Veitunefnd Svf Skagafjarðar
Dagskrá
1.Hitaveita í Fljótum 2015
Málsnúmer 1408141Vakta málsnúmer
2.Hitaveita í Fljótum - Borhola við Langhús
Málsnúmer 1506051Vakta málsnúmer
Lagt var fyrir fundin minnisblað frá sviðstjóra þar sem fram kemur að samkvæmt rennslisprófunum sem framkvæmd hafa verið í vor er heildarrennsli frá svæðinu við Langhús, nýrri og gammalli holu, um 5 l/s. Til að anna hámarksrennsli á fullfrágenginni veitu í Fljótum þarf að auka vatnsmagnið um að lágmarki 2 l/s.
Í maí mánuði var einnig framkvæmd lóðun á holunni þar sem þungu lóði er slakað ofan í holuna til að athuga hvort einhver fyrirstaða sé í henni, en hitamæling ÍSOR hafði gefið til kynna að fyrirstaða væri í holunni á ca. 140m dýpi. Samkvæmt lóðun á holunni er fyrirstaða í henni á um 150 til 160m dýpi. Til þess að opna holuna þarf því að fá á staðinn borvagn sem borar í gegnum fyrirstöðuna og hreinsar holuna.
Veitunefnd leggur til að samið verði við Þórsverk um hreinsun á holunni og borun á nýrri.
Í maí mánuði var einnig framkvæmd lóðun á holunni þar sem þungu lóði er slakað ofan í holuna til að athuga hvort einhver fyrirstaða sé í henni, en hitamæling ÍSOR hafði gefið til kynna að fyrirstaða væri í holunni á ca. 140m dýpi. Samkvæmt lóðun á holunni er fyrirstaða í henni á um 150 til 160m dýpi. Til þess að opna holuna þarf því að fá á staðinn borvagn sem borar í gegnum fyrirstöðuna og hreinsar holuna.
Veitunefnd leggur til að samið verði við Þórsverk um hreinsun á holunni og borun á nýrri.
3.Neysluvatn úr Sauðá - lagfæring á vatnsbóli
Málsnúmer 1406281Vakta málsnúmer
Sviðstjóri gerði grein fyrir undirbúningsvinnu vegna síunnar á botni stíflu
Undirbúningsvinnu er lokið og verða drenrör lögð í botn stíflunnar í sumar.
Með þessu móti er hægt að afleggja síuhúsið setja í staðinn vélræna síu á lögnina sem síar öll óhreinindi úr vatninu.
Undirbúningsvinnu er lokið og verða drenrör lögð í botn stíflunnar í sumar.
Með þessu móti er hægt að afleggja síuhúsið setja í staðinn vélræna síu á lögnina sem síar öll óhreinindi úr vatninu.
4.Skagafjarðarveitur - gjaldskrá 2015
Málsnúmer 1411182Vakta málsnúmer
Lögð voru fyrir fundin drög að breyttri gjaldskrá Skagafjarðarveitna.
Í drögunum er gert ráð fyrir breytingum á heimæðargjöldum í þéttbýli og dreifbýli ásamt föstu gjaldi fyrir mælaleigu.
Einnig er sett inn í gjaldskrána afsláttarákvæði fyrir stórnotendur og sprota- og nýsköpunarfyrirtæki.
Veitunefnd samþykkir drög að gjaldskrá og vísar til Byggðarráðs.
Fulltrúi Vinstri Grænna óskar bókað; "Tek ekki þátt í afgreiðslu gjaldskrár. Tel að skoða þurfi betur afsláttarkjör gjaldskrár."
Í drögunum er gert ráð fyrir breytingum á heimæðargjöldum í þéttbýli og dreifbýli ásamt föstu gjaldi fyrir mælaleigu.
Einnig er sett inn í gjaldskrána afsláttarákvæði fyrir stórnotendur og sprota- og nýsköpunarfyrirtæki.
Veitunefnd samþykkir drög að gjaldskrá og vísar til Byggðarráðs.
Fulltrúi Vinstri Grænna óskar bókað; "Tek ekki þátt í afgreiðslu gjaldskrár. Tel að skoða þurfi betur afsláttarkjör gjaldskrár."
5.Beiðni um umsögn - drög að reglum um staðfestingu ráðherra á gjaldskrám hitaveitna.
Málsnúmer 1505188Vakta málsnúmer
Lögð voru fyrir fundinn drög að reglum um staðfestingu ráðherra á gjaldskrám hitaveitna.
Með reglunum er ætlunin að skýra ferlið varðandi beiðnir um staðfestingu á gjaldskrám og einfalda það með rafrænni stjórnsýslu.
Reglunum er einnig ætlað að reyna að tryggja betur en áður að allar formkröfur séu uppfylltar og að allar veitur gefi upplýsingaru um breytingar á gjaldskrá og ástæður þeirra breytinga á fullnægjandi hátt.
Veitunefnd hefur ekki athugasemdir við drögin.
Með reglunum er ætlunin að skýra ferlið varðandi beiðnir um staðfestingu á gjaldskrám og einfalda það með rafrænni stjórnsýslu.
Reglunum er einnig ætlað að reyna að tryggja betur en áður að allar formkröfur séu uppfylltar og að allar veitur gefi upplýsingaru um breytingar á gjaldskrá og ástæður þeirra breytinga á fullnægjandi hátt.
Veitunefnd hefur ekki athugasemdir við drögin.
Fundi slitið - kl. 16:10.
Verktaki er búinn að sjóða um einn kílómeter af lögnum frá Dælislaug og til austurs.
Gröftur á lagnaskurði hefst í dag.
Þann 27. maí sl. voru opnuð tilboð í Loftskiljutank við borholuhús á Langhúsum.
Eitt tilboð barst í verkið frá Vélaverkstæði KS en þremur aðilum var gefið kost á að gera tilboð.
Tilboð frá Vélaverkstæðinu hljóðaði upp á 5.823.545.- eða um 93% af kostnaðaráætlun.
Veitunefnd leggur til að gengið verði til samninga við Vélaverkstæðið vegna smíði á Loftskilju á grundvelli tilboðs.