Fara í efni

Veitunefnd Svf Skagafjarðar

24. fundur 23. mars 2016 kl. 15:00 - 15:50 að Borgarteigi 15, Sauðárkróki
Nefndarmenn
  • Gísli Sigurðsson formaður
  • Einar Eðvald Einarsson varaform.
  • Úlfar Sveinsson áheyrnarftr.
  • Gunnar Björn Rögnvaldsson verkefnastjóri
Starfsmenn
  • Indriði Þór Einarsson Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu og framkvæmdasviðs
Dagskrá

1.Nýr vatnstankur á Gránumóum

Málsnúmer 1602182Vakta málsnúmer

Fimmtudaginn 17. mars sl. voru opnuð tilboð í nýjan vatnstank og viðbyggingu við lokahús á Gránumóum á Sauðárkróki.
Tvö tilboð bárust í verkið og voru þau svohljóðandi;

Friðrik Jónsson ehf. 53.027.199.-
K-Tak ehf. 47.409.345.-
Kostnaðaráætlun, Stoð ehf. 50.928.950.-

Veitunefnd samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, K-Tak ehf.

2.Hitaveita - nýframkvæmd í Lýtingsstaðahreppi 2016 og 2017.

Málsnúmer 1602183Vakta málsnúmer

Lagt var fyrir fundinn minnisblað frá Þórólfi Hafstað, sérfræðingi hjá ÍSOR, vegna heitavatnsholu á Hverhólum.
Í minnisblaðinu er lagt til að holan verði prufudæld með djúpdælu áður en hún verður endanlega virkjuð.
Gert er ráð fyrir því að prufudæling geti varað í að minnsta tvær vikur eða þar til jafnvægi næst á milli rennslis og niðurdráttar í holu.
Leitað hefur verið tilboða í djúpdælu og er kostnaður við kaup á dælu um 1 milljón án vsk.
Samþykkt að fara í prufudælingu í vor.

3.Beiðni um kynningarfund vegna hitaveitu í Lýtingsstaðahreppi 2016 og 2017.

Málsnúmer 1512053Vakta málsnúmer

Veitunefnd samþykkir að haldin verði kynningarfundur með íbúum þegar niðurstöður prufudælingar liggja fyrir.

4.Deplar - samningur um lagningu hitaveitu

Málsnúmer 1511072Vakta málsnúmer

Lagt var fram til kynningar uppgjör vegna hitaveitulagnar að Deplum í Fljótum.

5.Verið á Sauðárkróki - lok samningstíma vegna sjóveitu

Málsnúmer 1509046Vakta málsnúmer

Lagt var fyrir fundinn minnisblað frá sviðstjóra veitu- og framkvæmdasviðs vegna samnings við Hólaskóla um sjóveitu.
Samningur um sölu Skagafjarðarveitna á sjó til Hólaskóla rann út í lok síðasta árs.
Formanni og sviðstjóra falið að semja við Hólaskóla um gjaldtöku fyrir sjóveitu.

Fundi slitið - kl. 15:50.