Fara í efni

Rekstur Vinnuskólans sumarið 2011

Málsnúmer 1103094

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 170. fundur - 22.03.2011

Lögð var fram tillaga um fyrirkomulag vinnuskólans 2011, nefndin hefur engar athugasemdir við fyrirkomulagið, enda er það innan fjárhagsramma málaflokksins. Nefndin hvetur starfsmenn sveitafélagsins til að sækja um styrki vegna átaksverkefnisins fyrir 16 til 18 ára og leita til atvinnu og ferðamála nefndar um samvinnu.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 277. fundur - 02.05.2011

Afgreiðsla 170. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 277. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 173. fundur - 19.05.2011

Ivano Tasin kynnir stöðu Vinnuskólans í upphafi sumars. Metþátttaka er í skólann að þessu sinni, nú þegar hafa nærri 180 unglingar í 7.-10.bekkjum sótt um. Það jafngildir 70% allra unglinga í Skagafirði en 95% unglinga á Sauðárkróki í þessum árgöngum munu sækja Vinnuskólann í sumar. Fimmtán hafa sótt um vinnu í gegnum átakið V.I.T. fyrir 16-18 ára unglinga og fá þeir allir vinnu.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 280. fundur - 21.06.2011

Afgreiðsla 173. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 280. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 177. fundur - 27.09.2011

María Björk Ingvadóttir sat fundinn undir þessu lið.

Frístundastjóri kynnir rekstur Vinnuskólans í sumar. Aldrei fyrr hafa jafn margir unglingar sótt Vinnuskólann.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 283. fundur - 19.10.2011

Afgreiðsla 177. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 283. fundi sveitarstjórnar með átta atkvæðum.