Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar
1.1. Landsmót UMFÍ 50
Málsnúmer 1102117Vakta málsnúmer
Lagt var fram bréf frá UMFÍ þar sem óskað var eftir umsóknum vegna Landsmóts 50+.
Nefndinni lýst vel á hugmyndina hvetur íþróttahreyfinguna til að kanna hvort ástæða sé til að sækja um að Skagafjörður verði mótsstaður.
2.Hús frítímans: Athugasemd við útleigu
Málsnúmer 1103051Vakta málsnúmer
Nefndin leggur áherslu á að húsið sé ekki á samkeppnismarkaði, og strangt sé farið eftir þeim reglum sem gilda um útleigu Húss frítímans.
3.Árs afmæli sundlaugarinnar á Hofsósi
Málsnúmer 1103093Vakta málsnúmer
Ótthar kynnti fyrirkomulag vegna 1.árs afmælis sundlaugarinnar á Hofsósi.
4.Rekstur sundlauga sumarið 2011
Málsnúmer 1103081Vakta málsnúmer
Málið lagt fram til kynningar.
5.Rekstur Vinnuskólans sumarið 2011
Málsnúmer 1103094Vakta málsnúmer
Lögð var fram tillaga um fyrirkomulag vinnuskólans 2011, nefndin hefur engar athugasemdir við fyrirkomulagið, enda er það innan fjárhagsramma málaflokksins. Nefndin hvetur starfsmenn sveitafélagsins til að sækja um styrki vegna átaksverkefnisins fyrir 16 til 18 ára og leita til atvinnu og ferðamála nefndar um samvinnu.
6.Velferðarsjóður íþróttahreyfingarinnar
Málsnúmer 1103072Vakta málsnúmer
UMSS og Tindastóll hyggjast stofna velferðarsjóð íþróttahreyfingarinnar í Skagafirði í þeim tilgangi að létta efnaminni foreldrum þátttöku barna sinna í íþróttastarfi. Félögin hafa óskað eftir að Sveitarfélagið Skagafjörður taki þátt í þessi verkefni með fjárframlagi, helming á móti framlagi íþróttafélaganna. Nefndin tekur vel í erindið. Ekki er gert ráð fyrir þessu í fjárhagsáætlun 2011. Því er málinu vísað til Byggðaráðs til frekari ákvörðunar.
7.Fjárhagsaðstoð 2011 trúnaðarmál
Málsnúmer 1101147Vakta málsnúmer
Aðalbjörg Hallmundsdóttir gerði grein fyrir 3 umsóknum. Samþykkt fjárhagsaðstoð í 3 málum. Sjá trúnaðarbók.
8.Reglur um niðurgreiðslu Sveitarfélagsins Skagafjarðar á daggæslu í heimahúsum.
Málsnúmer 1009169Vakta málsnúmer
Samþykkt breyting á tíundu grein reglna um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum. Breyting var gerð á fyrstu málsgrein og þriðja og fjórða lið greinarinnar. Breytingin gildi í eitt ár frá 1. september 2011.
10. Niðurgreitt er með eftirfarandi hætti fyrir börn fram að þeim tíma er barni býðst leikskólapláss:
- Fyrir börn einstæðra foreldra og foreldra þar sem báðir aðilar eru í fullu námi getur niðurgreiðsla hafist um mánaðarmót eftir 6 mánaða aldur barns.
- Fyrir öll önnur börn hefst niðurgreiðsla um mánaðarmót eftir 9 mánaða aldur barns.
- Hafni foreldrar leikskólaplássi fyrir barn sem orðið er 18 mánaða helmingast niðurgreiðslan og fellur að fullu niður eftir 24 mánaða aldur barnsins.
- Ef um sérstakar félagslegar eða heilsufarslegar aðstæður er að ræða er hægt að sækja um undanþágu frá ofangreindum aldursmörkum til félags- og tómstundanefndar.
Vísað til Sveitarstjórnar til samþykktar.
9.ADHD - Styrkir til verkefna
Málsnúmer 1103041Vakta málsnúmer
Umsókn sveitarfélagsins um verkefnastyrk til að halda áfram Fléttunni - verkefni til að efla nærþjónustu við langveik börn og börn með ADHD/ADD hefur hlotið jákvæða afgreiðsu Velferðarráðuneytsins sem samþykkti að styrkja verkefnið um kr. 3.000.000.
10.Drög að nýrri gjaldskrá heimaþjónustunnar
Málsnúmer 1103067Vakta málsnúmer
Staðfest uppfærsla á viðmiðunarupphæðum gjaldskrár sem samþykkt var við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011.
11.Samningur um akstur fyrir Dagvist aldraðra 2011
Málsnúmer 1103096Vakta málsnúmer
Lagður fram samningur um akstur fyrir dagvist aldraðra. Nefndin samþykkir samninginn og vísar til Byggðaráðs.
12.Samningur um heimsendingu matar
Málsnúmer 1103124Vakta málsnúmer
Lagður fram samningur um heimsendingu matar. Nefndin samþykkir samninginn og vísar til Byggðaráðs.
13.Styrkbeiðni - félag eldri borgara Hofsósi
Málsnúmer 1103078Vakta málsnúmer
Samþykktur styrkur kr. 70.000 í samræmi við fjárhagsáætlun.
Fundi slitið - kl. 10:55.