Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar
Dagskrá
Helga Gunnlaugsdóttir, garðyrkjustjóri, sat fundinn undir 1. og 2. lið.
1.Litli Skógur - vinir Litla Skógar
Málsnúmer 1306195Vakta málsnúmer
Umhverfis- og samgöngunefnd tekur framtakinu fagnandi en áréttar að allar framkvæmdir séu unnar í fullu samráði við garðyrkjustjóra, landeigendur og veitu- og framkvæmdasvið Sveitarfélagsins.
Nefndin felur garðyrkjustjóra, sviðsstjóra og formanni nefndar að taka saman gögn með þeim hugmyndum sem til eru um svæðin og funda í framhaldi með vinnuhópnum. Stefnt er að fundi sem fyrst, þar sem farið verður yfir hönnun skilta og frekari framkvæmdir á svæðinu.
Nefndin felur garðyrkjustjóra, sviðsstjóra og formanni nefndar að taka saman gögn með þeim hugmyndum sem til eru um svæðin og funda í framhaldi með vinnuhópnum. Stefnt er að fundi sem fyrst, þar sem farið verður yfir hönnun skilta og frekari framkvæmdir á svæðinu.
2.Fundur með fulltrúum Brimnesskóga
Málsnúmer 1306155Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar minnisblað frá Brimnesskógafélagi vegna stöðufundar verkefnisins "endurheimt Brimnesskóga í Skagafirði".
Í júní 2013 hefur verið gróðursett í ríflega 3/4 hluta landsins og stefnt er að því að ljúka gróðursetningu á næstu 2 til 4 árum.
Forsvarsmenn Brimnesskóga vilja koma á framfæri þakklæti til Helgu Gunnlaugsdóttur, garðyrkjustjóra, og sveitarfélagsins fyrir þeirra framlag til verkefnisins.
Í júní 2013 hefur verið gróðursett í ríflega 3/4 hluta landsins og stefnt er að því að ljúka gróðursetningu á næstu 2 til 4 árum.
Forsvarsmenn Brimnesskóga vilja koma á framfæri þakklæti til Helgu Gunnlaugsdóttur, garðyrkjustjóra, og sveitarfélagsins fyrir þeirra framlag til verkefnisins.
3.Hraðatakmarkanir á Sauðárkróki
Málsnúmer 1306151Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar drög að hraðatakmörkunum fyrir Sauðárkrók. Drögin gera ráð fyrir 30km hámarkshraða innanbæjar að frátöldu iðnaðarhverfi og eftirfarandi götum;
Sunnanverðri Skagfirðingabraut að Sauðá
Borgargerði
Sæmundarhlíð að sjúkrahúsi
Sauðárhlíð
Strandvegi og Eyrarvegi
Nefndin leggur til að endurskoða hraðatakmarkanir á Hegrabraut, Sæmundarhlíð og Skagfirðingabraut.
Hegrabraut, Sæmundarhlíð og Skagfirðingabraut að sundlaug verði 50km.
Skoðaðar verði tímabundnar hraðatakmarkanir í gegnum skólahverfi um Sæmundarhlíð og Skagfirðingabraut.
Lagt til að fá umsögn frá Lögreglu um drögin.
Sunnanverðri Skagfirðingabraut að Sauðá
Borgargerði
Sæmundarhlíð að sjúkrahúsi
Sauðárhlíð
Strandvegi og Eyrarvegi
Nefndin leggur til að endurskoða hraðatakmarkanir á Hegrabraut, Sæmundarhlíð og Skagfirðingabraut.
Hegrabraut, Sæmundarhlíð og Skagfirðingabraut að sundlaug verði 50km.
Skoðaðar verði tímabundnar hraðatakmarkanir í gegnum skólahverfi um Sæmundarhlíð og Skagfirðingabraut.
Lagt til að fá umsögn frá Lögreglu um drögin.
4.Árskóli - umferðarmál.
Málsnúmer 1306174Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar drög að hönnun á sleppisvæði (vasa) við Árskóla.
Unnið er að útboðsgögnum og gert ráð fyrir að klára verkið fyrir byrjun skólastarfs.
Unnið er að útboðsgögnum og gert ráð fyrir að klára verkið fyrir byrjun skólastarfs.
5.Smábátahöfn - flotbryggjur
Málsnúmer 1212094Vakta málsnúmer
Kynnt voru áform um formlega opnun smábátahafnar, sunnudaginn 30. júní nk. kl 13:00 í tengslum við Lummudaga.
6.Umhverfismál Hofsósi
Málsnúmer 1306147Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar bréf frá Ingu Bryndísi Ingvarsdóttur, kynningarfulltrúa Vesturfarasetursins, varðandi umhverfismál á Hofsósi.
Nefndin þakkar fyrir erindið og sviðsstjóra falið að kanna hvaða úrræði sveitarfélagið hefur í stöðunni.
Nefndin þakkar fyrir erindið og sviðsstjóra falið að kanna hvaða úrræði sveitarfélagið hefur í stöðunni.
7.Umhverfisverðlaun Soroptimistaklúbbur
Málsnúmer 1306129Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar drög að samningi við Soroptimistaklúbb Skagafjarðar vegna umhverfisverkefnis.
Samþykkt að framlengja samning til þriggja ára.
Samþykkt að framlengja samning til þriggja ára.
8.Landmótun í og við Sauðá, efri hluti, 2013.
Málsnúmer 1306221Vakta málsnúmer
Lögð fram tillaga að hleðslum við ræsi í Sauðá á Skagfirðingabraut. Samþykkt að ganga til samninga við verktaka um hleðsluna.
Fundi slitið - kl. 10:50.