Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar
1.Fjárhagsaðstoð 2012 trúnaðarbók
Málsnúmer 1201097Vakta málsnúmer
Samþykkt 10 erindi í 9 málum.
2.Aðsókn í sundlaugar árið 2011
Málsnúmer 1201056Vakta málsnúmer
Frístundastjóri kynnir heildar aðsókn í sundlaugar á síðasta ári. 38.492 sóttu laugarnar í Varmahlíð,Sauðárkrók og Hofsósi. Opið var að meðaltali 350 daga á árinu í tæpa 10 þúsund klukkutíma. Að teknu tilliti til heildar fjölda klukkustunda sem opið var eru tæplega 4 að koma í laugarnar til samans að meðaltali hvern opinn klukkutíma, eða 1,3 í hverja laug hverja klukkustund.
3.Afgreiðslutími sundlauga 2012
Málsnúmer 1201153Vakta málsnúmer
Félags-og tómstundanefnd samþykkir tillögu Frístundastjóra um afgreiðslutíma sundlauganna á Hofsósi og Sauðárkróki, einnig samþykkir nefndin fyrir sitt leyti afgreiðslutíman í Varmahlíð og leggur til við samstarfsnefnd sveitafélagsins og Akrahrepps að gera slíkt hið sama.
4.Reglur um útleigu íþróttahússins á Sauðárkróki
Málsnúmer 1110199Vakta málsnúmer
Félags-og tómstundanefnd telur að forsendur þess að leigja íþróttahúsið á Sauðárkróki út til annarrar starfsemi en íþrótta, þurfi að vera til varnarlag til að verja parketið í húsinu. Þess vegna er lagt til við Byggðaráð að keypt verði það varnarlag sem best hentar sem allra fyrst.
5.Samningur um afnot og stuðning við rekstur Reiðhallar
Málsnúmer 1201106Vakta málsnúmer
Félags-og tómstundanefnd gerir athugasemd við tengingu neysluvísitölu inní samningi við Flugu og leggur til að það verði endurskoðað og tekið út strax um næstu áramót. Einnig gerir nefndin athugsemd við að úthlutun tíma til íþróttastarfs sé bundin eingöngu við hestamannafélögin.
6.Skipting styrkja 2012
Málsnúmer 1201077Vakta málsnúmer
Félags-og tómstundanefnd samþykkir tillögu stjórnar UMSS um úthlutun styrkja til einstakra aðildarfélaga sambandsins, að upphæð 9.000.000 króna á árinu 2012 . Styrkupphæðin er fyrst og fremst ætluð barna-og unglingastarfi innan félaga UMSS.
7.Upplýsingarit til kynningar
Málsnúmer 1111193Vakta málsnúmer
Lagt fram upplýsingarit frá félagi æskulýðs- og tómstundafulltrúa á Íslandi.
8.Húsaleigubætur nemenda
Málsnúmer 1108111Vakta málsnúmer
Kynnt var bókun Byggðaráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar frá 12. janúar síðastliðnum, þar sem ákveðið er að greiða nemendum með lögheimili í sveitarfélaginu og búsettir eru á heimavist FNV húsaleigubætur til samræmis við heimavistarnemendur frá öðrum sveitarfélögum.
9.Styrkumsókn 2012- félag eldri borgara í Skagafirði
Málsnúmer 1109183Vakta málsnúmer
Félag eldri borgara í Skagafirði sækir um kr. 250.000 í styrk til almenns félagsstarfs. Samþykkt að veita félaginu kr 210.000 í styrk á árinu 2012 í samræmi við fjárhagsáætlun.
10.Styrkumsókn - félag eldri borgara Löngumýri
Málsnúmer 1112204Vakta málsnúmer
Félag eldri borgara á Löngumýri sækir um styrk að upphæð kr. 100.000 til greiðslu húsaleigu á Löngumýri. Samþykkt að veita félaginu kr. 70.000 í samræmi við fjárhagsáætlun.
11.Kvennaathvarfið - umsókn um rekstrarstyrk 2012
Málsnúmer 1110253Vakta málsnúmer
Kvennaathvarfið vinnur gott starf fyrir fólk á öllu landinu.
Samþykkt að styrkja Kvennaathvarfið um kr. 80.000 á árinu 2012 samkvæmt fjárhagsáætlun.12.Stígamót beiðni um rekstrarstyrk árið 2012
Málsnúmer 1111089Vakta málsnúmer
Ráðgjafi hefur komið frá Stígamótum á Sauðárkrók, tekið viðtöl og haldið utan um stuðningshóp hér á staðnum.
Samþykkt að veita styrk allt að kr 200.000 vegna ferðakostnaðar ráðgjafa Stígamóta til Sauðárkróks. Gert var ráð fyrir hlutdeild í þessum kostnaði við gerð fjárhagsáætlunar. Greiðist af gjaldalið 02890
13.Beiðni um fjárstuðning jan-maí 2012
Málsnúmer 1112209Vakta málsnúmer
Tómstundahópur Rauðakrossdeildarinnar í Skagafirði sækir um kr. 225.000 í styrk til að halda úti starfsemi fyrir fatlað fólk. Erindið samþykkt og er greitt af gjaldalið 02130 félagsleg liðsveisla sbr. fjárhagsáætlun 2012.
14.Málefni fatlaðra - fjárhagsáætlun 2012
Málsnúmer 1201030Vakta málsnúmer
Fjárhagsáætlun SSNV vegna málefna fatlaðra 2012 lögð fram til kynningar.
15.Styrkir vegna verkefna í þágu barna með ADHD
Málsnúmer 1201159Vakta málsnúmer
Sveitarfélagið Skagafjörður fékk úthlutað kr. 4.000.000 styrk frá Velferðarráðuneytinu til verkefna í þágu langveikra barna og barna með ADHD. Styrkurinn fer til Fléttunnar samstarfsverkefni sveitarfélagsins með foreldrum langveikra barna og barna með ADHD.
16.Fundargerð þjónustuhóps SSNV 16.12.11
Málsnúmer 1201037Vakta málsnúmer
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 11:20.