Fara í efni

Sauðárgil - hönnun og skipulag

Málsnúmer 1803212

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 137. fundur - 23.03.2018

Lagðar voru fyrir fundinn til kynningar tillögur að skipulagi á útivistarsvæði í og við Sauðárgil á Sauðárkróki ásamt frumhugmyndum af útikennslusvæði neðarlega í gilinu. Tillögurnar eru unnar af Arnari Birgi Ólafssyni, landslagsarkitekt á Teiknistofu Norðurlands.
Sviðstjóra falið að halda áfram vinnu við tillögurnar í samráði við garðyrkjustjóra og fulltrúa Árskóla.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 140. fundur - 03.07.2018

Lögð voru fyrir fundinn hönnunardrög útikennslu- og útivistarreit neðarlega í Sauðárgili.
Nefndin samþykkir að unnið verði að áframhaldandi hönnun svæðisins með áherslu útikennslustofu.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 145. fundur - 04.10.2018

Kynnt voru drög að vinnuteikningum vegna útikennslustofu í Sauðárgili.
Sviðstjóra falið að sækja um styrk vegna verkefnisins í framkvæmdasjóð ferðamannastaða.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 147. fundur - 15.11.2018

Lagðar voru fram teikningar af útivistarskýli í Sauðárgili ásamt kostnaðaráætlun.
Kostnaðaráætlun vegna skýlisins hljóðar upp á 16,8 milljónir króna.
Sviðstjóra falið að afla frekari upplýsinga frá hönnuði.
Nefndin vísar framkvæmd og kostnaðaráætlun til fjárhagsáætlunargerðar 2019.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 157. fundur - 25.06.2019

Farið var yfir stöðu hönnunar á útivistarsvæði í Sauðárgili.
Kiwaniskklúbburinn Freyja hefur óskað eftir að fá að gefa leiktæki á svæðið.
Farið var yfir tillögur að leiktækjum í samráði við landslagsarkitekt af svæðinu.
Nefndin felur sviðsstjóra að velja leiktæki í samráði við Kiwanisklúbbinn Freyju og garðyrkjustjóra.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 158. fundur - 01.08.2019

Lagður var fyrir uppdráttur af mögulegu leiksvæði í Sauðárgili í tengslum við uppbyggingu á útivistarsvæði neðarlega í Sauðárgili.
Nefndin felur sviðstjóra að fylgja málinu eftir.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 163. fundur - 27.11.2019

Lagðar voru fyrir fundinn endanlegar teikningar af útivistarskýli í Sauðárgili.
Teikningar eru unnar af Teiknistofu Norðurlands, dagsettar 12.11.2019.
Umhverfis- og samgöngunefnd felur sviðstjóra að vinna að efnisútvegun innan ramma fjárhagsáætlunar 2019.