Fara í efni

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga

2. fundur 22. maí 2017 kl. 14:00 á Hótel Varmahlíð
Nefndarmenn
  • Björg Baldursdóttir aðalm.
  • Þórdís Friðbjörnsdóttir
  • Arnór Gunnarsson
  • Gunnar Rögnvaldsson
  • Ásdís Sigrún Sigurjónsdóttir
Dagskrá

1.Ársreikningur 2016 - Menningarsetur Skagfirðinga

Málsnúmer 1705239Vakta málsnúmer

Formaður fór yfir reikninga og kynnti niðurstöður. Sjá reikning 14670, sjóðaskrá.

2016 2015
Tekjur alls 2.395.329 2.880.119
Gjöld alls 1.501.003 707.073

Afkoma fyrir fjármagnsliði 894.326 2.173.046

Fjármagnstekjur og gjöld 157.607 92.237

Niðurstaða rekstrar 1.051.933 2.265.283

Efnahagsreikningur 31.12.2016
Eignir:
Fastafjármunir 88.926.000 84.6339.000
Veltufjármunir 7.296.372 6.799.866
Eignir alls 96.222.372 91.438.866

Skuldir og eigið fé:
Eigið fé 95.845.605 91.406.672
Langtímaskuldir 1.902 1.902
Skammtímaskuldir 374.865 30.292
Skuldir og eigið fé alls 96.222.372 91.438.866

Reikningar bornir upp og samþykktir.

2.Lóðamál í Varmahlíð

Málsnúmer 1811037Vakta málsnúmer

Borist hefur erindi frá Orku náttúrunnar Bæjarhálsi 1 110 Reykjavík um mögulega staðsetningu á hleðslustöð fyrir rafbíla í Varmahlíð. Um er að ræða þrjú bílastæði. Stjórnin fór í vettvangsferð um mögulega staði og velti upp möguleikum. Að mati stjórnarinnar og teknu tilliti til umferðar í gegn og framhjá kaupfélagi og á plönum þar, er besti staðurinn norðan við leikskólann í gamla pósthúsinu.
Anna möguleiki, sýnu síðri, er er sunnan og austan við þvottaplanið.
Þessum hugmyndum verður vísað áfram til sveitarstjórnar til frekari úrvinnslu.

3.Stígar og upplýsingaskilti

Málsnúmer 1305317Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga frá Árna Tryggvasyni ásamt grófri kostnaðaráætlun vegna uppsetningar á útsýnismyndum (Panorama) sem stefnt er að komi á toppnum á Reykjarhólnum. Formaður hefur skoðað mögulega staðsetningu, ásamt Sigfúsi Inga Sigfússyni og hönnuði, og að þeirra mati er besta staðsetningin á þakinu á hitaveituhúsinu á hólnum. formanni falið að vinna áfram að málinu.

4.Umsóknir um styrki til Menningarseturs Skagf.

Málsnúmer 1903215Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Reynistaðabræðrum yngri vegna uppsetningar á minnisvarða um Reynistaðabræður eldri. Nefndin þakkar fyrir erindið en samþykkir að hafna því vegna mikilla fyrirsjáanlegra útgjalda.
Fundargerðin skráð í fundakerfi sveitarfélagsins af Kristínu Jónsdóttur eftir fundargerðarbók stjórnar Menningarseturins.

Fundi slitið.