Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

372. fundur 20. maí 2020 kl. 16:00 - 17:30 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Regína Valdimarsdóttir varaform.
  • Álfhildur Leifsdóttir ritari
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður skipulagsfulltrúa
  • Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir
  • Jóhanna Ey Harðardóttir
  • Axel Kárason
  • Einar Andri Gíslason byggingarfulltrúi
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Jón Örn Berndsen skipulagsfulltrúi
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Svavar Atli Birgisson slökkviliðsstjóri
Fundargerð ritaði: Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Kárastígur 13 - Fyrirspurn

Málsnúmer 2005079Vakta málsnúmer

Þuríður Helga Jónasdóttir kt. 050862-4029, skráður eigandi húss að Kárastíg 13 á Hofsósi L146637, leggur fram fyrirspurn, þar sem óskað er eftir heimild til að gera bílastæði innan lóðar samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Fyrir liggur umsögn Steins Leó Sveinssonar sviðstjóra veitu-og framkvæmdasviðs, þar sem fram kemur að hann fyrir sitt leiti gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða framkvæmd.
Skipulags-og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.

2.Hólatún 14 - Fyrirspurn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1712043Vakta málsnúmer

Þorgrímur G. Pálmason kt. 010554-4629, leggur fram fyrirspurn, þar sem óskað er eftir leyfi til að stækka bílskúr til samræmis við meðfylgjandi gögn. Ætlunin er að stækka bílskúr til austurs að lóðamörkum.
Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugsemd við fyrirhugaða framkvæmd.

3.Hegranes , hitaveita og ljósleiðari - Framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2005111Vakta málsnúmer

Steinn Leó Sveinsson f.h. veitu- og framkvæmdsviðs Sveitarfélagsins Skagafjörður leggur fram umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu hitaveitulagnar og ljósleiðara frá hesthúsahverfi Flæðum á Sauðárkróki, að Utanverðunesi og Hellulandi í Hegranesi, skv. teikningum unnum af Verkfræðistofunni Stoð, dagsettar 4. mars 2020, ásamt teikningum unnum af Mílu dagsettar 28. apríl 2020. Verkáætlun er á árinu 2020. Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012, að fenginni jákvæðri umsögn Minjastofnunar og Vegagerðarinnar.

4.Víðimelur L146083 (Víðibrekka 16) Umsókn um stofnun lóðar.

Málsnúmer 2005069Vakta málsnúmer

Ómar Feykir Sveinsson kt. 161181-5529 og Erla Björk Helgadóttir kt. 1101181-5109, sækja um leyfi til að stofna 4.508,3m2 frístundahúsalóð út úr landi Víðimels L146083, samkvæmt hnitsettum uppdrætti nr. S-16, í verki 7118, dags.7. maí 2020, unnið af verðfræðistofunni Stoð ehf. Óskað er eftir að lóðin fái heitið Víðibrekka 16.Tekið er fram í umsókn að lögbýlaréttur muni áfram tilheyra Víðimel landnr. 146083.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.

5.Víðimelur-Víðibrekka 9 - landskipti

Málsnúmer 2005113Vakta málsnúmer

Ómar Feykir Sveinsson kt. 161181-5529 og Erla Björk Helgadóttir kt. 1101181-5109, sækja um leyfi til að stofna 4.047,5m2 frístundahúsalóð út úr landi Víðimels L146083, samkvæmt hnitsettum, uppdrætti nr. S-09, í verki 7118, dags. 7. maí 2020, unnið af verkfræðistofunni Stoð ehf. Óskað er eftir að lóðin fái heitið Víðibrekka 9.Tekið er fram í umsókn að lögbýlaréttur muni áfram tilheyra Víðimel landnr. 146083.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.

6.Hegrabjarg 146380 - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 2005120Vakta málsnúmer

Margrét Ólafsdóttir kt. 030641- 4699 og Sigrún Ólafsdóttir kt. 030641-4779 þinglýstir eigendur Hegrabjargs L146380, leggja fram umsókn um að stofna 1.64 ha spildu úr landi Hegrabjargs L146380, samkvæmt meðfylgjandi hnitasettum uppdrætti, nr. S01 í verki nr. 705101, dags. 3. apríl 2020, unnið af verkfræðistofunni Stoð ehf. Óskað er eftir að ný spilda fái heitið Hegrabjarg 2. Lögbýlisréttur og öll hlunnindi fylgja Hegrabjargi L146380.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindi eins og það er fyrir lagt.

7.Syðra-Vallholt 2 146068 - Umsókn um landskipti.

Málsnúmer 2005134Vakta málsnúmer

Jónína Guðrún Gunnarsdóttir, kt. 190361-3739, þinglýstur eigandi jarðarinnar Syðra-Vallholt 2, L146068, óskar eftir heimild til að stofna 4.00 ha spildu úr landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi hnitasettum uppdrætti nr. S01 í verki 724406 útg. 29. apríl 2020, unnið hjá verkfræðistofunni Stoð ehf. Óskað er eftir að ný spilda fái heitið Milliholt. Fram kemur í umsókn að engin hlunnindi fylgi útskiptri spildu og að lögbýlaréttur muni áfram fylgja Syðra-Vallholti 2, landnr. 146068.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindi eins og það er fyrir lagt.

8.Nátthagi 1-3 1R - Umsókn um stækkun byggingarreits

Málsnúmer 2005139Vakta málsnúmer

Rafnkell Jónsson kt. 270564-2169 og Pálína Hildur Sigurðardóttir kt. 270872-4019, lóðarhafar Nátthaga 1, L146450, á Hólum í Hjaltadal, óska eftir stækkun á byggingarreit vegna fyrirhugaðrar byggingar bílskúrs á lóðinni, skv.meðfylgjandi hnitsettum uppdrætti nr. S01 í verki 422303 útg. 14. maí 2020. Unnið af verkfræðistofunni Stoð ehf.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.

9.Varmahlíð - athafnasvæði - lóðarumsókn-stofnun lóðar

Málsnúmer 1908148Vakta málsnúmer

Ingvar Gýgjar Sigurðsson f.h. veitu- og framkvæmdasviðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar, leggur fram umsókn um stofnun lóðar innan iðnaðar- og athafnasvæðis í Varmahlíð, úr landinu Víðimelur lóð L220285. Lóðinni er ætlað að þjóna hlutverki sorpmóttökustöðvar. Meðfylgjandi er hnitasettur lóðaruppdráttur ásamt gögnum varðandi móttökustöðina, unnið af verkfræðistofunni Stoð ehf. verknr. 418401. dags 21.3.2018.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.

10.Birkimelur 20 - 26. - Lóðarmál

Málsnúmer 2004187Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi Sveitarfélagsins Skagafjarðar, leggur fram smávægilegar breytingar á afmörkun lóðanna nr. 20-26 við Birkimel í Varmahlíð.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.

11.Víðihlíð 4 - Umsókn um breikkun innkeyrslu og bílastæði.

Málsnúmer 2005138Vakta málsnúmer

Hanna Dóra Björnsdóttir kt. 301274-4679 og Einar Andri Gíslason kt. 160669-4549, lóðarhafar í Víðihlíð 4, á Sauðárkróki, sækja um leyfi til að breikka núverandi innkeyrslu til suðurs um 2m, auk þess að gera bílastæði fyrir framan lóð, 4,5m til suðurs frá innkeyrslustút.
Fyrir liggur umsögn Steins Leó Sveinssonar sviðstjóra veitu-og framkvæmdasviðs, þar sem fram kemur að hann fyrir sitt leiti geri ekki athugasemd við framkvæmdina.
Skipulags-og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.

12.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 104

Málsnúmer 2005001FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:30.