Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar
1.Fjárhagsaðstoð 2011 trúnaðarmál
Málsnúmer 1101147Vakta málsnúmer
Lögð fyrir 8 mál, umsóknir samþykktar í 7 málum en að hluta í einu þeirra. Sjá trúnaðarbók.
2.Samráðshópur áfallahjálpar - tilnefning
Málsnúmer 1101138Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf HS dags. 17. janúar 2011 um tilnefningu í samráðshóp um áfallahjálp. Aðalbjörg Hallmundsdóttir er tilnefnd fulltrúi sveitarfélagsins og Selma Barðdal til vara.
3.Styrkumsókn - eldri borgarar á Löngumýri
Málsnúmer 1011187Vakta málsnúmer
Samþykktur styrkur 70.000 kr. til félagsstarfs eldri borgara á Löngumýri í samræmi við forsendur fjárhagsáætlunar. Greiðist af gjaldalið 02400.
4.Umsókn um styrk fyrir starfárið 2011
Málsnúmer 1009099Vakta málsnúmer
Lögð fram umsókn frá Félagi eldri borgara í Skagafirði. Samþykktur styrkur 210.000 kr. í samræmi við forsendur fjárhagsáætlunar. Greiðist af gjl. 02400
5.Umsókn um rekstrarstyrk 2011
Málsnúmer 1011050Vakta málsnúmer
Lögð fram umsókn Kvennaathvarfsins um rekstrarstyrk árið 2011. Samþykktur styrkur kr 80.000 sem er 20% lækkun frá fyrra ári í samræmi við lækkun annarra styrkja.
6.Viðmiðunarupphæð fjárhagsaðstoðar
Málsnúmer 1101054Vakta málsnúmer
Vísað frá byggðarráði. Lagt fram bréf velferðarráðherra frá 17. janúar til allra sveitarfélaga í landinu.
Félags- og tómstundanefnd telur ekki ástæðu til breyta reglum um viðmið grunnfjárhæðar sem er nú 82% af atvinnuleysisbótum skv. samþykkt nefndarinnar 14. des. s.l. Að auki hefur félagsþjónustan ýmis önnur úrræði til sérstakrar aðstoðar ef þörf krefur.
7.Körfuknattleiksdeild - gólfefni í íþróttahúsi
Málsnúmer 1101071Vakta málsnúmer
Frístundastjóri og Íþróttafulltrúi kynna stöðu málsins. Nefndin telur að hér sé um viðhaldsverkefni að ræða. Dúkurinn í íþróttahúsi Sauðárkróks er 14 ára gamall og endingartími hans talinn 12-18 ár. Ljóst er að skipta þarf um dúk innan fárra ára. Tæknideild hefur verið falið,í samstarfi við íþróttafulltrúa, að vinna kostnaðargreiningu á verkinu og óskað nefndin eftir að þeirri vinnu verði lokið í mars.
Fundi slitið - kl. 12:33.