðsla 537. fundar byggðaráðs staðfest á 272. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 539. fundur - 09.12.2010

Lagt fram til kynningar bréf frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu varðandi ríkisstyrkt áætlunarflug milli Reykjavíkur og Sauðárkróks.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 273. fundur - 21.12.2010

Afgreiðsla 539. fundar byggðaráðs staðfest á 273. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 273. fundur - 21.12.2010

Tillaga að ályktun sveitarstjórnar:

Áframhaldandi áætlunarflugi um Sauðárkrók fagnað

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar fagnar samkomulagi sem gert er fyrir tilstuðlan samgönguráðherra við flugfélagið Erni um áframhaldandi flug til Sauðárkróks. Með því er komið í veg fyrir að flug leggist af frá áramótum eins og áður hafði verið boðað. Flug um Sauðárkrók gegnir þýðingarmiklu hlutverki fyrir skagfirskt samfélag og atvinnulíf og nú gefst tækifæri til að treysta grunn þess enn frekar.

Stefán Vagn Stefánsson

Bjarni Jónsson

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kvaddi sér hljóðs.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.