Ósk um leigu á jörðinni Hrauni í Unadal
Málsnúmer 1604228
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 341. fundur - 11.05.2016
Afgreiðsla 739. fundar byggðarráðs staðfest á 341. fundi sveitarstjórnar 11. maí 2016 með níu atkvæðum.
Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 185. fundur - 06.06.2016
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 23. apríl 2016 frá Erling Sigurðssyni, kt. 050564-2239. Óskar hann eftir að taka jörðina Hraun í Unadal á leigu frá og með næstu áramótum, 2016/2017. Erindinu vísað til umsagnar landbúnaðarnefndar frá 739. fundi byggðarráðs.
Landbúnaðarnefnd gerir ekki athugasemdir við að jörðin Hraun verði leigð Erlingi Sigurðssyni með tilliti til fyrirliggjandi tilboðs.
Landbúnaðarnefnd gerir ekki athugasemdir við að jörðin Hraun verði leigð Erlingi Sigurðssyni með tilliti til fyrirliggjandi tilboðs.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 343. fundur - 08.06.2016
Afgreiðsla 185. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 343. fundi sveitarstjórnar 8. Júní 2016 með níu atkvæðum.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 744. fundur - 09.06.2016
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 23. apríl 2016 frá Erling Sigurðssyni, kt. 050564-2239. Óskar hann eftir að taka jörðina Hraun í Unadal á leigu frá og með næstu áramótum, 2016/2017 og nýta til beitar fyrir sauðfé.
Byggðarráð samþykkti á 739. fundi sínum þann 4. maí 2016 að óska eftir umsögn landbúnaðarnefndar um erindið. Bókun 185. fundar landbúnaðarnefndar frá 6. júní 2016 er svohljóðandi: "Landbúnaðarnefnd gerir ekki athugasemdir við að jörðin Hraun verði leigð Erlingi Sigurðssyni með tilliti til fyrirliggjandi tilboðs."
Byggðarráð samþykkir að fela Arnóri Gunnarssyni að auglýsa ofangreinda jörð til leigu í tengslum við sauðfjárbúskap, í samráði við sveitarstjóra.
Byggðarráð samþykkti á 739. fundi sínum þann 4. maí 2016 að óska eftir umsögn landbúnaðarnefndar um erindið. Bókun 185. fundar landbúnaðarnefndar frá 6. júní 2016 er svohljóðandi: "Landbúnaðarnefnd gerir ekki athugasemdir við að jörðin Hraun verði leigð Erlingi Sigurðssyni með tilliti til fyrirliggjandi tilboðs."
Byggðarráð samþykkir að fela Arnóri Gunnarssyni að auglýsa ofangreinda jörð til leigu í tengslum við sauðfjárbúskap, í samráði við sveitarstjóra.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 344. fundur - 29.06.2016
Afgreiðsla 744. fundar byggðarráðs staðfest á 344. fundi sveitarstjórnar 29. júní 2016 með níu atkvæðum.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 752. fundur - 17.08.2016
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 22. apríl 2016 frá Erling Sigurðssyni, kt. 050564-2239 fh. Sóltúns ehf, kt. 520412-1740. Óskar hann eftir að taka jörðina Hraun í Unadal á leigu frá og með næstu áramótum, 2016/2017 og nýta til beitar fyrir sauðfé.
Byggðarráð samþykkir að leigja Sóltúni ehf. jörðina Hraun í Unadal.
Byggðarráð samþykkir að leigja Sóltúni ehf. jörðina Hraun í Unadal.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 345. fundur - 24.08.2016
Afgreiðsla 752. fundar byggðarráðs staðfest á 345. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2016 með níu atkvæðum.
Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 189. fundur - 30.12.2016
Lögð fram drög að leigusamningi milli sveitarfélagsins og Sóltúns ehf., kt. 520412-1740 um jörðina Hraun 146544 í Unadal, fastanúmer 214-3219.
Landbúnaðarnefnd samþykkir fyrirliggjandi leigusamning með áorðnum breytingum.
Landbúnaðarnefnd samþykkir fyrirliggjandi leigusamning með áorðnum breytingum.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir umsögn landbúnaðarnefndar um erindið.