Fara í efni

Reglur um útleigu íþróttahússins á Sauðárkróki

Málsnúmer 1110199

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 178. fundur - 08.11.2011

Félags-og tómstundanefnd samþykkir að fela umsjónarmanni íþróttamannvirkja að kanna hagkvæmustu leiðina til að verja nýtt parketgólf í íþróttahúsinu á Sauðárkróki fyrir skemmdum sem kynnu að verða vegna skemmtanahalds í húsinu.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 284. fundur - 30.11.2011

Afgreiðsla 178. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 284. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 182. fundur - 31.01.2012

Félags-og tómstundanefnd telur að forsendur þess að leigja íþróttahúsið á Sauðárkróki út til annarrar starfsemi en íþrótta, þurfi að vera til varnarlag til að verja parketið í húsinu. Þess vegna er lagt til við Byggðaráð að keypt verði það varnarlag sem best hentar sem allra fyrst.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 581. fundur - 02.02.2012

Undir þessum dagskrárlið kom Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs til viðræðu um möguleg gólfefni til varnar parketi í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki, þegar haldnir eru þar dansleikir og aðrar samkomur.

Byggðarráð samþykkir að fela umsjónarmanni íþróttamannvirkja og tæknideild sveitarfélagsins að koma með tillögur að lausn málsins.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 287. fundur - 07.03.2012

Afgreiðsla 581. fundar byggðaráðs staðfest á 287. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 287. fundur - 07.03.2012

Afgreiðsla 182. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 287. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.