Fara í efni

Nýr vatnstankur á Gránumóum

Málsnúmer 1602182

Vakta málsnúmer

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 23. fundur - 18.02.2016

Farið var yfir stöðu mála varðandi byggingu nýs vatnstanks á Gránumóum.
Verið er að vinna í umsókn um byggingarleyfi og munu öllum gögnum vegna umsóknar verða skilað inn í vikunni.
Unnið er að útboðsgögnum vegna verksins.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 338. fundur - 16.03.2016

Afgreiðsla 23. fundar veitunefndar staðfest á 338. fundi sveitarstjórnar 16. mars 2016 með níu atkvæðum.

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 24. fundur - 23.03.2016

Fimmtudaginn 17. mars sl. voru opnuð tilboð í nýjan vatnstank og viðbyggingu við lokahús á Gránumóum á Sauðárkróki.
Tvö tilboð bárust í verkið og voru þau svohljóðandi;

Friðrik Jónsson ehf. 53.027.199.-
K-Tak ehf. 47.409.345.-
Kostnaðaráætlun, Stoð ehf. 50.928.950.-

Veitunefnd samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, K-Tak ehf.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 339. fundur - 13.04.2016

Afgreiðsla 24. fundar veitunefndar staðfest á 339. fundi sveitarstjórnar 13. Apríl 2016 með níu atkvæðum.

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 25. fundur - 18.05.2016

Framkvæmdir eru hafnar við nýjan vatnstank á Gránumóum.
Botnplata verður steypt á næstu dögum og stefnir verktaki á að ljúka allri uppsteypu um mánaðarmótin júní / júlí.
Verklok eru í lok júlí.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 342. fundur - 25.05.2016

Afgreiðsla 25. fundar veitunefndar staðfest á 342. fundi sveitarstjórnar 25. maí 2016 með níu atkvæðum.

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 27. fundur - 23.08.2016

Vatni var hleypt á nýjan vatnstank á Gránumóum föstudaginn 12. ágúst sl.
Jarðvegsvinnu við tankinn og frágangi í dæluhúsi er ólokið.

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 28. fundur - 10.10.2016

Framkvæmd við nýjan vatnstank hefur þegar sannað gildi sitt, því í núverandi sláturtíð hefði einn tankur ekki annað þörfum.

Vinna við að tengja sandsíur í lokahúsi vatnstanks er hafin.