Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar
1.Rekstur Vinnuskólans sumarið 2011
Málsnúmer 1103094Vakta málsnúmer
Ivano Tasin kynnir stöðu Vinnuskólans í upphafi sumars. Metþátttaka er í skólann að þessu sinni, nú þegar hafa nærri 180 unglingar í 7.-10.bekkjum sótt um. Það jafngildir 70% allra unglinga í Skagafirði en 95% unglinga á Sauðárkróki í þessum árgöngum munu sækja Vinnuskólann í sumar. Fimmtán hafa sótt um vinnu í gegnum átakið V.I.T. fyrir 16-18 ára unglinga og fá þeir allir vinnu.
2.Tillaga um stuðning sveitarfélaga við íþróttastarf
Málsnúmer 1105149Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar bréf frá ÍSÍ en á síðasta ársþingi sambandsins eru sveitarfélög hvött til að draga ekki úr stuðningi til rekstur íþróttafélaga og niðurgreiðslum æfingagjalda til barna og unglinga.
3.Lífsháttakönnun Frístundasviðs 2011
Málsnúmer 1105101Vakta málsnúmer
Frístundastjóri kynnir niðurstöður lífsháttakönnunar sem lögð var fyrir unglinga 8.9.og 10.bekkja í síðasta mánuði, sú sjötta sem lögð er fyrir síðan 2005. Árangur er afar ánægjulegur og eru skagfirskir unglingar langt undir landsmeðaltali í reykingum, drykkju og notkun fíkniefna.
4.Lokaskýrsla verkefnisins allt hefur áhrif
Málsnúmer 1105178Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar niðurstaða verkefnisins "Allt hefur áhrif- einkum við sjálf" sem Sveitarfélagið Skagafjörður tók þátt í ásamt 24 öðrum sveitarfélögum í landinu.Samkvæmt niðurstöðum kannana sem gerðar voru á tímabilinu hefur náðst góður árangur hér í þeim þáttum sem lögð var áhersla á í verkefninu, þ.e. næringu og hreyfingu leik-og grunnskólabarna.
5.Velferðarsjóður íþróttahreyfingarinnar
Málsnúmer 1103072Vakta málsnúmer
Félagsmálastjóri kynnir tillögur að reglum velferðarsjóðs íþróttahreyfingarinnar sem eru samin af formönnum UMSS og UMFT ásamt félagsmálastjóra. Áherslan er á að greiða niður ferðakostnað fyrir börn að 18 ára aldri á íþróttamót. Lögð er áhersla á að umsóknar- og afgreiðsluferlið sé einfalt, að umsækjendum sé sýnt traust til að meta þörf sína sjálfir og mið tekið af nýlegum neysluviðmiðum og reiknivél í skýrslu Velferðarráðuneytisins. Lögð er áhersla á að gæta trúnaðar um persónuupplýsingar.Um tímabundið verkefni er að ræða sem verður endurmetið í árslok. Félags- og tómstundanefnd stendur að því mati ásamt stjórnum UMSS/UMFT. Nefndin staðfestir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til Byggðarráðs til kynningar.
6.Áhugahópur um aðgengi
Málsnúmer 1104084Vakta málsnúmer
Lagt er fram bréf áhugahóps um aðgengismál sem vísað var frá Byggðarráði. Farið yfir aðgengismál þeirra mannvirkja á Sauðárkróki sem undir nefndina heyra og gerðar eru athugasemdir við í skýrslu áhugahópsins ,sem eru: Íþróttahúsið og Sundlaugin á Sauðárkróki. Nefndin vísar þessum athugasemdum til Framkvæmdaráðs og felur starfsmönnum að gera nefndinni grein fyrir niðurstöðum. Nefndin óskar jafnframt eftir því að framkvæmdaráð sjái til þess að gerð verði sambærileg úttekt á öðrum mannvirkjum í eigu sveitarfélagsins utan Sauðárkróks.
7.Fundargerð þjónustuhóps SSNV 110518
Málsnúmer 1105198Vakta málsnúmer
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
8.Málefni fatlaðra og sala fasteigna
Málsnúmer 1105090Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga varðandi eignirnar að Grundarstíg 22 og Fellstúni 19 ásamt minnisblaði félagsmálastjóra. Taka þarf afstöðu til erindis Jöfnunarsjóðs innan mánaðar frá móttöku þess. Málið er á forræði byggðarráðs/stjórnar eignasjóðs og er vísað þangað.
9.Fjárhagsaðstoð 2011 trúnaðarmál
Málsnúmer 1101147Vakta málsnúmer
Lögð fram 3 erindi. Sjá trúnaðarbók.
Fundi slitið - kl. 11:15.
Áheyrnarfulltrúar viku af fundi undir 9. lið en þá kom Aðalbjörg Hallmundsdóttir á fundinn