Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

609. fundur 15. nóvember 2012 kl. 09:00 - 10:34 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Bjarni Jónsson varaform.
  • Jón Magnússon aðalm.
  • Sigurjón Þórðarson áheyrnarftr.
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
  • Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Öryggismál almennt

Málsnúmer 1211105Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf þar sem kynnt er væntanleg ráðstefna sem haldin verður á Húsavík dagana 6.-8. júní 2013, um jarðskjálfta fyrir Norðurlandi.
Byggðarráð samþykkir að senda og kosta fulltrúa á þessa ráðstefnu.

2.Stuðningur við Snorraverkefnið 2013

Málsnúmer 1211095Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá stjórn Snorrasjóðs, þar sem óskað er eftir stuðningi við Snorraverkefnið sumarið 2013. Verkefnið er rekið af Þjóðræknisfélagi Íslendinga og Norræna félaginu á Íslandi, lýtur að því að veita ungu fólki (18-28 ára) af íslenskum ættum í Norður-Ameríku tækifæri til að kynnast rótum sínum á Íslandi í 6 vikna sumarverkefni.
Byggðarráð getur því miður ekki orðið við erindinu.

3.Landsbyggðin lifir - styrkbeiðni 2012

Málsnúmer 1211033Vakta málsnúmer

Lögð fram styrkbeiðni frá grasrótarhreyfingunni Landsbyggðin lifi, vegna starfsemi samtakanna árið 2012.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til atvinnu- og ferðamálanefndar til afgreiðslu.

4.Viðauki við fjárhagsáætlun 2012 - 33090 Þjónustustöð/fjárfesting

Málsnúmer 1211070Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun 2012. Um er að ræða hækkun fjárfestingarliðar þjónustustöðvar um 3.500.000 kr. vegna kaupa á tveimur bifreiðum til endurnýjunar á öðrum tveimur úreltum vegna tjóna. Lagt er til að eignfærslu þjónustustöðvar að upphæð 3.500.000 kr. verði mætt með lækkun fjárfestingaliðar eignasjóðs árið 2012 um sömu upphæð.
Byggðarráð samþykkir viðaukann.

5.Viðauki við fjárhagsáætlun 2012 - Millifærsla á milli málaflokka 00 og 31

Málsnúmer 1211071Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun 2012. Lagt er til að lækkun tekna í málaflokki 00350 Lóðarleiga, um 14.000.000 kr. verði annars vegar mætt með lækkun útgjalda í málaflokki 31522 Eignasjóður/Faxatorg, um 11.680.000 kr. og hins vegar með hækkun útsvarstekna í málaflokki 00010 Útsvar, um 2.320.000 kr.
Byggðarráð samþykkir viðaukann.

6.Viðauki við fjárhagsáætlun 2012 - Snjómokstur

Málsnúmer 1211101Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun 2012. Lagt er til að hækkun á fjárveitingu til málaflokks 10610 Snjómokstur um 5.000.000 kr. verði mætt með hækkun útsvarstekna í málaflokki 00010 Útsvar um sömu fjárhæð.
Byggðarráð samþykkir viðaukann.

7.Útsvarshlutfall árið 2013

Málsnúmer 1211072Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að útsvarshlutfall í Sveitarfélaginu Skagafirði árið 2013 verði óbreytt frá árinu 2012, þ.e. 14,48%.

8.Fjárhagsáætlun 2013

Málsnúmer 1208106Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun 2013 fyrir sveitarfélagið og stofnanir þess.
Byggðarráð samþykkir að vísa fyrirliggjandi fjárhagsáætlun 2013 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

9.Þriggja ára áætlun 2014-2016

Málsnúmer 1210039Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að þriggja ára áætlun 2014-2016 fyrir sveitarfélagið og stofnanir þess.
Byggðarráð samþykkir að vísa fyrirliggjandi þriggja ára áætlun 2014-2016 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

10.Framhaldsþing SSNV

Málsnúmer 1211077Vakta málsnúmer

Lagt fram boð um framhaldsársþing SSNV sem verður haldið í Félagsheimilinu Fellsborg á Skagaströnd, þriðjudaginn 27. nóvember 2012 og hefst kl 13:00.

11.Veisluþjónusta Lilju og Sóleyjar - umsagnarbeiðni vegna rekstarleyfis

Málsnúmer 1211086Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, þar sem óskað er umsagnar um umsókn um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Veisluþjónustu Lilju og Sóleyjar, Suðurgötu 3, Sauðárkróki. Veisluþjónusta og veitingaverslun - flokkur I.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

12.Víðines 1 146499 - Tilkynning um aðilaskipti að landi

Málsnúmer 1211023Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar tilkynning frá sýslumanninum á Sauðárkróki varðandi aðilaskipti að landinu Víðines 1 146499. Seljandi er Gunnar Guðmundsson. Kaupendur eru Sólberg Logi Sigurbergsson og Ingibjörg Sigurðardóttir.

13.(Víðines) Ræktunarland 146504 - Tilkynning um aðilaskipti að landi

Málsnúmer 1211024Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar tilkynning frá sýslumanninum á Sauðárkróki varðandi aðilaskipti að landinu Víðines 1 1469504. Seljandi er Gunnar Guðmundsson. Kaupendur eru Sólberg Logi Sigurbergsson og Ingibjörg Sigurðardóttir.

14.Knappsstaðir 146834 - Tilkynning um aðilaskipti að landi

Málsnúmer 1211022Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar tilkynning frá sýslumanninum á Sauðárkróki varðandi aðilaskipti að jörðinni Knappsstaðir 146835. Seljendur eru Dagur Jónasson, Hlynur Jónasson og Hulda Erlingsdóttir. Kaupandi er Fljótabakki ehf.

Fundi slitið - kl. 10:34.