Fara í efni

Aðalskipulagsbreyting - Deplar í Fljótum - VÞ-2 og FV-1

Málsnúmer 2406263

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 53. fundur - 27.06.2024

Stefán Gunnar Thors og Íris Anna Karlsdóttir skipulagsráðgjafar hjá VSÓ ráðgjöf komu á fund skipulagsnefndarinnar í gegnum fjarfundarbúnað og fóru yfir vinnslutillöguna fyrir Depla í Fljótum.

Skagafjörður vinnur að breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020 - 2035 sem felur í sér breytingar á verslunar- og þjónustusvæði á Deplum (L146791) í Fljótum og skráningu á lendingarstað í landi Depla (L146792).
Hér er sett fram vinnslutillaga að breytingu á aðalskipulagi til kynningar sbr. 2. mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Eigendur og rekstraraðilar á Deplum í Fljótum hafa óskað eftir breytingu á aðalskipulagi í samræmi við uppbyggingaráform á Deplum. Öflug ferðaþjónusta er rekin á Deplum þar sem reistur hefur verið veiði- og gistiskáli. Áform er að stækka svæðið undir verslun og þjónustu og auka þar byggingarheimildir.
Á áreyrum við Stífluá neðan við veiði- og gistiskálann hefur verið afmarkaður lendingarstaður sem notaður er í tengslum við ferðaþjónustu á Deplum. Óskað er eftir að lendingarstaðurinn verður merktur inn á aðalskipulag Skagafjarðar.
Tillaga er að breyta afmörkun á verslun og þjónustu (VÞ-2), sem merkt er inn á sveitarfélagsuppdrátt sem punktur en verður breytt í landnotkunarfláka, þar sem stærð flákans verður meiri en 3 ha.
Tillaga er að afmarka lendingarstað (FV-1) á áreyrum Stífluár. Yfirborð lendingarstaðarins er möl eða gras. Ekki eru fyrirhugaðar byggingar innan lendingarstaðarins. Óheimilt er að reisa mannvirki nær vötnum, ám eða sjó en 50 m.
Svæðin eru skilgreind sem landbúnaðarland í núverandi aðalskipulagi.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að kynna vinnslutillögu fyrir breytingu Depla í Fljótum, VÞ-2 og FV-1 í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020- 2035 í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Byggðarráð Skagafjarðar - 104. fundur - 03.07.2024

Vísað frá 53. fundi skipulagsnefndar frá 27. júní sl. til afgreiðslu Byggðarráðs, þannig bókað:

"Stefán Gunnar Thors og Íris Anna Karlsdóttir skipulagsráðgjafar hjá VSÓ ráðgjöf komu á fund skipulagsnefndarinnar í gegnum fjarfundarbúnað og fóru yfir vinnslutillöguna fyrir Depla í Fljótum.

Skagafjörður vinnur að breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020 - 2035 sem felur í sér breytingar á verslunar- og þjónustusvæði á Deplum (L146791) í Fljótum og skráningu á lendingarstað í landi Depla (L146792).
Hér er sett fram vinnslutillaga að breytingu á aðalskipulagi til kynningar sbr. 2. mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Eigendur og rekstraraðilar á Deplum í Fljótum hafa óskað eftir breytingu á aðalskipulagi í samræmi við uppbyggingaráform á Deplum. Öflug ferðaþjónusta er rekin á Deplum þar sem reistur hefur verið veiði- og gistiskáli. Áform er að stækka svæðið undir verslun og þjónustu og auka þar byggingarheimildir.
Á áreyrum við Stífluá neðan við veiði- og gistiskálann hefur verið afmarkaður lendingarstaður sem notaður er í tengslum við ferðaþjónustu á Deplum. Óskað er eftir að lendingarstaðurinn verður merktur inn á aðalskipulag Skagafjarðar.
Tillaga er að breyta afmörkun á verslun og þjónustu (VÞ-2), sem merkt er inn á sveitarfélagsuppdrátt sem punktur en verður breytt í landnotkunarfláka, þar sem stærð flákans verður meiri en 3 ha.
Tillaga er að afmarka lendingarstað (FV-1) á áreyrum Stífluár. Yfirborð lendingarstaðarins er möl eða gras. Ekki eru fyrirhugaðar byggingar innan lendingarstaðarins. Óheimilt er að reisa mannvirki nær vötnum, ám eða sjó en 50 m.
Svæðin eru skilgreind sem landbúnaðarland í núverandi aðalskipulagi.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að kynna vinnslutillögu fyrir breytingu Depla í Fljótum, VÞ-2 og FV-1 í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020- 2035 í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."

Byggðarráð samþykkir samhljóða að kynna vinnslutillögu fyrir breytingu Depla í Fljótum, VÞ-2 og FV-1 í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020- 2035 í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsnefnd - 57. fundur - 05.09.2024

Íris Anna Karlsdóttir skipulagsráðgjafi hjá VSÓ ráðgjöf sat fundarliðinn í gegnum fjarfundarbúnað.

Farið yfir innsendar umsagnir við kynningu tillögu á vinnslustigi (breytingu á aðalskipulagi) fyrir "Deplar í Fljótum, verslun og þjónusta (VÞ-2) og lendingarstaður (FV-1)" sem var í kynningu dagana 10.07.2024- 23.08.2024 í Skipulagsgáttinni mál nr. 878/2024, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/878.
Tíu umsagnir bárust, þar af tvær sem gáfu tilefni til minniháttar breytinga, lögð fram tillaga að aðalskipulagsbreytingu dags. september 2024.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja ofangreinda aðalskipulagsbreytingingu og senda Skipulagsstofnun, sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 30. fundur - 18.09.2024

Vísað frá 57. fundi skipulagsnefndar frá 5. september sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

„Íris Anna Karlsdóttir skipulagsráðgjafi hjá VSÓ ráðgjöf sat fundarliðinn í gegnum fjarfundarbúnað.

Farið yfir innsendar umsagnir við kynningu tillögu á vinnslustigi (breytingu á aðalskipulagi) fyrir "Deplar í Fljótum, verslun og þjónusta (VÞ-2) og lendingarstaður (FV-1)" sem var í kynningu dagana 10.07.2024- 23.08.2024 í Skipulagsgáttinni mál nr. 878/2024, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/878.
Tíu umsagnir bárust, þar af tvær sem gáfu tilefni til minniháttar breytinga, lögð fram tillaga að aðalskipulagsbreytingu dags. september 2024.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja ofangreinda aðalskipulagsbreytingingu og senda Skipulagsstofnun, sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.“

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum, ofangreinda aðalskipulagsbreytingu til auglýsingar og felur skipulagsfulltrúa að senda skipulagsstofnun ofangreinda aðalskipulagsbreytingu, sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.