Fara í efni

Hafnarframkvæmdir 2011

Málsnúmer 1102023

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 65. fundur - 17.02.2011

Tekið fyrir bréf Siglingastofnunar Íslands dagsett 26.01.2011. Þar er gerð grein fyrir að í samgönguáætlun 2009-2012 sé gert ráð fyrir að á árinu 2011 verði varið 14,9 milljónum króna til nýframkvæmda í hafnargerð og 6,6 milljónum í sjóvarnargarða í sveitarfélaginu. Þetta er hluti ríkisins sem er 75% af áætluðum kostnaði. Þau verk sem hér um ræðir eru lenging og endurbygging sandfangara í Sauðárkrókshöfn og lenging sjóvarna við Hraun á Skaga. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að ráðist verði í ofangreindar framkvæmdir og vísar erindinu til Byggðarráðs vegna fjárveitingar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 275. fundur - 22.02.2011

Afgreiðsla 65. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 275. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 547. fundur - 24.02.2011

Erindinu vísað frá 65. fundi umhverfis- og samgöngunefndar og varðar framkvæmdir við lengingu og endurbyggingu sandfangara í Sauðárkrókshöfn og lengingu sjóvarna við Hraun á Skaga á árinu 2011 samkvæmt samgönguáætlun 2009-2012. Óskar nefndin eftir fjárveitingu frá byggðarráði vegna þátttöku sveitarfélagsins í verkefnunum að upphæð 11 milljónum króna.

Byggðarráð samþykkir að verkefnin verði unnin og verði fjármögnuð af Hafnarsjóði Skagafjarðar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 276. fundur - 22.03.2011

Afgreiðsla 547. fundar byggðaráðs staðfest á 276. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.