Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar
Dagskrá
Sigurjón Þórðarson, heilbrigðisfulltrúi, sat fundinn.
1.Framkvæmdir við hafnir
Málsnúmer 1605067Vakta málsnúmer
Lagt var fram til kynningar bréf frá Samgöngustofu vegna framkvæmda við hafnir.
2.Staða skólpmála á Norðurlandi vestra
Málsnúmer 1605095Vakta málsnúmer
Umhverfisstofnun vinnur nú að söfnun upplýsinga um stöðu skólpmála um allt land.
Óskað var eftir því við hvert sveitarfélag fyrir sig að það skilaði inn upplýsingum um fjölda safnræsa í þéttbýli, fjölda rotþróa, umfang hreinsunar á skólpi o.fl.
Sveitarfélagið Skagafjörður hefur skilað inn upplýsingum til Umhverfisstofnunnar.
Óskað var eftir því við hvert sveitarfélag fyrir sig að það skilaði inn upplýsingum um fjölda safnræsa í þéttbýli, fjölda rotþróa, umfang hreinsunar á skólpi o.fl.
Sveitarfélagið Skagafjörður hefur skilað inn upplýsingum til Umhverfisstofnunnar.
3.Fyrirspurn - Pappírsgámur við Ketilás í Fljótum
Málsnúmer 1407019Vakta málsnúmer
Lagt var fyrir fundinn erindi frá Katrínu Sigmundsdóttur varðandi pappírsgám í Fljótum.
Í erindinu óskar Katrín eftir því að bætt verði við gám í Fljótum undir pappa og pappír.
Nefndin þakkar erindið og samþykkir að koma fyrir gám undir pappa og pappír til reynslu í sumar.
Málið endurskoðað í haust m.t.t. kostnaðar og nýtingar.
Í erindinu óskar Katrín eftir því að bætt verði við gám í Fljótum undir pappa og pappír.
Nefndin þakkar erindið og samþykkir að koma fyrir gám undir pappa og pappír til reynslu í sumar.
Málið endurskoðað í haust m.t.t. kostnaðar og nýtingar.
4.Hreinsunarátak 2016
Málsnúmer 1605248Vakta málsnúmer
Ákveðið hefur verið að hreinsunarátak í Skagafirði verði helgina11. til 12. júní nk.
Nefndin hvetur alla íbúa og forsvarsmenn fyrirtækja í Skagafirði að taka höndum saman í að bæta umhverfi okkar.
Heilbrigðisfulltrúi mun leggja átakinu lið.
Nefndin hvetur alla íbúa og forsvarsmenn fyrirtækja í Skagafirði að taka höndum saman í að bæta umhverfi okkar.
Heilbrigðisfulltrúi mun leggja átakinu lið.
Fundi slitið - kl. 15:50.