Málefni fatlaðra og sala fasteigna
Málsnúmer 1105090
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 280. fundur - 21.06.2011
Afgreiðsla 173. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 280. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 557. fundur - 23.06.2011
Málinu vísað frá félags- og tómstundanefnd.
Lagt fram bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga varðandi eignirnar að Grundarstíg 22 og Fellstúni 19 ásamt minnisblaði félagsmálastjóra og svari sveitarstjóra til Jöfnunarsjóðs dags.10. júní um notkun eignanna. Taka þarf afstöðu til erindis Jöfnunarsjóðs innan mánaðar frá móttöku þess. Gunnar M Sandholt félagsmálastjóri og Guðmundur Þór Guðmundsson umsjónarmaður eignasjóðs sátu fundinn undir þessum líð. Guðmundi Þór falið að hafa samband við fasteignasala til að verðmeta eignirnar. Sveitarstjóra falið að annast samningagerð við Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 576. fundur - 15.12.2011
Lagðar fram upplýsingar frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga um söluverð fasteignanna Grundarstígs 22 og Fellstúns 19 á Sauðárkróki annars vegar og hins vegar leiguverð.
Í samræmi við fyrri samþykktir byggðarráðs er sveitarstjóra falið að ganga frá kaupum á framangreindum fasteignum. Gert er ráð fyrir fjármagni til þessara fjárfestinga í fjárhagsáætlun 2011.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 285. fundur - 21.12.2011
Afgreiðsla 576. fundar byggðaráðs staðfest á 285. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Lagt fram bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga varðandi eignirnar að Grundarstíg 22 og Fellstúni 19 ásamt minnisblaði félagsmálastjóra. Taka þarf afstöðu til erindis Jöfnunarsjóðs innan mánaðar frá móttöku þess. Málið er á forræði byggðarráðs/stjórnar eignasjóðs og er vísað þangað.