Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

542. fundur 13. janúar 2011 kl. 09:00 - 10:45 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Bjarni Jónsson varaform.
  • Jón Magnússon aðalm.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
  • Sigurjón Þórðarson áheyrnarftr.
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
  • Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Skipun ráðgjafahóps til að fara yfir rekstur sveitarfélagsins og stofnana þess

Málsnúmer 1010265Vakta málsnúmer

Á fund nefndarinnar mætti ráðgjafahópur sem settur hefur verið á laggirnar til þess að fara yfir rekstur sveitarfélagsins og stofnana þess. Hópinn skipa Jón E. Friðriksson, Guðmundur B. Eyþórsson og Guðrún Lárusdóttir.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að kalla hópinn saman til fyrsta fundar.

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað:

"Samfylkingin telur mikilvægt að ráðgjafahópnum verði sett erindisbréf þar sem fram komi markmið nefndarstarfsins, vinnutilhögun og skipunartími. Kostnaðaráætlun liggur ekki fyrir, en hópurinn er tekin til starfa. Þetta ber ekki vott um góða stjórnsýslu."

2.Körfuknattleiksdeild - gólfefni í íþróttahúsi

Málsnúmer 1101071Vakta málsnúmer

Á fund byggðarráðs kom Geir Eyjólfsson, formaður körfukn.deildar Umf. Tindastóls og Gunnar Gestsson formaður aðalstjórnar Umf. Tindastóls til að ræða um möguleika á endurnýjun gólfefnis í sal Íþróttahússins á Sauðárkróki. Einnig sátu fundinn undir þessum dagskrárlið Ingvar Páll Ingvarsson frá tæknideild sveitarfélagsins og María Björk Ingvadóttir frístundastjóri og Sævar Pétursson íþróttafulltrúi.

3.Kveðja frá Esbo

Málsnúmer 1101060Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá vinabæ Sveitarfélagsins Skagafjarðar í Finnlandi, Esbo (Espoo), þar sem Marketta Kokkonen borgarstjóri tilkynnir að hún hafi látið af störfum um síðustu áramót, eftir að hafa gegnt stöðunni í 15 ár. Eftirmaður hennar er Jukka Mäkenlä.

4.Markmið laga um félagsþjónustu sveitarfélaga

Málsnúmer 1101054Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá velferðarráðuneytinu þar sem velferðarráðherra beinir þeim tilmælum til sveitarstjórna að þær tryggi að einstaklingar hafi að lágmarki sambærilega fjárhæð og atvinnuleysisbætur til framfærslu á mánuði.

Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til félags- og tómstundanefndar til umsagnar.

Fundi slitið - kl. 10:45.