Viðhald Safnshúss Skagfirðinga
Málsnúmer 1009041
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 268. fundur - 21.09.2010
Afgreiðsla 47. fundar menningar- og kynningarnefndar staðfest á 268. fundi sveitarstjórnar með sex atkvæðum. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Jón Magnússon og Sigríður Svavarsdóttir óska bókað að þau sitji hjá.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 530. fundur - 07.10.2010
Á 47. fundi menningar- og kynningarnefndar var m.a. bókað: "Nefndin beinir því til Eignasjóðs að unnin verði kostnaðaráætlun fyrir breytingar á húsinu sem hefðu það að markmiði að bókasafnið yrði fært niður á jarðhæð og skjalasafnið upp á aðra hæð, um leið og nauðsynlegir viðhaldsliðir eins og gluggar, lagnir og brunavarnarkerfi verði tekið til athugunar. Stefnt skuli að því að unnin verði áætlun til 3-4 ára um það hvernig ráðast megi í þessar framkvæmdir."
Byggðarráð samþykkir að áætlunin verði unnin og vísar erindinu að öðru leiti til gerðar fjárhagsáætlunar 2011
Menningar- og kynningarnefnd - 54. fundur - 14.09.2011
Guðmundur Þór Guðmundsson frá tæknideild sveitarfélagsins og Unnar Ingvason frá Héraðsskjalasafninu komu til fundarins og kynntu drög að framkvæmdaáætlun fyrir Safnahúsið til næstu þriggja ára.
Nefndin samþykkir að beina því til Byggðarráðs að breytingar á Safnahúsinu, sem hafa það að markmiði að færa Héraðsbókasafnið á jarðhæð og bæta aðgengi hreyfihamlaðra að þjónustu hússins með lyftu, verði settar í forgang við gerð fjárhagsáætlunar fyrir Eignasjóð árin 2012-2014.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 282. fundur - 20.09.2011
Menningar- og kynningarnefnd - 55. fundur - 01.11.2011
Rætt um hugmyndir um endurbætur á Safnahúsinu sem meðal annars fela í sér að Héraðsbókasafnið verði flutt á jarðhæð til að bæta aðgengi að því. Málið er nú í höndum eignasjóðs.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 284. fundur - 30.11.2011
Menningar- og kynningarnefnd - 63. fundur - 02.04.2012
Rætt um stöðu mála varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir í Safnahúsinu á Sauðárkróki sem miða að því að bæta aðgengi að Héraðsbókasafni Skagfirðinga.
Menningar- og kynningarnefnd beinir því til Byggðarráðs að ráðist verði í gerð lyftu í Safnahúsinu á Sauðárkróki, í samræmi við framkominn vilja Sjálfsbjargar í Skagafirði sem fram kom á fundi Byggðarráðs 26. jan. sl. þar sem fjallað var um útgreiðslu úr varasjóði Byggðasamlags um málefni fatlaðra á NLV.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 588. fundur - 04.04.2012
Lögð fram svohljóðandi bókun frá 63. fundi menningar- og kynningarnefndar: "Rætt um stöðu mála varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir í Safnahúsinu á Sauðárkróki sem miða að því að bæta aðgengi að Héraðsbókasafni Skagfirðinga. Menningar- og kynningarnefnd beinir því til byggðarráðs að ráðist verði í gerð lyftu í Safnahúsinu á Sauðárkróki, í samræmi við framkominn vilja Sjálfsbjargar í Skagafirði sem fram kom á fundi byggðarráðs 26. jan. sl. þar sem fjallað var um útgreiðslu úr varasjóði Byggðasamlags um málefni fatlaðra á NLV."
Byggðarráð felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að kostnaðarmeta framkvæmdina.
Þorsteinn Tómas Broddason óskar bókað:
Samfylkingin fagnar því að Sveitarfélagið Skagafjörður hafi það á áætlun sinni að mæta kröfum um aðgengi allra að þjónustustofnunum sveitarfélagsins. Það skýtur hinsvegar skökku við að nota eigi fjármagn sem upphaflega átti að nýta til þjónustu við fatlaða í fjárfestingu fyrir eignasjóð Skagafjarðar.
Bókun:
Mikilvægt er að gera bragarbót á aðgengi Safnahúss Skagfirðinga hið fyrsta með því að ráðast í gerð lyftu í húsinu. Er það ennfremur í samræmi við framkominn vilja Sjálfsbjargar í Skagafirði, sem telur það eitt forgangsverkefna.
Stefán Vagn Stefánsson, Bjarni Jónsson, Jón Magnússon, Þorsteinn T. Broddason
Guðmundur Þór Guðmundsson frá tæknideild sveitarfélagsins kom til fundarins. Rætt var um ástand Safnahússins, en brýn þörf er á því að húsið verði endurbætt til að tryggja öryggi þeirra bóka og skjala sem varðveitt er í húsinu. Eins er mikilvægt að bæta úr aðgengismálum á bókasafninu, en þau eru óviðunnandi þar sem safnið er á annarri hæð og engin lyfta í húsinu. Farið var í skoðunarferð um húsið og ástand þess skoðað.
Nefndin beinir því til Eignasjóðs að unnin verði kostnaðaráætlun fyrir breytingar á húsinu sem hefðu það að markmiði að bókasafnið yrði fært niður á jarðhæð og skjalasafnið upp á aðra hæð, um leið og nauðsynlegir viðhaldsliðir eins og gluggar, lagnir og brunavarnarkerfi verði tekið til athugunar. Stefnt skuli að því að unnin verði áætlun til 3-4 ára um það hvernig ráðast megi í þessar framkvæmdir.