Fara í efni

Ósk um breytingu á deiliskipulagi íbúðarreits milli Sæmundargötu og Freyjugötu á Sauðárkróki

Málsnúmer 2402049

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 43. fundur - 08.02.2024

Byggingarfélagið Sýll ehf., lóðarhafi lóða nr. 25-27 og 29-31 við Freyjugötu óskar eftir að gerð verði breyting á gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið, “Íbúðareitur milli Sæmundargötu, Ránarstígs og Freyjugötu á Sauðárkróki".
Lagður fram tillöguuppdráttur unnin hjá BR Teiknistofu slf. dags. 02.01.2024.

Jafnframt er þess óskað að samhliða verði gerð óveruleg breyting á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035 á reit M401 þar sem í stað 18 íbúða verði heimilt að byggja 22 íbúðir á reitnum.
Breytingar, sem óskað er eftir eru:
Í stað tveggja parhúsa við Freyjugötu verði heimilað að byggja tvö 3ja íbúða raðhús. Lóð og byggingarreitur á lóð nr. 25-29 (áður 25-27) verði stækkuð um 1,7 m til suð-austurs og lóð og byggingarreitur á lóð nr. 31-35 (áður 29-31) skerðist að sama skapi. Lóð nr. 25-29 stækkar úr 1.153,3 m² í 1.195 m² og leyfilegt hámarks nýtingarhlutfall skerðist úr 0,35 í 0,32. Lóð nr. 31-35 minnkar úr 1.063,8 m² í 1.022,8 m² og hámarks leyfilegt nýtingarhlutfall er aukið úr 0,35 í 0,38. Hámarks leyfilegt nýtingarhlutfall samanlagt á báðum lóðunum helst óbreytt eða 0,35 þannig að ekki verður um meira byggingarmagn að ræða en heimilt er skv. gildandi deiliskipulagi.
Staðföng munu breytast með fjölgun íbúða.

Skipulagsnefnd fellst á að óverulega breytingu á aðalskipulagi sé að ræða og leggur til við sveitarstjórn að auglýsa breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að gerð verði á kostnað umsækjanda í samræmi við gjaldskrá sveitarfélagsins aðalskipulagsbreyting í samræmi við 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 23. fundur - 21.02.2024

Vísað frá 43. fundi skipulagsnefndar frá 8. febrúar 2024 til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:

"Byggingarfélagið Sýll ehf., lóðarhafi lóða nr. 25-27 og 29-31 við Freyjugötu óskar eftir að gerð verði breyting á gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið "Íbúðareitur milli Sæmundargötu, Ránarstígs og Freyjugötu á Sauðárkróki". Lagður fram tillöguuppdráttur unnin hjá BR Teiknistofu slf. dags. 02.01.2024.
Jafnframt er þess óskað að samhliða verði gerð óveruleg breyting á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035 á reit M401 þar sem í stað 18 íbúða verði heimilt að byggja 22 íbúðir á reitnum.
Breytingar, sem óskað er eftir eru:
Í stað tveggja parhúsa við Freyjugötu verði heimilað að byggja tvö 3ja íbúða raðhús. Lóð og byggingarreitur á lóð nr. 25-29 (áður 25-27) verði stækkuð um 1,7 m til suð-austurs og lóð og byggingarreitur á lóð nr. 31-35 (áður 29-31) skerðist að sama skapi. Lóð nr. 25-29 stækkar úr 1.153,3 m² í 1.195 m² og leyfilegt hámarks nýtingarhlutfall skerðist úr 0,35 í 0,32. Lóð nr. 31-35 minnkar úr 1.063,8 m² í 1.022,8 m² og hámarks leyfilegt nýtingarhlutfall er aukið úr 0,35 í 0,38. Hámarks leyfilegt nýtingarhlutfall samanlagt á báðum lóðunum helst óbreytt eða 0,35 þannig að ekki verður um meira byggingarmagn að ræða en heimilt er skv. gildandi deiliskipulagi. Staðföng munu breytast með fjölgun íbúða.

Skipulagsnefnd fellst á að óverulega breytingu á aðalskipulagi sé að ræða og leggur til við sveitarstjórn að auglýsa breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að gerð verði á kostnað umsækjanda í samræmi við gjaldskrá sveitarfélagsins aðalskipulagsbreyting í samræmi við 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir, með níu atkvæðum, að auglýsa breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að gerð verði á kostnað umsækjanda í samræmi við gjaldskrá sveitarfélagsins aðalskipulagsbreyting í samræmi við 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsnefnd - 52. fundur - 13.06.2024

Lagður fram tölvupóstur dags. 03.06.2024 frá Einari I. Ólafssyni fyrir hönd Friðriks Jónssonar ehf. varðandi málsmeðferð skipulagsferla hjá sveitarfélaginu.

Skipulagsnefnd þakkar fyrir innsendar ábendingar og mun hafa þær til hliðsjónar í framtíðarverkefnum en upplýsir jafnframt um að nefndin vinnur eftir þeim lögum og reglum sem um málaflokkinn gilda ásamt leiðbeiningum Skipulagsstofnunar.

Skipulagsnefnd - 55. fundur - 15.08.2024

Farið yfir innsendar umsagnir við deiliskipulagsbreytingu fyrir "Íbúareitur milli Sæmundargötu, Ránarstígs og Freyjugötu á Sauðárkróki" sem var í kynningu dagana 05.06.2024- 18.07.2024 í Skipulagsgáttinni mál nr. 715/2024, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/715.
Fjórar umsagnir bárust sem gáfu ekki tilefni til breytinga.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða tillöguna að deiliskipulagsbreytingu, "Íbúareitur milli Sæmundargötu, Ránarstígs og Freyjugötu á Sauðárkróki" og felur skipulagsfulltrúa að senda tillöguna Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 3. mgr. 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt samhljóða þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn umsagnir á kynningartíma.