Veitunefnd Svf Skagafjarðar
Dagskrá
Kristján Jónasson, endurskoðandi hjá KPMG, sat fyrsta lið fundar.
1.Ársreikningur Skagafjarðarveitna fyrir árið 2015.
Málsnúmer 1606197Vakta málsnúmer
Kristján Jónasson, endurskoðandi hjá KPMG, fór yfir ársreikning Skagafjarðarveitna fyrir árið 2015.
2.Sumarhús í landi Ysta Mós - uppgjör vegna samnings frá árinu 2011.
Málsnúmer 1606196Vakta málsnúmer
Lögð voru fyrir fundinn drög að uppgjöri vegna samnings um lagningu hitaveitu í sumarhús í landi Ysta - Mós á árinu 2011.
Nefndin samþykkir fyrirliggjandi drög og felur sviðstjóra að ganga frá uppgjöri.
Gísli Sigurðsson vék af fundi undir dagskrárliðnum.
Nefndin samþykkir fyrirliggjandi drög og felur sviðstjóra að ganga frá uppgjöri.
Gísli Sigurðsson vék af fundi undir dagskrárliðnum.
3.Samningur vegna stækkun Sauðárkrókskirkju frá 1990.
Málsnúmer 1606199Vakta málsnúmer
Lagður var fyrir fundinn samningur á milli Hitaveitu Sauðárkróks og þáverandi lóðarhafa á Skógargötu 15 frá árinu 1990.
4.Hitaveita í Fljótum 2015 og 2016
Málsnúmer 1408141Vakta málsnúmer
Verktakar hófu vinnu við lagningu hitaveitu í vestur Fljót í byrjun mánaðarins.
Þverun Flókadalsár er lokið og er nú unnið við kaflann frá Langhúsum að Flókadalsá.
Dýpkun á holu LH-04 er hafin.
Þverun Flókadalsár er lokið og er nú unnið við kaflann frá Langhúsum að Flókadalsá.
Dýpkun á holu LH-04 er hafin.
5.Hitaveita - nýframkvæmd í Lýtingsstaðahreppi 2016 og 2017.
Málsnúmer 1602183Vakta málsnúmer
Prufudæling úr holu við Hverhóla verður framkvæmd á næstu vikum.
6.Beiðni um leigu á landspildu sunnan við Hrímnishöll
Málsnúmer 1604120Vakta málsnúmer
Lögð var fyrir fundinn bókun fundar Landbúnaðarnefndar frá 6. júní sl. þar sem nefndin leggur til að landið verði auglýst til leigu ásamt tveimur öðrum skikum í Steinsstaðabyggð.
Veitunefnd samþykkir að landið verði auglýst til leigu.
Veitunefnd samþykkir að landið verði auglýst til leigu.
Fundi slitið - kl. 17:00.