Íþróttir og tómstundir á skólaaksturstíma í GAV
Málsnúmer 1812198
Vakta málsnúmerFélags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 263. fundur - 20.02.2019
Tekið fyrir erindi frá foreldrum grunnskólabarna í Fljótum þar sem óskað er eftir sveitarfélagið kanni þann möguleika að koma öllu tómstundastarfi og íþróttaæfingum nemenda Grunnskólans austan Vatna fyrir innan skólaaksturstíma. Nefndin tekur jákvætt í erindið og felur frístundastjóra að vinna að tillögum í þessum efnum í samráði við hlutaðeigandi aðila.
Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 139. fundur - 28.02.2019
Tekið fyrir erindi frá foreldrum grunnskólabarna í Fljótum þar sem óskað er eftir því að sveitarfélagið kanni þann möguleika að koma öllu tómstundastarfi og íþróttaæfingum nemenda Grunnskólans austan Vatna fyrir innan skólaaksturstíma. Fræðslunefnd tekur jákvætt í erindið og tekur undir bókun félags- og tómstundanefndar frá 20. febrúar s.l. þar sem frístundastjóra er falið að vinna að tillögum í þessum efnum í samráði við hlutaðeigandi aðila.
Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 266. fundur - 22.05.2019
Frístundastjóri fór á fund með Stefaníu Hjördísi að Brúnastöðum föstudaginn 10/5 s.l. þar sem hugmyndir og möguleikar að breyttu fyrirkomulagi íþróttastarfs nemenda austan Vatna var rætt. Niðurstaða fundarins var að boða fund með foreldrum barna á svæðinu í lok maí eða byrjun júní. Fyrir fund með foreldrum verða lagðar til einhverjar sviðsmyndir og leitað eftir hugmyndum þeirra. Nefndin óskar eftir að málið komi aftur til umræðu á næsta fundi hennar.
Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 269. fundur - 25.09.2019
Lögð fram til kynningar tvö minnisblöð. Annað um haustsamverur í Grunnskólanum austan Vatna og hitt um möguleika til íþróttaæfinga á skólatíma. Frístundastjóri fór yfir málið. Félags- og tómstundanefnd samþykkir þær tillögur sem fram koma í minnisblöðunum og sem lúta m.a. að seinkun skólaaksturs á mánudögum vegna íþróttaæfinga og jafnframt hugmyndir um að auka tíma til félagsstarfa með nemendum. Frístundastjóra falið að vinna áfram að útfærslu málsins með hliðsjón af reynslunni.
Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 148. fundur - 23.10.2019
Á fundi sínum þann 28. febrúar tók fræðslunefnd undir bókun félags- og tómstundanefndar þar sem frístundastjóra var falið að vinna að því að koma öllu tómstundastarfi og íþróttaæfingum nemenda Grunnskólans austan Vatna fyrir innan skólaaksturstíma. Frístunda ? og fræðslustjóri hafa unnið að tillögunum í samstarfi við skólaráð GAV, skólastjórnendur og formenn íþróttafélaganna Hjalta og Neista og komist að þeirri sameiginlegu niðurstöðu að skólaakstri verði seinkað á mánudögum um rúma klukkustund. Skólatími nemenda á Hofsósi og Hólum verði samræmdur eins og kostur er og boðið verði upp á tómstundir að skóla loknum á mánudögum. Nefndin samþykkir að endurmeta stöðuna um áramót í samstarfi við félags- og tómstundanefnd.