Fara í efni

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga

3. fundur 01. ágúst 2017 kl. 14:00 á Hótel Varmahlíð
Nefndarmenn
  • Björg Baldursdóttir aðalm.
  • Þórdís Friðbjörnsdóttir formaður
  • Arnór Gunnarsson aðalm.
  • Gunnar Rögnvaldsson aðalm.
  • Ásdís Sigrún Sigurjónsdóttir aðalm.
Dagskrá

1.Stígar og upplýsingaskilti

Málsnúmer 1305317Vakta málsnúmer

Þórdís lagði fram sem vinnuplagg myndir af fyrirhuguðum útsýnisskiltum sem setja á upp á Reykjarhólnum.
Myndirnar sýna fjallahringinn með örnefnum, teknar á fallegum vordegi. Samþykkt að leita til Reynis Pálssonar húsasmiðs í Varmahlíð um smíði á undirstöðum. Fyrir liggur leyfi Veitumanna til uppsetningar.
Nauðsynlegt er í framhaldi að útbúa tröppur af bílastæðinu að norðanverðu upp að útsýnisskiltinu. Arnór ætlar að tala við Víðimelsbræður um vélavinnu því tengt.

2.Lóðamál í Varmahlíð

Málsnúmer 1811037Vakta málsnúmer

Formaður lagði fram bréf frá Þresti Jónssyni kt: 060371-3699 dagsett 11.07.17 sem fyrir hönd Þ. Jónssonar slf. 530614-0850 sækir um lóð við Reykjarhólsveg 20b, fastanúmer 233-7364.
Samþykkt að auglýsa lóðina fyrst í Sjónhorninu og fá fasteignasölu til að sjá um ferlið.
Formanni falið að upplýsa Þröst um fyrirkomulagið.

3.Umsóknir um styrki til Menningarseturs Skagf.

Málsnúmer 1903215Vakta málsnúmer

Í framhaldi af fyrri umræðu um styrk til íþróttamiðstöðvarinnar í Varmahlíð til kaupa á göngubretti er samþykkt að veita kr 500.000 til kaupanna.
Fundargerðin skráð í fundakerfi sveitarfélagsins af Kristínu Jónsdóttur eftir fundargerðarbók stjórnar Menningarseturins.

Fundi slitið.