Íslenskt Eldsneyti ehf. - Umsókn um lóð
Málsnúmer 1401064
Vakta málsnúmerUmhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 94. fundur - 21.01.2014
Lögð var fram umsókn um lóð frá Íslensku Eldsneyti ehf. Fyrirtækið óskar eftir því að fá að staðsetja 50m3 tank undir vistvænt eldsneyti á lóð við smábátahöfnina. Tankurinn sem um ræðir er ofanjarðar með áfastri eldsneytisdælu. Umhverfis- og samgöngunefnd leggst gegn því að gefið verði leyfi til staðsetningu tanksins á þessum stað og vísar málinu til Skipulags- og bygginganefndar.
Skipulags- og byggingarnefnd - 254. fundur - 12.02.2014
Lögð var fram umsókn um lóð frá Íslensku Eldsneyti ehf. Fyrirtækið óskar eftir því að fá að staðsetja 50m3 tank undir vistvænt eldsneyti á lóð við smábátahöfnina. Tankurinn sem um ræðir er ofanjarðar með áfastri eldsneytisdælu. Skipulags- og byggingarnefnd er sammála bókun Umhverfis- og samgöngunefnd og hafnar því að staðsetja slíka starfsemi á lóð við smábátahöfnina. Umsækjanda er bent á skipulagða lóð fyrir slíka starfsemi á mótum Strandvegar og Borgargerðis.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 311. fundur - 12.02.2014
Afgreiðsla 94. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 311. fundi sveitarstjórnar þann 12. febrúar 2014 með níu atkvæðum.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 312. fundur - 20.03.2014
Afgreiðsla 254. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með níu atkvæðum.
Skipulags- og byggingarnefnd - 256. fundur - 01.04.2014
Fyrirtækið Íslenskt Eldsneyti ehf, óskar eftir því að fá að staðsetja 50m3 tank undir vistvænt eldsneyti á lóð á mótum Strandvegar og Borgargerðis.(fyrir neðan áhaldahúsið) Tankurinn sem um ræðir er ofanjarðar með áfastri eldsneytisdælu. Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í að úthluta fyrirtækinu lóð þarna undir þessa starfsemi. Óskað er eftir ítarlegri gögnum frá umsækjanda.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 313. fundur - 09.04.2014
Afgreiðsla 256. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 313. fundi sveitarstjórnar 9. april 2014 með níu atkvæðum.
Skipulags- og byggingarnefnd - 264. fundur - 19.11.2014
Lagt fram til kynningar: 5. nóvember 2014 er Íslensku Eldsneyti ehf. kt. 6608130470 er veitt framkvæmda- og byggingarleyfi til að staðsetja eldsneytisbirgðartank undir vistvænt eldsneyti og setja niður sand- og olíuskilju á lóð nr. 31 við Borgarflöt 31 á Sauðárkróki, ásamt því að byggja rafmagnstöfluskúr.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 321. fundur - 26.11.2014
Hildur Þóra Magnúsdóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
"Sveitarfélagið hefur síðustu misseri haft aðkomu að undirbúningi að starfsemi bíódíselstöðvar á Sauðárkróki. 30. maí síðastliðinn, daginn fyrir sveitarstjórnarkosningar, birtust óvænt í fjölmiðlum fréttir af opnun bíódíselstöðvar á Sauðárkróki á þessum stað og brá fyrir myndum af framsóknarmönnum að dæla repjuolíu. Það er ánægjulegt ef verkefnið er raunverulega að verða að veruleika þar sem nú er verið að sækja um tilskilin leyfi sem þarf til að geta hafið slíka starfsemi á Sauðárkróki."
Viggó Jónsson, Stefán Vagn Stefánsson og Sigurjón Þórðarson tóku til máls.
Afgreiðsla 264. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 321. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2014 með níu atkvæðum.
"Sveitarfélagið hefur síðustu misseri haft aðkomu að undirbúningi að starfsemi bíódíselstöðvar á Sauðárkróki. 30. maí síðastliðinn, daginn fyrir sveitarstjórnarkosningar, birtust óvænt í fjölmiðlum fréttir af opnun bíódíselstöðvar á Sauðárkróki á þessum stað og brá fyrir myndum af framsóknarmönnum að dæla repjuolíu. Það er ánægjulegt ef verkefnið er raunverulega að verða að veruleika þar sem nú er verið að sækja um tilskilin leyfi sem þarf til að geta hafið slíka starfsemi á Sauðárkróki."
Viggó Jónsson, Stefán Vagn Stefánsson og Sigurjón Þórðarson tóku til máls.
Afgreiðsla 264. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 321. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2014 með níu atkvæðum.