Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Hugmyndir og ábendingar að aðgerðum til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf
Málsnúmer 2003207Vakta málsnúmer
Málið rætt á fyrri fundum byggðarráðs. Farið yfir stöðu mála í sveitarfélaginu.
2.Starfshópur um aðgerðir til eflingar nýsköpunar í Skagafirði
Málsnúmer 2005008Vakta málsnúmer
Lögð fram tillaga um skipan starfshóps um aðgerðir til eflingar nýsköpunar í Skagafirði
Stofnaður verður hópur fimm einstaklinga sem hafa farsæla reynslu af nýsköpunar-, tækni- og frumkvöðlastarfsemi til þess að koma með tillögur að eflingu nýsköpunar í Skagafirði.
Hópurinn vinni hratt og vel og skili af sér niðurstöðu í formi skýrslu/minnisblaðs til byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar sem inniheldur greiningu mögulegra sviðsmynda um eflingu nýsköpunar á svæðinu. Niðurstöður liggi fyrir innan 3-4 vikna.
Hópinn skipa:
Dr. Hólmfríður Sveinsdóttir, verkefnastjóri hjá Genís, formaður.
Dr. Bjarni Kristófer Kristjánsson, prófessor og deildarstjóri fiskeldis- og fiskalíffræðideildar Háskólans á Hólum.
Kristinn Hjálmarsson, framkvæmdastjóri hjá Icelandic Sustainable Fisheries.
Stella Björg Kristinsdóttir, forstöðumaður sölu-, markaðs og vöruþróunar hjá
Mjólkursamlagi KS.
Dr. Þór Sigfússon, stofnandi og stjórnarformaður Sjávarklasans.
Með hópnum starfa einnig Sigfús Ólafur Guðmundsson og Heba Guðmundsdóttir, verkefnastjórar í atvinnu-, menningar- og kynningarmálum hjá Sveitarfélaginu Skagafirði.
Tillagan samþykkt samhljóða.
Stofnaður verður hópur fimm einstaklinga sem hafa farsæla reynslu af nýsköpunar-, tækni- og frumkvöðlastarfsemi til þess að koma með tillögur að eflingu nýsköpunar í Skagafirði.
Hópurinn vinni hratt og vel og skili af sér niðurstöðu í formi skýrslu/minnisblaðs til byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar sem inniheldur greiningu mögulegra sviðsmynda um eflingu nýsköpunar á svæðinu. Niðurstöður liggi fyrir innan 3-4 vikna.
Hópinn skipa:
Dr. Hólmfríður Sveinsdóttir, verkefnastjóri hjá Genís, formaður.
Dr. Bjarni Kristófer Kristjánsson, prófessor og deildarstjóri fiskeldis- og fiskalíffræðideildar Háskólans á Hólum.
Kristinn Hjálmarsson, framkvæmdastjóri hjá Icelandic Sustainable Fisheries.
Stella Björg Kristinsdóttir, forstöðumaður sölu-, markaðs og vöruþróunar hjá
Mjólkursamlagi KS.
Dr. Þór Sigfússon, stofnandi og stjórnarformaður Sjávarklasans.
Með hópnum starfa einnig Sigfús Ólafur Guðmundsson og Heba Guðmundsdóttir, verkefnastjórar í atvinnu-, menningar- og kynningarmálum hjá Sveitarfélaginu Skagafirði.
Tillagan samþykkt samhljóða.
3.Húsnæðisáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020
Málsnúmer 2001163Vakta málsnúmer
Lögð fram 2. útgáfa af Húsnæðisáætlun 2020-2024 fyrir Sveitarafélagið Skagafjörð sem unnin var af VSÓ ráðgjöf.
Byggðarráð samþykkir framlagða húsnæðisáætlun og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Byggðarráð samþykkir framlagða húsnæðisáætlun og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
4.Auglýsing eftir umsóknum um stofnframlög
Málsnúmer 2004158Vakta málsnúmer
Lögð fram umsókn sveitarfélagsins um stofnframlag vegna breytinga á húsnæði Sólgarðaskóla í Fljótum, í fimm leiguíbúðir.
Byggðarráð samþykkir að veita stofnframlag til byggingar fimm leiguíbúða með að leggja til fasteignina til að mæta kröfu um 12% hlutfall stofnframlags sveitarfélagsins af stofnvirði íbúðanna.
Einnig lögð fram umsókn vegar vegna óstofnaðrar húnæðissjálfseignarstofnunar vegna bygginga átta íbúða við Freyjugötu.
Byggðarráð samþykkir að veita stofnframlag til byggingar átta leiguíbúða á vegum óstofnaðrar húnæðissjálfseignarstofnunar annars vegar á formi niðurfellingar á lóða- og gatnagerðargjöldum og hinsvegar með beinu viðbótarfjárframlagi til að mæta kröfu um 12% hlutfall stofnframlags sveitarfélagsins af stofnvirði íbúðanna.
Byggðarráð samþykkir að veita stofnframlag til byggingar fimm leiguíbúða með að leggja til fasteignina til að mæta kröfu um 12% hlutfall stofnframlags sveitarfélagsins af stofnvirði íbúðanna.
Einnig lögð fram umsókn vegar vegna óstofnaðrar húnæðissjálfseignarstofnunar vegna bygginga átta íbúða við Freyjugötu.
Byggðarráð samþykkir að veita stofnframlag til byggingar átta leiguíbúða á vegum óstofnaðrar húnæðissjálfseignarstofnunar annars vegar á formi niðurfellingar á lóða- og gatnagerðargjöldum og hinsvegar með beinu viðbótarfjárframlagi til að mæta kröfu um 12% hlutfall stofnframlags sveitarfélagsins af stofnvirði íbúðanna.
5.Umsókn um lækkun fasteignaskatts 2020
Málsnúmer 2004246Vakta málsnúmer
Sjá trúnaðarbók.
6.Umsagnarbeiðni; frumvarp til um breytingu á lögum er varða eignarráð og nýtingu fasteigna(aðilar utan EES)
Málsnúmer 2004266Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur dagsettur 30. apríl 2020 frá nefndasviði Alþingis. Alsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga umbreytingu á ýmsum lögum er varða eignarráð og nýtingu fasteigna (aðilar utan Evrópska efnahagssvæðisins, landeignaskrá, ráðstöfun landeigna, aukið gagnsæi o.fl.),715. mál.
Fundi slitið - kl. 15:47.