Körfuknattleiksdeild - gólfefni í íþróttahúsi
Málsnúmer 1101071
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 274. fundur - 25.01.2011
Afgreiðsla 542. fundar byggðaráðs staðfest á 274. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 168. fundur - 26.01.2011
Frístundastjóri og Íþróttafulltrúi kynna stöðu málsins. Nefndin telur að hér sé um viðhaldsverkefni að ræða. Dúkurinn í íþróttahúsi Sauðárkróks er 14 ára gamall og endingartími hans talinn 12-18 ár. Ljóst er að skipta þarf um dúk innan fárra ára. Tæknideild hefur verið falið,í samstarfi við íþróttafulltrúa, að vinna kostnaðargreiningu á verkinu og óskað nefndin eftir að þeirri vinnu verði lokið í mars.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 275. fundur - 22.02.2011
Afgreiðsla 168. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 275. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Á fund byggðarráðs kom Geir Eyjólfsson, formaður körfukn.deildar Umf. Tindastóls og Gunnar Gestsson formaður aðalstjórnar Umf. Tindastóls til að ræða um möguleika á endurnýjun gólfefnis í sal Íþróttahússins á Sauðárkróki. Einnig sátu fundinn undir þessum dagskrárlið Ingvar Páll Ingvarsson frá tæknideild sveitarfélagsins og María Björk Ingvadóttir frístundastjóri og Sævar Pétursson íþróttafulltrúi.