Fara í efni

Markmið laga um félagsþjónustu sveitarfélaga

Málsnúmer 1101054

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 542. fundur - 13.01.2011

Lagt fram til kynningar bréf frá velferðarráðuneytinu þar sem velferðarráðherra beinir þeim tilmælum til sveitarstjórna að þær tryggi að einstaklingar hafi að lágmarki sambærilega fjárhæð og atvinnuleysisbætur til framfærslu á mánuði.

Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til félags- og tómstundanefndar til umsagnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 274. fundur - 25.01.2011

Afgreiðsla 542. fundar byggðaráðs staðfest á 274. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 168. fundur - 26.01.2011

Vísað frá byggðarráði. Lagt fram bréf velferðarráðherra frá 17. janúar til allra sveitarfélaga í landinu.

Félags- og tómstundanefnd telur ekki ástæðu til breyta reglum um viðmið grunnfjárhæðar sem er nú 82% af atvinnuleysisbótum skv. samþykkt nefndarinnar 14. des. s.l. Að auki hefur félagsþjónustan ýmis önnur úrræði til sérstakrar aðstoðar ef þörf krefur.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 275. fundur - 22.02.2011

Afgreiðsla 168. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 275. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.