Fara í efni

Ósk um leigu á jörðinni Hrauni í Unadal

Málsnúmer 1604228

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 739. fundur - 04.05.2016

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 23. apríl 2016 frá Erling Sigurðssyni, kt. 050564-2239. Óskar hann eftir að taka jörðina Hraun í Unadal á leigu frá og með næstu áramótum, 2016/2017.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir umsögn landbúnaðarnefndar um erindið.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 341. fundur - 11.05.2016

Afgreiðsla 739. fundar byggðarráðs staðfest á 341. fundi sveitarstjórnar 11. maí 2016 með níu atkvæðum.

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 185. fundur - 06.06.2016

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 23. apríl 2016 frá Erling Sigurðssyni, kt. 050564-2239. Óskar hann eftir að taka jörðina Hraun í Unadal á leigu frá og með næstu áramótum, 2016/2017. Erindinu vísað til umsagnar landbúnaðarnefndar frá 739. fundi byggðarráðs.
Landbúnaðarnefnd gerir ekki athugasemdir við að jörðin Hraun verði leigð Erlingi Sigurðssyni með tilliti til fyrirliggjandi tilboðs.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 343. fundur - 08.06.2016

Afgreiðsla 185. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 343. fundi sveitarstjórnar 8. Júní 2016 með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 744. fundur - 09.06.2016

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 23. apríl 2016 frá Erling Sigurðssyni, kt. 050564-2239. Óskar hann eftir að taka jörðina Hraun í Unadal á leigu frá og með næstu áramótum, 2016/2017 og nýta til beitar fyrir sauðfé.
Byggðarráð samþykkti á 739. fundi sínum þann 4. maí 2016 að óska eftir umsögn landbúnaðarnefndar um erindið. Bókun 185. fundar landbúnaðarnefndar frá 6. júní 2016 er svohljóðandi: "Landbúnaðarnefnd gerir ekki athugasemdir við að jörðin Hraun verði leigð Erlingi Sigurðssyni með tilliti til fyrirliggjandi tilboðs."
Byggðarráð samþykkir að fela Arnóri Gunnarssyni að auglýsa ofangreinda jörð til leigu í tengslum við sauðfjárbúskap, í samráði við sveitarstjóra.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 344. fundur - 29.06.2016

Afgreiðsla 744. fundar byggðarráðs staðfest á 344. fundi sveitarstjórnar 29. júní 2016 með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 752. fundur - 17.08.2016

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 22. apríl 2016 frá Erling Sigurðssyni, kt. 050564-2239 fh. Sóltúns ehf, kt. 520412-1740. Óskar hann eftir að taka jörðina Hraun í Unadal á leigu frá og með næstu áramótum, 2016/2017 og nýta til beitar fyrir sauðfé.
Byggðarráð samþykkir að leigja Sóltúni ehf. jörðina Hraun í Unadal.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 345. fundur - 24.08.2016

Afgreiðsla 752. fundar byggðarráðs staðfest á 345. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2016 með níu atkvæðum.

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 189. fundur - 30.12.2016

Lögð fram drög að leigusamningi milli sveitarfélagsins og Sóltúns ehf., kt. 520412-1740 um jörðina Hraun 146544 í Unadal, fastanúmer 214-3219.

Landbúnaðarnefnd samþykkir fyrirliggjandi leigusamning með áorðnum breytingum.