Fara í efni

Þriggja ára áætlun 2014-2016

Málsnúmer 1210039

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 605. fundur - 04.10.2012

Rætt um þriggja ára áætlun 2014-2016.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 294. fundur - 24.10.2012

Sigurjón Þórðarson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun. "Sveitarstjórnarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra, Sigurjón Þórðarson, bókar: Þar sem við blasir að sveitarfélagið kemur til með að þurfa velta fyrir sér hverri krónu á næstu árum til að ná endum saman, er óviðunandi að fara í vinnu við gerð fjárhagsáætlunar til þriggja ára, þegar ekki liggja fyrir grundvallargögn um fjárhagslegar skuldbindingar á borð við fjármögnunar- og verksamning vegna stærstu framkvæmda Sveitarfélagsins Skagafjarðar á kjörtímabilinu".
Afgreiðsla 605. fundar byggðaráðs staðfest á 294. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 608. fundur - 08.11.2012

Þriggja ára áætlun 2014-2016 og vinna við hana rædd.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 609. fundur - 15.11.2012

Lögð fram drög að þriggja ára áætlun 2014-2016 fyrir sveitarfélagið og stofnanir þess.
Byggðarráð samþykkir að vísa fyrirliggjandi þriggja ára áætlun 2014-2016 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 295. fundur - 21.11.2012

Forseti vísar afgreiðslu málsins til 8. liðar á dagskrá. Samþykkt.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 295. fundur - 21.11.2012

Forseti vísar afgreiðslu málsins til 8. liðar á dagskrá. Samþykkt.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 295. fundur - 21.11.2012

Ásta Björg Pálmdóttir tók til máls. Þriggja ára fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana þess, fyrir árin 2014-2016 lögð fram til fyrri umræðu. Áætlunin gerir ráð fyrir rekstrarafgangi samstæðunnar árið 2014 samtals 65.460 þús króna, árið 2015 samtals 89.823 þús króna og árið 2016 samtals 73.024 þús króna. Forseti gerir þá tillögu að áætluninni verði vísað til byggðarráðs og síðari umræðu í sveitarstjórn. Samþykkt með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 612. fundur - 06.12.2012

Farið yfir gögn vegna þriggja ára áætlunar 2014-2016.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 613. fundur - 12.12.2012

Lögð fram til síðari umræðu, drög að þriggja ára áætlun 2014-2016 fyrir sveitarfélagið og stofnanir þess.
Byggðarráð samþykkir að vísa þriggja ára áætlun 2014-2016 til seinni umræðu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 296. fundur - 14.12.2012

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til 15. liðar, þriggja ára áætlun 2014-2016. Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 296. fundur - 14.12.2012

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til 15. liðar, Þriggja ára áætlun 2014-2016. Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 296. fundur - 14.12.2012

Ásta Pálmadóttir sveitarstjóri kynnti þriggja ára áætlun.

Þriggja ára áætlun 2014-2016
Þriggja ára fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árin 2014-2016 hefur verið unnin í samvinnu kjörinna fulltrúa, embættismanna og starfsfólks. Ber að þakka það starf. Við það starf var haft að leiðarljósi að þjónustuskerðingar yrðu sem minnstar gagnvart íbúum og kæmu fram þar sem notkun þjónustu væri minnst. Halda þarf þeirri vinnu áfram og greina enn frekar rekstur einstakra þátta og ákveða þjónustustig sveitarfélagsins til framtíðar. Mikilvægt er að samvinna verði áfram meðal allra sem málið snertir í þeirri viðleitni að ná fram þeim markmiðum sem fram eru sett í áætluninni.
Helstu forsendur áætlunar:
Áætlunin er á áætluðu verðlagi ársins 2013. Útsvarsprósentan er óbreytt á milli ára 14,48%. Fasteignaskattshlutföll breytast ekki á milli ára. Gert er ráð fyrir lækkun launakostnaðar og þá helst með fækkun stöðugilda í samræmi við fyrri ákvörðun sveitarstjórnar.
Rekstur
Samantekið - A og B hluti
Verðlag ársins 2013

Áætlun Áætlun Áætlun
2014 2015 2016
REKSTRARREIKNINGUR
Tekjur: 3.621.911 3.626.645 3.616.145


Gjöld: 3.233.634 3.230.145 3.237.227
Niðurstaða án fjármagnsliða 388.277 396.500 378.918

Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) -231.000 -219.741 -218.198


Rekstrarniðurstaða 157.277 176.759 160.720

EFNAHAGSREIKNINGUR
Eignir
Fastafjármunir 6.353.479 6.291.394 6.224.921

Veltufjármunir:
Veltufjármunir 468.336 562.985 745.314
Eignir samtals 6.821.816 6.854.379 6.970.235


Eiginfjárreikningar:
Eigið fé 1.241.648 1.418.406 1.579.126
Skuldbindingar:
Lífeyrisskuldbindingar 811.620 811.620 811.620
Langtímaskuldir:
Skuldir við lánastofnanir 3.760.779 3.577.854 3.517.830



Skuldir og skuldbindingar samtals 5.160.759 5.070.914 4.842.619



Sjóðsstreymi:

Veltufé frá rekstri (til rekstrar) 428.287 432.950 436.214
Handbært fé frá rekstri (til rekstrar) 406.287 407.950 408.214
SJÓÐSTREYMISYFIRLIT
Fjárfestingarhreyfingar:
Fjárfesting í varanl. rekstrarfjármunum -286.300 -138.900 -122.900
Tekin ný langtímalán 450.000 200.000 340.000
Afborganir langtímalána -639.583 -434.593 -472.985
Langtímask. við eigin fyrirtæki, breyting 0 0 0

Hækkun (lækkun) á handbæru fé -19.560 106.492 182.367
Handbært fé (fjárþörf) í árslok 85.968 192.460 374.824

Veltufé frá rekstri sem fer til að greiða niður skuldir sveitarfélagsins tekur mið af rekstrarafkomu sveitarfélagsins. Það er brýnt að sveitarfélagið leiti leiða til að hagræða í rekstri og/eða auka tekjur sínar á komandi árum til að viðhalda traustri fjárhagsstöðu þess.
Kostnaðareftirlit þarf að vera virkt og fjármálastjórn skipuleg, halda þarf áfram að leita leiða til hagræðingar í rekstri.
Almennt um áætlunina
Þriggja ára áætlun er gerð til að sveitarstjórn horfi til framtíðar og setji sér ramma um rekstur, framkvæmdir og fjármál sveitarfélagsins eftir þeim bestu upplýsingum sem hún hefur. Þannig er reynt að draga upp mynd af því sem búast má við miðað við gefnar, en þó einkum þekktar forsendur og sjá hvað er mögulegt ef við viljum reka sveitarfélagið af ábyrgð og standa vel við allar okkar skuldbindingar og uppfylla jafnframt þær kröfur sem gerðar eru til þjónustu við íbúana.
Ég vil þakka starfsfólki og sveitarstjórnarfulltrúum samstarfið við gerð þessarar áætlunar sem hefur verið gott eins og jafnan áður.
Ásta Björg Pálmadóttir

Sigurjón Þórðarson kvaddi sér hljóðs.

Þriggja ára áætlun 2014-2016 borin undir atkvæði og samþykkt með fimm atkvæðum. Jón Magnússon, Sigríður Svavarsdóttir, Þorsteinn Tómas Broddason og Sigurjón Þórðarson óska bókað að þau sitji hjá við afgreiðslu málsins.