Hraðatakmarkanir á Sauðárkróki
Málsnúmer 1306151
Vakta málsnúmerFramkvæmdaráð Skagafjarðar - 126. fundur - 25.06.2013
Lagt fram til kynningar tillaga að hraðatakmörkunum á Sauðárkróki.
Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 86. fundur - 27.06.2013
Lögð fram til kynningar drög að hraðatakmörkunum fyrir Sauðárkrók. Drögin gera ráð fyrir 30km hámarkshraða innanbæjar að frátöldu iðnaðarhverfi og eftirfarandi götum;
Sunnanverðri Skagfirðingabraut að Sauðá
Borgargerði
Sæmundarhlíð að sjúkrahúsi
Sauðárhlíð
Strandvegi og Eyrarvegi
Nefndin leggur til að endurskoða hraðatakmarkanir á Hegrabraut, Sæmundarhlíð og Skagfirðingabraut.
Hegrabraut, Sæmundarhlíð og Skagfirðingabraut að sundlaug verði 50km.
Skoðaðar verði tímabundnar hraðatakmarkanir í gegnum skólahverfi um Sæmundarhlíð og Skagfirðingabraut.
Lagt til að fá umsögn frá Lögreglu um drögin.
Sunnanverðri Skagfirðingabraut að Sauðá
Borgargerði
Sæmundarhlíð að sjúkrahúsi
Sauðárhlíð
Strandvegi og Eyrarvegi
Nefndin leggur til að endurskoða hraðatakmarkanir á Hegrabraut, Sæmundarhlíð og Skagfirðingabraut.
Hegrabraut, Sæmundarhlíð og Skagfirðingabraut að sundlaug verði 50km.
Skoðaðar verði tímabundnar hraðatakmarkanir í gegnum skólahverfi um Sæmundarhlíð og Skagfirðingabraut.
Lagt til að fá umsögn frá Lögreglu um drögin.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 631. fundur - 18.07.2013
Afgreiðsla 86. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 631. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.
Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 88. fundur - 27.09.2013
Lögð fram til kynningar umsögn frá Lögreglunni á Sauðárkróki vegna hugmynda um lækkun á hámarkshraða innanbæjar á Skr.
Umsögnin er jákvæð og telur lögreglan að með þessu sé umferðaröryggi aukið til muna.
Nefndin leggur til að hraðatakmarkanir í Hegrabraut, Sæmundarhlíð og Skagfirðingabraut að Ráðhúsi verði 50km og að hámarkshraði í íbúðargötum verði 35km skv. endurskoðuðum drögum.
Umsögnin er jákvæð og telur lögreglan að með þessu sé umferðaröryggi aukið til muna.
Nefndin leggur til að hraðatakmarkanir í Hegrabraut, Sæmundarhlíð og Skagfirðingabraut að Ráðhúsi verði 50km og að hámarkshraði í íbúðargötum verði 35km skv. endurskoðuðum drögum.
Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 89. fundur - 29.10.2013
Lögð voru fram lokadrög að teikningum vegna hraðatakmarkana á Sauðárkróki.
Sviðstjóra falið að skipuleggja framkvæmd og kynningu og koma með tillögu að dagsetningu gildistöku hraðatakmarkanna. Stefnt er að skiltauppsetningu sé lokið í janúar 2014.
Sviðstjóra falið að skipuleggja framkvæmd og kynningu og koma með tillögu að dagsetningu gildistöku hraðatakmarkanna. Stefnt er að skiltauppsetningu sé lokið í janúar 2014.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 308. fundur - 20.11.2013
Afgreiðsla 89. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 308. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 96. fundur - 27.03.2014
Samkvæmt bókun umhverfis- og samgönunefndar frá 29.10.2013 va stefnt að því að uppsetningu hraðatakmörkunarskilta yrði lokið í janúar 2014. Það hefur ekki gengið eftir en nú er stefnt að því að hefja uppsetningu skilta í næstu viku og gert ráð fyrir að hraðatakmarkanir taki gildi fyrir 1. maí.
Ákveðið var að fela sviðsstjóra og formanni að kynna málið.
Ákveðið var að fela sviðsstjóra og formanni að kynna málið.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 313. fundur - 09.04.2014
Afgreiðsla 96. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 313. fundi sveitarstjórnar 9. apríl 2014 með níu atkvæðum.