Sveitarstjórn Skagafjarðar
Dagskrá
1.Byggðarráð Skagafjarðar - 3
Málsnúmer 2206020FVakta málsnúmer
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 3 Undir þessum dagskrárlið komu fulltrúar frá Háskólanum á Hólum, Edda Matthíasdóttir og Stefán Óli Steingrímsson, til viðræðu um málefni skólans og eflingu hans. Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar byggðarráðs staðfest á 3. fundi sveitarstjórnar 17. ágúst 2022 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 3 Undir þessum dagskrárlið komu fulltrúar frá Skagfirðingasveit, björgunarsveit, Björn Jónsson, Ásta Birna Jónsdóttir og Edda Matthíasdóttir, til viðræðu um starfsemi og framtíðarsýn sveitarinnar.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að taka saman gögn til frekari upplýsinga. Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar byggðarráðs staðfest á 3. fundi sveitarstjórnar 17. ágúst 2022 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 3 Endurráðning Sigfúsar Inga Sigfússonar í starf sveitarstjóra sveitarfélagsins. Lagður fram ráðningarsamningur við Sigfús Inga Sigfússon með gildistíma frá 27. júní 2022 til og með 14. júní 2026.
Byggðarráð samþykkir framlagðan ráðningarsamning. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til dagskrárliðar 5, Endurráðning sveitarstjóra. Samþykkt samhljóða.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 3 Umræða um þann alvarlega mönnunarvanda sem nú er uppi í leikskólum og mögulegar tillögur til úrbóta. Selma Barðdal Reynisdóttir fræðslustjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Byggðarráð lýsir áhyggjum sínum yfir stöðunni og felur fræðslunefnd að vinna áfram með þær hugmyndir sem ræddar voru. Fræðslunefnd fundar næst fimmtudaginn 30. júní 2022. Byggðarráð er reiðubúið til að auka fjármagn til fræðslumála vegna aðgerðanna með gerð viðauka við fjárhagsáætlun ársins. Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar byggðarráðs staðfest á 3. fundi sveitarstjórnar 17. ágúst 2022 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 3 Lagt fram bréf dagsett 24. júní 2022 frá nýstofnuðum íbúasamtökum fyrir þéttbýlið í Varmahlíð, varðandi framkvæmdir við Norðurbrún og Laugaveg í Varmahlíð. Stjórn íbúasamtakanna óskar eftir íbúafundi með sveitarstjórnarfólki hið fyrsta, þar sem veittar verði upplýsingar m.a. um stöðu ofangreindra framkvæmda, ástand jarðvegs, vatns og vatnslagna.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að finna tíma fyrir íbúafund í samráði við íbúasamtökin. Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar byggðarráðs staðfest á 3. fundi sveitarstjórnar 17. ágúst 2022 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 3 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 22. júní 2022, frá skólaráði Grunnskólans austan Vatna. Á fundi skólaráðs Grunnskólans austan Vatna 19. maí 2022 var samþykkt að senda eftirfarandi áskorun um að gera betur í að bregðast við brýnni þörf vegna þeirra aðstæðna sem komu upp í elstu álmu Grunnskólans á Hofsósi í vetur þegar þar greindist mygla. Skorað er á ráðamenn sveitarfélagsins að fylgja því fast eftir að lokið verði við þær framkvæmdir sem ráðast þarf í vegna þessa máls strax í sumar og komi húsnæðinu í ásættanlegt horf fyrir 15. ágúst, þegar næsta skólaár hefst.
Byggðarráð samþykkir að fela sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að bregðast við óskum um úrbætur á hljóðvist eins fljótt og auðið er. Öðrum viðhaldsaðgerðum vísað til gerðar fjárhagsáætlunar næsta árs. Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar byggðarráðs staðfest á 3. fundi sveitarstjórnar 17. ágúst 2022 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 3 Lagt fram bréf dagsett 22. júní 2022 frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga varðandi ársreikning 2021. Fram kemur að Sveitarfélagið Skagafjörður (5200) uppfylli ekki lámarksviðmið eftirlitsnefndar að öllu leiti. Þrátt fyrir bráðabirgðaákvæði VII í sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 þar sem sveitarstjórnum er heimilt að víkja frá skilyrðum um jafnvægisreglu og skuldareglu út árið 2025 vill EFS benda sveitarstjórn á að árið 2026 þarf að uppfylla framangreind skilyrði. Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar byggðarráðs staðfest á 3. fundi sveitarstjórnar 17. ágúst 2022 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 3 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 23. júní 2022 frá innviðaráðuneytinu. Óskar ráðuneytið eftir innleggi frá sveitarstjórnum inn í stefnumótandi áætlanir ríkisins á sviði sveitarfélaga, skipulags- og húsnæðismála með tölvupósti þann 20. júní síðastliðinn, sbr. tölvupóst að neðan. Ítrekað er að umfjöllunin byggi á tiltækum upplýsingum. Þess er farið á leit að innleggið verði fært inn í þar til gert rafrænt eyðublað og sent ráðuneytinu eigi síðar en 31. júlí 2022. Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar byggðarráðs staðfest á 3. fundi sveitarstjórnar 17. ágúst 2022 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 3 Erindinu vísað frá 1. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þann 20. júní 2022.
"Tekið fyrir erindi frá Berglindi Þorsteinsdóttur, safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga, dagsett 11.05.2022 um gjaldskrá byggðasafnsins fyrir árið 2023.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrirlagða gjaldskrá fyrir árið 2023. Erindinu vísað til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til dagskrárliðar 6, Byggðasafn Skagfirðinga - Gjaldskrá 2023. Samþykkt samhljóða.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 3 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 16. júní 2022, úr máli 2022022175, frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra. Stefanía Hjördís Leifsdóttir, Brúnastöðum, 570 Fljót f.h. Ferðaþjónustunnar Brúnastöðum kt. 680911-0530, sækir um leyfi til að reka gististað í flokki II minna gistiheimili að Lambanes-Reykjum, 570 Fljót. Fastanúmer 2144120.
Álfhildur Leifsdóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina. Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar byggðarráðs staðfest á 3. fundi sveitarstjórnar 17. ágúst 2022 með átta atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 3 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 24. júní 2022 frá RARIK. Stjórn RARIK óskar eftir því að fá að hitta fulltrúa sveitarfélagsins á hádegisfundi föstudaginn 26. ágúst n.k. á Sauðárkróki. Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar byggðarráðs staðfest á 3. fundi sveitarstjórnar 17. ágúst 2022 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 3 Lögð fram til kynningar ársskýrsla Persónuverndar fyrir 2021. Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar byggðarráðs staðfest á 3.fundi sveitarstjórnar 17. ágúst 2022 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 3 Lagt fram til kynningar fundarboð Jafnréttisstofu um landsfund um jafnréttismál sveitarfélaga þann 15. september 2022 á Akureyri. Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar byggðarráðs staðfest á 3.fundi sveitarstjórnar 17. ágúst 2022 með níu atkvæðum.
2.Félagsmála- og tómstundanefnd - 2
Málsnúmer 2208004FVakta málsnúmer
Fundargerð 2. fundar félagsmála- og tómstundanefndar frá 11. ágúst 2022 lögð fram til afgreiðslu á 3. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Félagsmála- og tómstundanefnd - 2
NPA miðstöðin svf. hefur á undanförnum árum reiknað út jafnaðartaxta NPA fyrir sveitarfélög og hefur Skagafjörður tekið mið af þeim útreikningi við samþykkt greiðsluviðmið jafnaðarstunda.
Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022 var jafnaðartaxti NPA miðaður við útreikninga NPA miðstöðvarinnar á uppreiknuðum lágmarkstöxtum NPA samninnga frá 1.janúar 2021. Á þeim tíma var NPA miðstöðin ekki búin að uppreikna taxta fyrir árið 2022.
NPA miðstöðin sendi sveitarfélögum uppreiknaðan jafnaðartaxta fyrir árið 2022 þann 20.janúar sl.
Taxtarnir eru eftirfarandi frá 1.janúar - 30.apríl 2022:
Jafnaðarstund NPA samninga sem eru án hvíldarvakta. 5.963 kr. á klukkustund.
Jafnaðarstund NPA samninga sem kveður á um aðstoð allan sólarhringinn hjá notanda sem getur nýtt sér hvíldarvaktir. 5.441 kr. á klukkustund.
Jafnaðarstund NPA samninga þar sem ekki er gert ráð fyrir næturvinnu, þ.e. hvorki hvíldarvöktum né vakandi næturvöktum. 5.622 kr. á klukkustund.
Taxtar frá 1.maí - 31.desember 2022 eru eftirfarandi:
Jafnaðarstund NPA samninga sem eru án hvíldarvakta. 6.717 kr. á klukkustund.
Jafnaðarstund NPA samninga sem kveður á um aðstoð allan sólarhringinn hjá notanda sem getur nýtt sér hvíldarvaktir. 6.000 kr. á klukkustund.
Jafnaðarstund NPA samninga þar sem ekki er gert ráð fyrir næturvinnu, þ.e. hvorki hvíldarvöktum né vakandi næturvöktum. 6.157 kr. á klukkustund.
Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir uppreiknaða jafnaðartaxta NPA miðstöðvarinnar fyrir árið 2022. Vísað til byggðaráðs.
Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 3. fundi sveitarstjórnar 17. ágúst 2022 með níu atkvæðum. -
Félagsmála- og tómstundanefnd - 2 Sjö mál tekin fyrir. Fimm samþykkt og tveimur synjað. Fært í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 2. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 3. fundi sveitarstjórnar 17. ágúst 2022 með níu atkvæðum.
3.Landbúnaðarnefnd - 3
Málsnúmer 2208005FVakta málsnúmer
Fundargerð 3. fundar landbúnaðarnefndar frá 15. ágúst 2022 lögð fram til afgreiðslu á 3. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Landbúnaðarnefnd - 3 Málið áður á dagskrá 2. fundar landbúnaðarnefndar þann 18. júlí 2022. Fjallskilasjóður Deildardals hefur óskað eftir fjármagni til lagfæringar á vöðum og varnargörðum sem hafa farið illa í vatnavöxtum undanfarinna vikna og einnig í fyrra. Fulltrúar fjallskilasjóðsins Rúnar Páll D. Hreinsson og Sigmundur Jóhannesson komu á fund nefndarinnar undir þessum dagskrárlið til viðræðu.
Landbúnaðarnefnd telur að framlag ársins 2022 til fjallskilasjóðsins dugi fyrir þeim aðgerðum sem þörf er á til að laga vöð og varnargarða. Landbúnaðarnefnd samþykkir að fela Kára Gunnarssyni umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að ræða við minjavörð Norðurlands vestra um þrjár gamlar hlaðnar réttir á svæðinu og vörslu þeirra. Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 3. fundi sveitarstjórnar 17. ágúst 2022 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðarnefnd - 3 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 25. júlí 2022 frá Fjallskilasjóði Hofsóss og Unadals varðandi vegslóða sem þarfnast lagfæringa eftir leysingar á árinu 2021. Óskað er eftir styrk að fjárhæð 755-850 þúsund krónur til viðgerðar á slóðanum.
Landbúnaðarnefnd leggur til við umhverfis- og samgöngunefnd að hún úthluti fjármagni til þessara lagfæringa úr styrkveitingu frá Vegagerðinni vegna styrkvega 2022. Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 3. fundi sveitarstjórnar 17. ágúst 2022 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðarnefnd - 3 Kjör fjallskilanefndar Hóla- og Viðvíkurhrepps, þrír aðalmenn og einn varamaður.
Lögð fram tillaga um:
Víðir Sigurðsson, Kjarvalsstöðum, sem fjallskilastjóra. Bergur Gunnarsson, Narfastöðum og Erlingur Garðarsson, Neðra-Ási, sem aðalmenn.
Til vara: Jóhann Ingi Haraldsson, Ásgeirsbrekku.
Aðrar tillögur komu ekki fram og skoðast þeir því réttkjörnir. Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 3. fundi sveitarstjórnar 17. ágúst 2022 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðarnefnd - 3 Innan þéttbýlis í sveitarfélaginu hefur lengi tíðkast að heimila hrossaeigendum að beita ýmis svæði sem annars færu í órækt og óþrif. Mest er um þetta á Sauðárkróki.
Landbúnaðarnefnd ítrekar við þau sem eru með hross á þessum blettum í þéttbýlinu að gæta þess að girðingar séu í lagi svo búpeningur haldist innan þeirra og umgengni um svæðið sé til fyrirmyndar.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að fela Kára Gunnarssyni umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að uppfæra kort af þessum svæðum og útbúa skriflega samninga um þau. Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 3. fundi sveitarstjórnar 17. ágúst 2022 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðarnefnd - 3 Borist hafa aðfinnslur frá íbúum á Hofsósi vegna hrossabeitar innan þéttbýlisins á landi sveitarfélagsins.
Landbúnaðarnefnd ítrekar að það þarf leyfi frá sveitarfélaginu til þess halda búfé innan þéttbýlisstaða. Einnig þarf leyfi til þess að fá bletti innan þéttbýlis til þrifabeitar og góð umgengni og gripaheldar girðingar eru skilyrði. Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 3. fundi sveitarstjórnar 17. ágúst 2022 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðarnefnd - 3 Lagt fram bréf frá Vegagerðinni, dagsett 26. júní 2022 varðandi umsókn sveitarfélagsins um fjárveitingu til styrkvega 2022. Samþykkt var að veita sveitarfélaginu 6.000.000 kr. styrk vegna átta vega. Fjármagninu hefur ekki verið útdeilt á verkefnin en málið er á forræði umhverfis- og samgöngunefndar.
Landbúnaðarnefnd leggur til við umhverfis- og samgöngunefnd að Unadalsvegur, Þúfnavallavegur, Keldudalsvegur, Molduxaskarðsvegur og Kolbeinsdalsvegur fái forgang við úthlutun styrkfjárins.
Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 3. fundi sveitarstjórnar 17. ágúst 2022 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðarnefnd - 3 Lagt fram bréf sem barst 10. ágúst 2022 frá Kolbrúnu Grétarsdóttur varðandi ábendingu um lausagöngu búfjár í Blönduhlíð fremri. Búpeningur sé of mikið í lausagöngu og hafi verið valdur að bílslysum á Þjóðvegi 1 þar sem hann liggur um Blönduhlíð. Þetta sé verulegt vandamál og telur bréfritari að nú sé komið að því að banna lausagöngu búfjár á vegum í Skagafirði.
Landbúnaðarnefnd skorar á landeigendur að sinna viðhaldi girðinga meðfram þjóðvegum og minnir á að Vegagerðin endurgreiðir kostnað við viðhald veggirðinga sbr. 5. gr. reglugerðar nr. 930/2012. Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 3. fundi sveitarstjórnar 17. ágúst 2022 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðarnefnd - 3 Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi kynnti fyrir nefndarmönnum ástand skilarétta í sveitarfélaginu, viðhaldsþörf þeirra og viðgerðir sem unnið er að. Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 3. fundi sveitarstjórnar 17. ágúst 2022 með níu atkvæðum.
-
Landbúnaðarnefnd - 3 Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Deildardals fyrir árið 2021. Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 3. fundi sveitarstjórnar 17. ágúst 2022 með níu atkvæðum.
4.Skipulagsnefnd - 4
Málsnúmer 2208003FVakta málsnúmer
Fundargerð 4. fundar skipulagsnefndar frá 11. ágúst 2022 lögð fram til afgreiðslu á 3. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Pétursdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
Álfhildur Leifsdóttir vék af fundi við afgreiðslu dagskrárliðar 4.8
Álfhildur Leifsdóttir vék af fundi við afgreiðslu dagskrárliðar 4.8
-
Skipulagsnefnd - 4 Drög að deiliskipulagi fyrir Hofsós, sunnan Kirkjubrautar lögð fram. Skipulagsuppdráttur nr. DS01, dagssettur 08.08.2022 unninn á Stoð ehf. af Birni Magnúsi Árnasyni og Ínu Björk Ársælsdóttur ásamt greinargerð dagssett 08.08.2022.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins ásamt hönnuði.
Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar skipulagnefndar staðfest á 3. fundi sveitarstjórnar 17. ágúst 2022 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 4 Drög að deiliskipulagi fyrir Grunn- og leikskólann í Varmahlíð, sundlaug ásamt íþróttahúsi, íþróttasvæði og menningarhúsins Miðgarðs lögð fram. Skipulagsuppdráttur unninn af VA arkitektum af Karli Magnúsi Karlssyni, útgefinn 08.08.2022.
Skipulagsnefnd leggur til við Sveitarstjórn að setja tillögu að deiliskipulagi fyrir Grunn- og leikskóla, sundlaug ásamt íþróttahúsi, íþróttasvæði og menningarhúsins Miðgarðs í auglýsingu í samræmi við 41.gr skipulagslaga 123/2010. Einnig leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að fara í óverulega breytingu á aðalskipulagi samhliða auglýsingu tillögunnar til samræmingar.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til dagskrárliðar 7, Skólamannvirki Varmahlíð - Deiliskipulag. Samþykkt samhljóða.
- 4.3 2207113 Beiðni um lóð undir kennslu- og rannsóknaaðstöðu fiskeldis- og fiskalíffræði Háskólans á HólumSkipulagsnefnd - 4 Erindi vísað frá fundi Byggðaráðs 20.07.2022 þar sem bókað var:
„Tekið fyrir erindi, dags. 13. júlí 2022, frá rektor Háskólans á Hólum þar sem kynnt eru áform háskólans um að byggja húsnæði undir kennslu- og rannsóknaraðstöðu skólans á Sauðárkróki, sem jafnframt myndi hýsa nýsköpunarklasa. Í erindinu er einnig óskað eftir því að Skagafjörður sveitarfélag vinni að því að finna húsnæðinu lóð skv. þeirri þarfagreiningu sem fylgir með erindinu. Byggðarráð þakkar fyrir erindið og fagnar metnaðarfullum áformum Háskólans á Hólum til frekari eflingu og framþróunar starfsemi hans. Byggðarráð felur skipulagsfulltrúa og sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að greina mögulegar lóðir sem hentað geta nýrri byggingu m.t.t. þeirra þarfa sem skólinn hefur greint."
Skipulagsfulltrúa og formanni skipulagsnefndarinnar falið að ræða við Hólmfríði Sveinsdóttur rektor Hólaskóla varðandi mögulegt staðarval. Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar skipulagnefndar staðfest á 3. fundi sveitarstjórnar 17. ágúst 2022 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 4 Málið áður á dagskrá skipulagsnefndar 20. júlí 2022 þar sem lagt var til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdaleyfi.
Fyrir liggja uppfærð gögn með tillögu að breyttri legu yfir Sauðárgil.
Skipulagsnefnd leggur að öðru sinni til við sveitarstjórn að veitt verði umbeðið framkvæmdaleyfi á grundvelli framkominna gagna. Nefndin minir jafnframt á fyrri athugasemd sína þar sem farið er fram á að sett verði upp fræðsluskilti á þeim stöðum þar sem samnýting mismunandi hagsmunaaðila er á fyrirhugaðri reiðleið. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til dagskrárliðarliðar 8, Reiðleiðir - Umsókn um framkvæmdaleyfi. Samþykkt samhljóða.
-
Skipulagsnefnd - 4 Kári Gunnarsson, Reynald Smári Gunnarsson, Gunnar Ingi Valdimarsson og Arnar Logi Valdimarsson þinglýstir eigendur jarðarinnar Bólu, fyrrum Akrahreppi í Skagafirði landnúmer 146272 óska eftir með vísan til laga nr. 81/2004 með síðari breytingum og laga nr. 123/2010, heimild til að stofna fimm spildur/frístundahúsalóðir úr landi jarðarinnar. Þá er óskað eftir að lóðirnar fái heitin (staðföngin) Bóla 1, Bóla 2, Bóla 3, Bóla 4 og Bóla 6. Innan lóðarinnar Bóla 6 er óskráð mannvirki, aðrar lóðir án húsa og eða annarra mannvirkja.
Framlagður hnitsettur uppdráttur dagsettur 01.07.2022 unnin hjá FRJ ehf. kt 620601-2250 af Einari I. Ólafssyni kt. 150390-3389 gerir grein fyrir erindinu.
Lögbýlaréttur og hlunnindi fylgja áfram jörðinni Bólu, L146272.
Staðföng útskiptra lóða vísar í heiti upprunajarðarinnar
Ofangreind umbeðin landskipti samræmast gildandi aðalskipulagi Akrahrepps og skerða ekki landbúnaðarsvæði.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.
Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar skipulagnefndar staðfest á 3. fundi sveitarstjórnar 17. ágúst 2022 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 4 Sigríður Bjarnadóttir og fh. eigenda jarðarinnar Þramar á Langholi (L176749) óskar eftir að fá samþykktan byggingarreit á jörðinni skv.meðfylgjandi uppdrætti sem gerður er af Búnaðarsambandi Eyjafjarðar. Uppdráttur dags. 14.07.2022 gerir grein fyrir erindinu.
Þá fylgja erindinu gögn sem gera grein fyrir aðkomu að jörðinni. Jákvæð umsögn Minjastofnunar Íslands liggur fyrir. Um er að ræða byggingarreit fyrir 35 m² sumarhús sem flutt verður á staðinn frá Akureyri.
Skipulagsnefnd samþykkir umbeðinn byggingarreit.
Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar skipulagnefndar staðfest á 3. fundi sveitarstjórnar 17. ágúst 2022 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 4 Þórólfur Sigurjónsson og Guðný Vésteinsdóttir, þinglýstir eigendur lóðarinnar Hofsstaðasel land, landnúmer 179937 óska eftir heimild til að stofna 225 m² byggingarreit á lóðinni skv. framlögðum afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu. Uppdráttur nr. S01 í verki 70670002 útg. 11. júlí 2022.
Um er að ræða byggingarreit fyrir nýtt gistihýsi að hámarki 50 m² að stærð og að hámarki 4 m að hæð frá gólfi í mæni.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að afgreiða erindið að fenginni umsögn minjavarðar.
Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar skipulagnefndar staðfest á 3. fundi sveitarstjórnar 17. ágúst 2022 með níu atkvæðum. - 4.8 2207185 Ríp 1 (L146393), Ríp 2 (L146396) og Ríp 3 (L146397) - Umsókn um staðfestingu landamerkjaSkipulagsnefnd - 4 Birgir Þórðarson þinglýstur eigandi jarðanna Ríp 1 (L146393), Ríp 2 (L146396) annarsvegar og hinsvegar Halldór B. Gunnlaugsson þinglýstur eigandi jarðarinnar Ríp 3 (L146397) í Hegranesi í Skagafirði, óska eftir staðfestingu skipulagsnefndar á landamerkjum milli jarðanna Rípur 1 og 2 annars vegar, og Rípur 3 hins vegar, eins og þau eru sýnd á meðfylgjandi hnitsettum afstöðuuppdráttum nr. S01 og S100, sem gefnir voru út 11. júlí 2007, áritaðir 20. desember 2009 af þriggja manna skiptanefnd.
Þann 10. apríl 2002 komust þáverandi eigendur jarðarinnar að samkomulagi um að fela þriggja manna nefnd að framkvæma skipti á landi jarðarinnar, og er samkomulagið fylgiskjal með umsókn. Í nefndina voru skipaðir Agnar Halldór Gunnarsson, Jón Örn Berndsen og Þórarinn Leifsson.
Vinnu nefndarinnar lauk með gerð ofangreindra uppdrátta og eru þeir áritaðir af nefndinni. Nefndin útbjó einnig landskiptagerð og fylgir óáritað eintak þeirrar landskiptagerðar með umsókn, dagsett 20. desember 2009.
Umsóknin nær aðeins til merkja milli Rípur 1, 2 og 3, ekki er óskað staðfestingar á landamerkjum Rípur og aðliggjandi jarða.
Jarðirnar Ríp 1, 2 og 3 eru í dag allar skráðar lögbýli og helst sú skráning óbreytt.
Álfhildur Leifsdóttir vék af fundi við afgreiðslu erindisins.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.
Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar skipulagnefndar staðfest á 3. fundi sveitarstjórnar 17. ágúst 2022 með átta atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 4 Málið áður á dagskrá skipulags- og byggingarnefndar 4. mars 2021, þar sem nefndin samþykkti 2.860 m² byggingarreit á lóðinni Hegrabjarg 2 (230360). Afgreiðsla nefndarinnar staðfest á fundi sveitarstjórnar þann 14. apríl 2021.
Í dag liggur fyrir umsókn eiganda lóðarinnar þar sem óskað er eftir heimild til að stækka samþykktan byggingarreit í 5.472 m², eins og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 705103 útg. 02. ágúst 2022. Afstöðuppdráttur unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni.
Um er að ræða byggingarreit fyrir íbúðarhús.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að afgreiða erindið að fenginni umsögn minjavarðar. Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar skipulagnefndar staðfest á 3. fundi sveitarstjórnar 17. ágúst 2022 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 4 Magnús Ingvarsson sækir um fyrir hönd húseigenda Borgarteigs 1 á Sauðárkróki um heimild til að hliðra fyrirhugaðri gangstétt um 0,75 metra út fyrir lóðarmörk Borgarteigs 1 að vestan, þ.e.a.s. út á grænt svæði nær götu Borgargerðis.
Ætlunin er að færa fyrirhugaða gangstétt sem er um 1,5 metra breið um 0,75 metra frá húsi til að hlífa útveggjaklæðningu við áníði frá umferð gangandi og hjólandi svo og vegna snjómoksturs. Meðfylgjandi teikning gerir grein fyrir erindinu.
Sigurður H. Ingvarsson vék af fundi við umfjöllun málsins.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.
Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar skipulagnefndar staðfest á 3. fundi sveitarstjórnar 17. ágúst 2022 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 4 Rakel Kemp Guðnadóttirog María Anna Kemp Guðmundsdóttir eigendur að Bárustíg 1 á Sauðárkróki óska eftir því að gerður verði lóðarleigusamningur um lóðina. Einnig óska þær eftir að fá samþykktan byggingarreit fyrir viðbyggingu við húsið.
Erindinu fylgja fyrirspurnaruppdrættir sem gera grein fyrir fyrirhugaðri viðbyggingu.
Skipulagsnefnd samþykkir umbeðinn byggingarreit og felur skipulagsfulltrúa að gera lóðarleigusamning fyrir lóðina.
Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar skipulagnefndar staðfest á 3. fundi sveitarstjórnar 17. ágúst 2022 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 4 Lögð fram til kynningar fundargerð frá afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa nr. 1 þann 29.07.2022. Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar skipulagnefndar staðfest á 3. fundi sveitarstjórnar 17. ágúst 2022 með níu atkvæðum.
5.Endurráðning sveitarstjóra
Málsnúmer 2206256Vakta málsnúmer
Visað frá 3. fundi byggðarráðs frá 29. júní til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Endurráðning Sigfúsar Inga Sigfússonar í starf sveitarstjóra sveitarfélagsins. Lagður fram ráðningarsamningur við Sigfús Inga Sigfússon með gildistíma frá 27. júní 2022 til og með 14. júní 2026. Byggðarráð samþykkir framlagðan ráðningarsamning.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
Endurráðning Sigfúsar Inga Sigfússonar í starf sveitarstjóra sveitarfélagsins. Lagður fram ráðningarsamningur við Sigfús Inga Sigfússon með gildistíma frá 27. júní 2022 til og með 14. júní 2026. Byggðarráð samþykkir framlagðan ráðningarsamning.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
6.Byggðasafn Skagfirðinga - Gjaldskrá 2023
Málsnúmer 2205122Vakta málsnúmer
Erindinu vísað frá 1. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar þann 20. júní 2022. "Tekið fyrir erindi frá Berglindi Þorsteinsdóttur, safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga, dagsett 11.05.2022 um gjaldskrá byggðasafnsins fyrir árið 2023. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir fyrirlagða gjaldskrá fyrir árið 2023. Erindinu vísað til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Gjaldskráin borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Gjaldskráin borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
7.Skólamannvirki Varmahlíð - Deiliskipulag
Málsnúmer 2204042Vakta málsnúmer
Drög að deiliskipulagi fyrir Grunn- og leikskólann í Varmahlíð, sundlaug ásamt íþróttahúsi, íþróttasvæði og menningarhússins Miðgarðs lögð fram. Skipulagsuppdráttur unninn af VA arkitektum af Karli Magnúsi Karlssyni, útgefinn 11.08.2022.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að setja tillögu að deiliskipulagi fyrir Grunn- og leikskóla, sundlaug ásamt íþróttahúsi, íþróttasvæði og menningarhússins Miðgarðs í auglýsingu í samræmi við 41.gr skipulagslaga 123/2010. Einnig leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að fara í óverulega breytingu á aðalskipulagi samhliða auglýsingu tillögunnar til samræmingar.
Jóhanna Ey Harðardóttir tók til máls.
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir með níu atkvæðum að setja tillögu að deiliskipulagi fyrir grunn- og leikskóla, sundlaug ásamt íþróttahúsi, íþróttasvæði og menningarhússins Miðgarðs í auglýsingu í samræmi við 41.gr skipulagslaga 123/2010. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að fara í óverulega breytingu á aðalskipulagi samhliða auglýsingu tillögunnar til samræmingar.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að setja tillögu að deiliskipulagi fyrir Grunn- og leikskóla, sundlaug ásamt íþróttahúsi, íþróttasvæði og menningarhússins Miðgarðs í auglýsingu í samræmi við 41.gr skipulagslaga 123/2010. Einnig leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að fara í óverulega breytingu á aðalskipulagi samhliða auglýsingu tillögunnar til samræmingar.
Jóhanna Ey Harðardóttir tók til máls.
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir með níu atkvæðum að setja tillögu að deiliskipulagi fyrir grunn- og leikskóla, sundlaug ásamt íþróttahúsi, íþróttasvæði og menningarhússins Miðgarðs í auglýsingu í samræmi við 41.gr skipulagslaga 123/2010. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að fara í óverulega breytingu á aðalskipulagi samhliða auglýsingu tillögunnar til samræmingar.
8.Reiðleiðir - Umsókn um framkvæmdaleyfi
Málsnúmer 2206226Vakta málsnúmer
Málið áður á dagskrá skipulagsnefndar 20. júlí 2022 þar sem lagt var til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdaleyfi.
Fyrir liggja uppfærð gögn með tillögu að breyttri legu yfir Sauðárgil.
Skipulagsnefnd leggur að öðru sinni til við sveitarstjórn að veitt verði umbeðið framkvæmdaleyfi á grundvelli framkominna gagna. Nefndin minnir jafnframt á fyrri athugasemd sína þar sem farið er fram á að sett verði upp fræðsluskilti á þeim stöðum þar sem samnýting mismunandi hagsmunaaðila er á fyrirhugaðri reiðleið.
Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum, að veitt verði umbeðið framkvæmdaleyfi á grundvelli framkominna gagna. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að sett verði upp fræðsluskilti á þeim stöðum þar sem samnýting mismunandi hagsmunaaðila er á fyrirhugaðri reiðleið.
Fyrir liggja uppfærð gögn með tillögu að breyttri legu yfir Sauðárgil.
Skipulagsnefnd leggur að öðru sinni til við sveitarstjórn að veitt verði umbeðið framkvæmdaleyfi á grundvelli framkominna gagna. Nefndin minnir jafnframt á fyrri athugasemd sína þar sem farið er fram á að sett verði upp fræðsluskilti á þeim stöðum þar sem samnýting mismunandi hagsmunaaðila er á fyrirhugaðri reiðleið.
Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum, að veitt verði umbeðið framkvæmdaleyfi á grundvelli framkominna gagna. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að sett verði upp fræðsluskilti á þeim stöðum þar sem samnýting mismunandi hagsmunaaðila er á fyrirhugaðri reiðleið.
9.Byggðarráð Skagafjarðar - 4
Málsnúmer 2206025FVakta málsnúmer
4. fundargerð byggðarráðs frá 1. júlí 2022 lögð fram til kynningar á 3. fundi sveitarstjórnar 17. ágúst 2022
10.Byggðarráð Skagafjarðar - 5
Málsnúmer 2207001FVakta málsnúmer
5. fundargerð byggðarráðs frá 6. júlí 2022 lögð fram til kynningar á 3. fundi sveitarstjórnar 17. ágúst 2022
11.Byggðarráð Skagafjarðar - 6
Málsnúmer 2207002FVakta málsnúmer
6. fundargerð byggðarráðs frá 13. júlí 2022 lögð fram til kynningar á 3. fundi sveitarstjórnar 17. ágúst 2022
12.Byggðarráð Skagafjarðar - 7
Málsnúmer 2207012FVakta málsnúmer
7. fundargerð byggðarráðs frá 20. júlí 2022 lögð fram til kynningar á 3. fundi sveitarstjórnar 17. ágúst 2022
13.Byggðarráð Skagafjarðar - 8
Málsnúmer 2207014FVakta málsnúmer
5. fundargerð byggðarráðs frá 10. ágúst 2022 lögð fram til kynningar á 3. fundi sveitarstjórnar 17. ágúst 2022
14.Fundagerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2022
Málsnúmer 2201003Vakta málsnúmer
Tvær fundagerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 910 frá 20. maí og nr. 911 frá 23. júní lagðar fram til kynningar á 3. fundi sveitarstjórnar 17. ágúst 2022
Fundi slitið - kl. 16:35.
Álfhildur Leifsdóttir vék af fundi við afgreiðslu dagskrárliðar 1.10