Fara í efni

Hraðatakmarkanir á Sauðárkróki

Málsnúmer 1306151

Vakta málsnúmer

Framkvæmdaráð Skagafjarðar - 126. fundur - 25.06.2013

Lagt fram til kynningar tillaga að hraðatakmörkunum á Sauðárkróki.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 86. fundur - 27.06.2013

Lögð fram til kynningar drög að hraðatakmörkunum fyrir Sauðárkrók. Drögin gera ráð fyrir 30km hámarkshraða innanbæjar að frátöldu iðnaðarhverfi og eftirfarandi götum;
Sunnanverðri Skagfirðingabraut að Sauðá
Borgargerði
Sæmundarhlíð að sjúkrahúsi
Sauðárhlíð
Strandvegi og Eyrarvegi
Nefndin leggur til að endurskoða hraðatakmarkanir á Hegrabraut, Sæmundarhlíð og Skagfirðingabraut.
Hegrabraut, Sæmundarhlíð og Skagfirðingabraut að sundlaug verði 50km.
Skoðaðar verði tímabundnar hraðatakmarkanir í gegnum skólahverfi um Sæmundarhlíð og Skagfirðingabraut.
Lagt til að fá umsögn frá Lögreglu um drögin.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 631. fundur - 18.07.2013

Afgreiðsla 86. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 631. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 88. fundur - 27.09.2013

Lögð fram til kynningar umsögn frá Lögreglunni á Sauðárkróki vegna hugmynda um lækkun á hámarkshraða innanbæjar á Skr.
Umsögnin er jákvæð og telur lögreglan að með þessu sé umferðaröryggi aukið til muna.
Nefndin leggur til að hraðatakmarkanir í Hegrabraut, Sæmundarhlíð og Skagfirðingabraut að Ráðhúsi verði 50km og að hámarkshraði í íbúðargötum verði 35km skv. endurskoðuðum drögum.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 89. fundur - 29.10.2013

Lögð voru fram lokadrög að teikningum vegna hraðatakmarkana á Sauðárkróki.
Sviðstjóra falið að skipuleggja framkvæmd og kynningu og koma með tillögu að dagsetningu gildistöku hraðatakmarkanna. Stefnt er að skiltauppsetningu sé lokið í janúar 2014.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 308. fundur - 20.11.2013


Afgreiðsla 89. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 308. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 96. fundur - 27.03.2014

Samkvæmt bókun umhverfis- og samgönunefndar frá 29.10.2013 va stefnt að því að uppsetningu hraðatakmörkunarskilta yrði lokið í janúar 2014. Það hefur ekki gengið eftir en nú er stefnt að því að hefja uppsetningu skilta í næstu viku og gert ráð fyrir að hraðatakmarkanir taki gildi fyrir 1. maí.
Ákveðið var að fela sviðsstjóra og formanni að kynna málið.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 313. fundur - 09.04.2014

Afgreiðsla 96. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 313. fundi sveitarstjórnar 9. apríl 2014 með níu atkvæðum.