Fara í efni

Fyrirspurn - Pappírsgámur við Ketilás í Fljótum

Málsnúmer 1407019

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 101. fundur - 11.08.2014

Íbúí í Fljótum hefur spurst fyrir um hvort hægt sé að fá pappírsgám á Ketilási.
Á Ketilási eru fyrir gámar fyrir almennt rusl, járn og timbur.
Sviðsstjóra falið að kanna kostnað við að setja niður pappírsgám.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 318. fundur - 03.09.2014

Afgreiðsla 101. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 318. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 102. fundur - 29.09.2014

Lögð var fyrir fundinn áætlun um kostnað vegna pappírsgáms við Ketilás í Fljótum. Kostnaður er áætlaður um 100.000 á mánuði. Nefndin leggur til að taka málið til skoðunar fyrir fjárhagsáætlunargerð ársins 2015.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 320. fundur - 29.10.2014

Afgreiðsla 102. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 320. fundi sveitarstjórnar 29. október 2014 með níu atkvæðum.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 120. fundur - 02.06.2016

Lagt var fyrir fundinn erindi frá Katrínu Sigmundsdóttur varðandi pappírsgám í Fljótum.
Í erindinu óskar Katrín eftir því að bætt verði við gám í Fljótum undir pappa og pappír.
Nefndin þakkar erindið og samþykkir að koma fyrir gám undir pappa og pappír til reynslu í sumar.
Málið endurskoðað í haust m.t.t. kostnaðar og nýtingar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 343. fundur - 08.06.2016

Afgreiðsla 120. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 343. fundi sveitarstjórnar 8. júní 2016 með níu atkvæðum.